Innlent

Veiðitímabilið í Norðurá lengt

Veiðitímabilið í Norðurá í Borgarfirði verður lengt um átta daga og stendur til tólfta september, en því átti að ljúka á morgun. Seldir verða stakir dagar í framlengingunni. Ástæðan er sú að laxinn gekk mun seinna í ánna en venjulega , sem einkum er rakið til vatnsleysis framan af sumri. Mjög góð veiði hefur verið í ánni síðustu daga, eða eins og hún gerist best í júlí, í venjulegu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×