Innlent

Telja óhjákvæmilegt að kæra verktakafyrirtækið Hunnebeck

Samráðsnefnd landssambanda innan Alþýðusambandsins, sem aðild eiga að virkjanasamningi, telur óhjákvæmilegt að að pólska verktakafyrirtækið Hunnebeck verði kært vegna ólögmætrar starfssemi hér á landi. Fyrirtækið er undirverktaki hjá Arnarfelli við Hraunveitu Kárahnjúkavirkjunar, en samráðsnefndin segir að félagið sé óskráð og ólöglegt hér á landi. Vinnumálastofnun framlengdi í gær frest fyrirtækisins til  hádegis í dag, til að sýna fram á að kjör og tryggingar starfsmanna þess séu í lagi. Að öðrum kosti verði starfssemi þess stöðvuð.-



Fleiri fréttir

Sjá meira


×