Innlent

Heimsóknum vegna ofbeldisverka fækkar á bráða- og slysadeild

Heimsóknir á slysadeild vegna ofbeldisverka hafa dregist saman segir yfirlæknir á Slysa- og bráðadeild. Hann segir að hugafarsbreyting hafi orðið hjá almenningi í framhaldi af mikilli umræðu í fréttum Stöðvar 2 um neikvæð áhrif ofbeldis.

Að jafnaði koma fjórar líkamsárásir til kasta starfsmanna á slysdeild á hverjum einasta degi og mest er álagið um helgar.

Þá hefur jafnvel komið til ryskinga hjá hópum á biðstofu og í sumum tilvikum hefur starfsfólk slysdeildar orðið fyrir áreiti og jafnvel beinum árásum.



Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, yfirlæknir á slysa- og bráðadeild, segir að sú breyting hafi orðið á mannlífinu í borginni að fólk komi nú til aðhlynningar á slysadeild fram eftir morgni, ofbeldið sé ekki bara bundið við næturnar.

Ófeigur Tryggvi segir að í framhaldi af helgunum séu menn að koma í heimsókn á Slysadeild en þar séu gjarnan á ferð gerendur í ofbeldisverkum.



Ófeigur Tryggvi segist merkja að ofbeldi sé nú að dragast saman og hin fræga Menningarnótt sem oft hafi verið skrautleg, hafi í þetta skiptið verið á við meðalhelgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×