Fleiri fréttir

Bæjarráð Bolungarvíkur vonsvikið með skýrslu Hafró

Í ályktun Bæjarráðs Bolungarvíkur sem samþykkt var nú í morgun er lýst miklum vonbrigðum með nýúkomna skýrslu Hafrannsóknarstofnunar. Bæjarráðið segir að verði farið að ráðum stofnunarinnar muni það þýða 1200 tonna skerðingu í aflaheimildum á slægðum þorski í Bolungarvík og að útflutningsverðmæti frá bænum dragist saman um 300 milljónir króna á ársgrundvelli.

Lygalaupur afhjúpaður á lögreglustöð

Piltur á tvítugsaldri reyndi að blekkja lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í gær til að komast hjá því að hljóta sekt vegna ölvunarakstur. Pilturinn hafði kvöldið áður keyrt ölvaður inn í garð í Kópavogi og flúið af vettvang. Daginn eftir mætti hann svo á lögreglustöðina og tilkynnti að bíl sínum hefði verið stolið. Upp komst um ungan mann sem reyndi að blekkja lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í þeim tilgangi að sleppa við sekt. Pilturinn, sem er 17 ára, tilkynnti lögreglunni að bíl sínum hefði verið stolið daginn eftir að hann

Tilkynnt um reyk á Laugavegi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um hálf áttaleytið í kvöld eftir að tilkynning barst um reyk í lyftugöngum í húsi við Laugaveg 120.

Tekinn á 148 kílómetra hraða

Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann á 148 kílómetra kílómetra hraða á Suðurlandsvegi um þrjúleytið í dag. Ökumaðurinn, sem er karlmaður á fertugsaldri, var undir áhrifum fíkniefna.

Vill lögreglurannsókn á mögulegum mannréttindabrotum á Goldfinger

Mögulegt er að eigandi súlustaðarins Goldfinger í Kópavogi brjóti á mannréttindum starfsmanna sinna með því að meina þeim að yfirgefa vinnustað í allt að átta klukkutíma eftir að vinnu þeirra lýkur. Þetta kom fram í máli Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, í viðtali í Íslandi í dag. Hún segir þetta kalla á lögreglurannsókn og vill að lögreglan hafi frumkvæði í málinu.

Tveir dæmdir fyrir morðið á Jóni Þór Ólafssyni

Tveir menn hafa verið dæmdir í 70 ára fangelsi fyrir morðið á Jóni Þór Ólafssyni og Brendu Salinas í El Salvador í fyrra samkvæmt frétt Ríkissjónvarpsins. Fjórir voru ákærðir fyrir morðið en tveir voru sýknaðir.

Líffæragjafi nema annað sé tekið fram

Yfirlæknir hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi telur mikilvægt að breyta löggjöf um líffæragjafir. Þá verði gengið út frá því að látnir hafi viljað gefa líffæri sín hafi þeir ekki tekið annað fram fyrir andlátið.

Rannsóknir sýna að bólusetningar ungbarna valda ekki einhverfu

Greina má einkenni einhverfu hjá börnum strax á fyrstu tveimur árunum. Fyrstu einkennin geta verið, að þau svara hvorki nafni né horfa í augu fólks. Getgátur hafa verið uppi um að ungbarnabólusetningar valdi einhverfu en því vísar franskur geðlæknir alfarið á bug.

Íslenski fáninn á barnafötum á Spáni

Verslanakeðjan, C&A hefur í sumar selt barnaflíkur á Spáni með eftirlíkingu af íslenska fánanum. Samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að bjóða útlendar vörur með myndum af þjóðfánanum. Þórhallur Vilhjálmsson, lögfræðingur hjá forsætisráðuneytinu, segir að lögreglunni beri að taka málið til meðferðar.

Vilja nota risabor til að bora veggöng á Austurlandi

Verið er að kanna hvort einn risaboranna, sem nú borar göng að Kárahnjúkum, verði notaður til að bora veggöng á Austurlandi. Slíkt gæti dregið verulega úr kostnaði við gangagerð á svæðinu.

Sýndi snör handtök þegar klórgasslanga gaf sig

Verksmiðja Mjallar-Friggjar á Akureyri var rýmd í morgun eftir að klórgasleki kom upp í kjallara byggingarinnar. Að sögn slökkviliðsstjórans á Akureyri, gaf klórgasslanga sig með þeim afleiðingum að klórgas lak út en starfsmaður verksmiðjunnar sýndi snör handtök og náði að skrúfa fyrir gasið. Hann mun hafa orðið fyrir lítils háttar eitrun og var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar.

Varað við Yasmín pillunni í Danmörku

Læknar í Danmörku vara við notkun Yasmin getnaðarvarnarpillunnar vegna hættu á blóðtappa. Rekja má tvö dauðsföll ungra kvenna þar í landi beint til pillunnar. Um 1700 íslenskar konur nota hana sem getnaðarvörn.

Stjórn peningamála komin í ógöngur

Stjórn peningamála er komin í ógöngur að mati Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnin þarf að bregaðst við. Forsvarsmenn samtakanna funduðu með forsætisráðherra og utanríkisráðherra í morgun.

Brotist inn í nýbyggingu í Njarðvík

Brotist var inn í nýbygginu í Njarðvík í morgun og handverkfærum stolið. Enn liggur ekki fyrir hver eða hverjir voru þar að verki enn málið er enn í rannsókn.

Samherji boðar samdrátt vegna erfiðrar stöðu í sjávarútvegi

Fyrirhuguðum framkvæmdum útgerðarfyrirtækisins Samherja hf. við uppbyggingu landvinnslunnar á Dalvík verður frestað um eitt ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja. Hann segir erfiðleikar í íslenskum sjávarútvegi vegna óhagstæðrar gengisþróunar, hárra vaxta og niðurstöður Hafrannsóknarstofnunar um ástand þorskstofnsins gera það að verkum að fresta verði framkvæmdunum.

Engar heimildir í gildi vegna stríðsins í Írak

Þær heimildir sem íslensk stjórnvöld veittu bandarískum til þess að nýta sér aðstöðu hér á landi vegna stríðsins í Írak eru fallnar úr gildi. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á Alþingi í dag.

Aðgerðir Seðlabankans hafa skaðað atvinnulífið, segir SA

Ríkisstjórnin þarf nú þegar að taka á þeirri sjálfheldu sem stjórn peningamála og hagstjórnin hefur ratað í og aðgerðir Seðlabankans hafa skaðað atvinnulífið, segja Samtök atvinnulífsins. Framkvæmdastjórn samtakanna átti í morgun fund með forsætisráðherra og utanríkisráðherra.

Fræðsluvefurinn opnaður

Orkuveita Reykjavíkur opnaði í dag á vefsvæði sínu sérstakan fræðsluvef sem ætlað er að miðla fróðleik um þau málefni sem starfsemi fyrirtækisins beinist að. Það var nýr heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, sem opnaði vefinn en þetta mun vera á meðal síðustu embættisverka Guðlaugs hjá Orkuveitunni áður en hann lætur af embætti stjórnarformanns.

Gerðu aðsúg að lögreglu á dansleik á Höfn

Gerður var aðsúgur að lögreglumönnum við eftirlit á sjómannadagsdansleik á Höfn í Hornafirði á laugardag og beitti lögregla piparúða til að verja hendur sínar gagnvart ólátaseggum.

Lögreglan á Akranesi rannsakar þrjár nauðganir

Lögreglan á Akranesi hefur nú til rannsóknar þrjár nauðganir og eitt kynferðisbrotamál til viðbótar. Málin hafa komið upp á síðustu vikum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Þörf á tæknibyltingu í iðnaði á næstu árum

Þörf er á tæknibyltingu í iðnaði í heiminum á næstu 10-15 árum til þess að vinna gegn loftlagsbreytingum og styðja við sjálfbæra þróun. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi umhverfisráðherra Evrópska efnahagssvæðisins í Essen í Þýskalandi um helgina en þann fund sótti Þórunn Sveinbjarnardóttir, nýr umhverfisráðherra.

Kanna möguleikann á því að nýta risaborinn áfram

Verið er að kanna möguleikann á því að risaborinn sem nú borar göng að Kárahnjúkum verði notaður til þess að bora veggöng hér á landi. Þetta kom fram hjá Kristjáni L. Möller, samgönguráðherra í hádegisviðtalinu á Stöð 2.

Vaxandi ásókn í laxveiðileyfi

Ásókn í laxveiðileyfi fer vaxandi ár frá ári þrátt fyrir hækkandi verð og er þegar uppselt í nokkrar ár áður en veiðitíminn hefst í fyrarmálið.

Fæst málin koma til kasta lögreglunnar

Fæst af þeim bóta- og tryggingarsvikamálum upp kemst um, koma til kasta lögreglunnar. Áætla má að hundruð milljóna króna séu svikin út úr Tryggingastofnun á ári hverju.

Enn á gjörgæsludeild eftir harðan árekstur

Ungt par sem slasaðist alvarlega í hörðum árekstri tveggja bíla á Suðurlandsvegi fyrir helgina er enn á gjörgæsludeild. Konunni er haldið sofandi í öndunarvél en hún gekkst undir aðgerð við komuna á spítalann.

Kominn til meðvitundar eftir gaseitrun

Roskinn maður, sem varð fyrir alvarlegri gaseitrun í hjólhýsi sínu í Djúpadal í Barðastrandasýslu í gær, er kominn til meðvitundar.

Klórgasleki hjá Mjöll-Frigg á Akureyri

Efnaverksmiðja Mjallar-Friggjar var rýmd í morgun eftir að klórgas lak út í rými í kjallara hússins. Að sögn Þorbjörns Haraldsson, slökkviliðsstjóra á Akureyri, gaf klórgasslanga sig með þeim afleiðingum að klórgas lak út en starfsmaður verksmiðjunnar sýndi snör handbrögð og náði að skrúfa fyrir klórgasið.

Vill ekki að eitrað verði fyrir sílamáfi

Íbúi við Leirvogshólma í Staðarhverfi gagnrýnir að fuglafræðingum verði í júní leyft að eitra fyrir sílamáfi á leiksvæði barna og unglinga. Náttúrufræðistofnun Íslands gerði alvarlegar athugasemdir við svæðavalið og lagðist gegn leyfinu.

Sniglarnir vilja víravegriðin niður

Félagar í Sniglunum lokuðu hluta Suðurlandsvegar síðdegis í dag til að mótmæla vírvegriðum á veginum. Sniglarnir krefjast þess að þau verði tekin niður, en víravegriðin vekja ugg og skelfingu meðal mótorhjólamanna, segir Valdís Steinarrsdóttir, formaður Sniglanna.

Flensborgarskóli 125 ára í dag

Í dag var haldið upp á 125 ára afmæli Flensborgarskóla í Hafnarfirði með hátíðartónleikum kórs skólans. Eyjólfur Eyjólfsson söng einsöng við undirleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttur, sem bæði stunduðu nám við skólann og sungu með kórnum.

Hundruð milljóna svik á ári hverju

Hundruð milljóna króna eru svikin út úr Tryggingastofnun á ári hverju ef umfang tryggingasvika hér er sambærilegt við Svíþjóð. Tryggingastofnun hefur fengið um 130 ábendingar frá almenningi síðan eftirlit var tekið upp hjá stofnuninni. Um helmingur þeirra hefur reynst á rökum reistur

Egill segist hafa verið laus allra mála

Egill Helgason hefur sent frá sér tilkynningu vegna kröfu 365 miðla um að Egill standi við þá samninga sem hann hefur gert. Í svari sínu segist Egill hafa verið laus allra mála hjá Stöð tvö þegar hann réð sig til RÚV. Svar Egils í heild sinni má sjá hér.

Helgi Hjálmsson nýr formaður Landssambands eldri borgara

Helgi Hjálmsson fráfarandi varaformaður Landssambands eldri borgara var kjörinn formaður sambandsins á landsþingi fyrr í dag. Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir sem verið hefur formaður Landssambandsins undanfarin tvö ár, dró framboð sitt til formanns til baka á síðustu stundu og var Helgi kosinn einróma án formlegrar atkvæðagreiðslu.

Sjávarútvegurinn stendur frammi fyrir erfiðum ákvörðunum

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birtir innan skamms úttekt á þjóðhagslegum áhrifum af breyttri aflareglu og mismunandi veiðihlutfalli á þorski. Útflutningstekjur af þorski eru fjörtíu prósent af heildarútflutningstekjum í sjávarútvegi. Formaður LÍÚ segir að sársaukafullt verði að draga úr veiðunum.

Hustler leitar fanga hjá þingmönnum

Tímaritið Hustler hefur ákveðið að verða sér út um góða sögu í Washington D.C. og er tilbúið að borga eina milljón dollara fyrir hana. Sagan þarf þó að vera kynlífssaga og að tengjast einhverjum háttsettum sem vinnur í eða við bandaríska þingið.

Gengið yfir Vestfirðinga

Matthías Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir að Íslendingar eigi að segja skilið við fiskveiðistjórnunarkerfið og hætta að ljúga því að sjálfum sér að kerfið sé gott. Hann segir að gengið hafi verið yfir Vestfirðinga með tilheyrandi hruni byggða.

70 ára afmæli Icelandair

Icelandair Group heldur upp á sjötíu ára afmæli félagsins nú í hádeginu í nýju stórhýsi Flugsafnsins á Akureyrarflugvelli. Saga félagsins hófst með stofnun Flugfélags Akureyrar árið 1937.

Tveir teknir á metamfetamíni

Lögreglan á Akranesi hefur á þremur dögum tekið tvo menn með metamfetamín í þvagi. Eiturlyfið er sárasjaldgæft á Íslandi og hefur varla sést í uppundir tvö ár.

Ekki raunhæfar hugmyndir hjá Hafró

Framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útgerðamanna segir hugmyndir Hafrannsóknarstofnunar um að draga þorskvótann saman um þriðjung frá fyrra ári ekki raunhæfar. Skýrsla stofnunarinnar feli í sér alvarleg tíðindi sem bregðast þurfi við.

Unga parið enn á gjörgæsludeild

Ungt par sem slasaðist alvarlega í hörðum árekstri tveggja bíla á Suðurlandsvegi á fimmtudaginn er enn á gjörgæsludeild Landspítala-háskólasjúkrahús. Konunni er haldið sofandi í öndunarvél en hún gekkst undir aðgerð við komuna á spítalann. Þriggja mánaða dóttir þeirra, sem var með þeim í bílnum, slasaðist mun minna en foreldrar hennar.

Frístundakort í salt um sinn

Vinstri grænir gagnrýna að ekki verði hægt að nota frístundakortin í Reykjavík til að greiða fyrir þjónustu frístundaheimlis ÍTR. Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá við atkvæðagreiðslu um frístundakort fyrir 6-18 ára börn í borginni og harmar að ekki hafi náðst þverpólitísk samstaða um málið.

Sjá næstu 50 fréttir