Innlent

Þörf á tæknibyltingu í iðnaði á næstu árum

Umhverfisráðherrar EES á fundi sínum í Essen.
Umhverfisráðherrar EES á fundi sínum í Essen. MYND/Umhverfisráðuneytið

Þörf er á tæknibyltingu í iðnaði í heiminum á næstu 10-15 árum til þess að vinna gegn loftlagsbreytingum og styðja við sjálfbæra þróun. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi umhverfisráðherra Evrópska efnahagssvæðisins í Essen í Þýskalandi um helgina en þann fund sótti Þórunn Sveinbjarnardóttir, nýr umhverfisráðherra.

Fram kemur á vef umhverfisráðuneytisins megintilgangur fundarins hafi verið að ræða helstu viðfangsefni og möguleika á sviði umhverfismála innan Evrópusambandsins, sérstaklega loftslagsbreytingar og vaxandi ógn við líffræðilega fjölbreytni.

Enn fremur kom fram á fundinum að tengsl umhverfismála og áframhaldand efnahagsvaxtar og félagslegrar velferðar yrðu ekki aðskilin og markvissari umhverfisvernd væri forsenda fyrir velferð framtíðarinnar. Umhverfismál yrðu því að verða stærri hluti af stefnumótun stjórnvalda, ekki síst í efnahagsmálum og innan einstakra geira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×