Innlent

Kominn til meðvitundar eftir gaseitrun

Roskinn maður, sem varð fyrir alvarlegri gaseitrun í hjólhýsi sínu í Djúpadal í Barðastrandasýslu í gær, er kominn til meðvitundar.

Hann er enn á gjörgæsludeild en kona hans er komin á almenna deild. Lögregla á Vestfjörðum er að rannsaka málið en ekkert liggur enn fyrir um orsakir slyssins.

Gasbúnaður úr hjólhýsinu verður sendur Vinnueftirlitinu til frekari rannsóknar og ekki liggur fyrir endanleg staðfesting á því að fólkið hafi orðið fyrir gaseitrun þótt það sé talið líklegast. Hjólhýsið mun vera af algengri gerð og við fyrstu sýn virðist ekkert hafa verið átt við búnaðinn til breytingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×