Innlent

Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng ganga vel

Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng ganga vel og er útlit fyrir að verkið standist áætlun og að vinnu við göngin verði lokið í desember 2009.

Héðinsfjörður skilur að Ólafsfjörð og Siglufjörð. Vegagerðin vinnur nú að lagningu Héðinsfjarðarganga sem tengja eiga Siglufjörð við Eyjafjarðarsvæðið. Það er gert með tvennum göngum, annarsvegar 6,9 kílómetra löngum milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar og síðan 3,7 kílómetra löngum milli Héðinsfjarðar og Siglufjarðar.

Ekki liggja vegir í fjörðinn og því þurfti hópur manna sem koma að verkinu að fara sjóleiðis þegar þeir lögðu leið sína þangað á föstudaginn. Tilgangurinn var að gera lokamælingar í firðinum og kanna aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×