Innlent

Ekki raunhæfar hugmyndir hjá Hafró

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útgerðamanna segir hugmyndir Hafrannsóknarstofnunar um að draga þorskvótann saman um þriðjung frá fyrra ári ekki raunhæfar. Skýrsla stofnunarinnar feli í sér alvarleg tíðindi sem bregðast þurfi við.

Hafrannsóknarstofnun kynnti í gær skýrslu sína um nytjastofna og aflahorfur. Í skýrslunni er dreginn upp nokkuð dökk mynd af ástandi þorskstofnsins. Þar kemur fram aðmeðalþyngd þorskstofnsins hafi farið lækkandi, hún sé nú með því lægsta sem sést hefur og að veiðihlutfall þorsks sé of hátt. Stofnunin telur að með óbreyttri aflareglu séu miklar líkur á að stofninn fari undir sögulegt lágmark.

Stofnunin leggur til að veiðihlutfall þorsk verði sett niður í 20%. Þorskvótinn í ár er hundrað nítíu og þrjúþúsund tonn en samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að þorskvótinn á næsta ári verði 130 þúsund tonn og kvótinn því dreginn saman um þriðjung.

Ljóst er að sjávarútvegurinn yrði af töluverðum tekjum gengju allar hugmyndir Hafrannsóknarstofnunar eftir. Skerðing á þorskvótanum einum og sér myndi þýða að sjávarútvegurinn yrði af nítján til tuttugu milljarða króna tekjum.

Stjórn Landssambands íslenskra útgerðarmanna ætlar að funda um málið á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×