Fleiri fréttir

Borgin vill reka tilraunaframhaldsskóla

Menntaráð Reykjavíkur vill að þegar verði teknar upp viðræður við menntamálaráðuneytið um að borgin taki að sér að reka einn af framhaldsskólum borgarinnar í tilraunaskyni. Formaður menntaráðs segir að í slíkum skóla ætti að bjóða upp á einstaklingsmiðað og sveigjanlegt nám.

Jarðýta valt

Kantur gaf sig þegar að jarðýta var að ýta jarðvegi úr jarðgöngum, sem verið er að grafa frá Ólafsfirði til Héðinsfjarðar, með þeim afleiðingum að ýtan valt. Guðmundur Ágústsson, verkstjóri hjá fyrirtækinu Háfelli, sagði í samtali við Vísi að betur hefði farið en á horfðist.

Fíkniefnamál mörg um helgina

Allmörg fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Farið var á sex veitinga- og skemmtistaði en á fjórum þeirra fundust ætluð fíkniefni. Á meðal fíkniefna sem fundust voru maríjúana, kókaín, hass og amfetamín. Á þessum stöðum voru höfð afskipti af 25-30 manns af fyrrgreindum sökum.

94 umferðaróhöpp um helgina

94 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Í níu tilfellum stungu menn af frá vettvangi. Langflest óhöppin voru minniháttar en í fjórum tilvikum var fólk flutt á slysadeild.

Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Ungur útlendingur sem lögreglan handtók í gær vegna gruns um nauðgun, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. mars næstkomandi. Hann var yfirheyrður í morgun með aðstoð túlks.

Tíu vilja Kjalarnersbrauð

Tíu umsóknir bárust um embætti héraðsprests II í Kjalarnessprófastsdæmi. Umsóknarfrestur rann út þann 15. mars s.l. Embættið er veitt frá 1. maí næstkomandi.

Feginn lokum aðalmeðferðar

Fimm vikna aðalmeðferð í Baugsmálinu er nú að ljúka í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Ásgeir Jóhannesson er síðasta vitnið sem er yfirheyrt og er hann nú í vitnastúku. Hann sagði fréttastofu Vísis að hann væri feginn því að þessum hluta væri nú að ljúka, því málið hefði reynt mjög á fyrirtækið og persónulegt líf hans. Kostnaður fyrirtækisins vegna málsins væri hátt á annan milljarð íslenskra króna.

Lenti í snjóflóði á Lyngdalsheiði

Karlmaður á vélsleða lenti í snjóflóði á Lyngdalsheiði á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var maðurinn fluttur með sjúkrabíl til Selfoss. Hann kenndi sér meins í baki og herðum. Eftir skoðun var ákveðið að flytja manninn til Reykjavíkur. Snjóflóðið féll þar sem nokkrir menn voru saman á snjósleða og lenti á einum þeirra.

Ungt fólk borðar minni fisk

Fiskneysla ungs fólks minnkar og enn meiri samdráttur er yfirvofandi á komandi árum. Munur er á fiskneyslu eftir landshlutum og hafa matarvenjur í æsku mótandi áhrif. Þá eru ungar konur hrifnar af fiski og grænmeti, en ungir karlar af skyndibita og kjöti. Þetta eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar meðal ungs fólks á aldrinum 17 til 26 ára.

Tveir nýliðar í landsliðinu í Spánarleiknum

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag 18 manna hóp sinn sem mætir Spánverjum miðvikudaginn 28. mars. Tveir nýliðar eru í hópnum - þeir Atli Jóhannsson úr KR og Gunnar Þór Gunnarsson frá Hammarby.

Hvalreki í Ólafsfirði

Tveir smáhvalir fundust eftir að hafa strandað í Ólafsfjarðarvatni í morgun. Elstu menn á Ólafsfirði muna ekki eftir hvalreka fyrr í vatninu sem er bæði ferskvatn og sjór. Um er að ræða hnýðinga, kálf og kýr. Gísli Víkingsson hjá Hafrannsóknarstofnun segir athyglisvert að mæðgurnar hafi fundist í ferskvatni þar sem höfrungar lifa bara í sjó.

Borgin reki framhaldsskóla

Menntaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi í dag að leggja til að borgin taki við rekstri eins framhaldsskóla í Reykjavík. Góð raun er að rekstri borgarinnar á grunnskólum eftir að rekstur þeirra fluttist frá ríki til sveitarfélaga. Mikill áhugi er innan ráðsins á þessu tilraunaverkefni.

Banaslys á Reyðarfirði

Karlmaður lést í vinnuslysi rétt fyrir hádegi í dag við Hjallanes á Reyðarfirði. Maðurinn var starfsmaður BM Vallár og var að tengja dráttarvagn við bifreið þegar hann klemmdist á milli bifreiðarinnar og vagnsins. Lífgunartilraunir báru ekki árangur og lést maðurinn af áverkum þeim er hann hlaut í slysinu. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni í Reyðarfirði.

Sjóðandi vatnsleki í gamla Morgunblaðshúsinu

Sjóðandi heitt vatn lak inn á loftræstikerfi í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni þar sem Háskólinn í Reykjavík rekur nú kennslustofur. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins lak vatnið niður á milliþil og náði eitthvað að fara niður um eina hæð. Kennsla var í gangi í kennslustofum þegar lekinn uppgötvaðist. Lítil truflun varð þó á kennslu þrátt fyrir störf slökkviliðsmanna.

Áhrif virðisaukalækkunar á verðbólgu minni

,,Hefur lækkun virðisaukaskatts og vörugjalds á matvæli skilað sér til neytenda?" er yfirskrift morgunverðarfundar félags viðskiptafræðinga MBA frá Háskóla Íslands. Fundurinn verður á Nordica hóteli næstkomandi miðvikudagsmorgun. Fjallað er um áhrif lækkunar virðisaukaskatts og vísbendingar þess efnis að nokkuð vanti upp á að lækkunin hafi skilað sér.

Eldfjallagarður á Reykjanesskaga

Reykjanesskagi verður eldfjallagarður og fólkvangur nái framtíðarsýn Landverndar á Reykjanesskaga fram að ganga. Sólarsamtökin í Straumi, Suðurnesjum og á Suðurlandi halda opna ráðstefnu um málið í Hafnarfirði 24. mars. Þar verður farið yfir hvað skaginn hefur upp á að bjóða varðandi náttúruvernd, útivist, ferðamennsku og nýtingu jarðvarma- og jarðhitaefna. Eldfjallagarður tengir þessa þætti saman.

Samtök fyrir fólk af opinberum barnaheimilum

Á fjórða tug manna var á fundi í Laugarneskirkju í gær þar sem ákveðið var að stofna formlega samtök fólks sem var á opinberum barnaheimilum í æsku, Breiðavík og öðrum stöðum. Aðstandendur verða einnig í þessum samtökum.

Fjárhagslegur ávinningur brostinn

Samtökin Sól í Straumi, sem eru andvíg stækkun álversins í Straumsvík, segja í yfirlýsingu að fjárhagslegur ávinningur bæjarins af stækkun álversins sé brostinn.

Versta veðrið gengið yfir í bili

Holtavörðuheiði var lokuð í nótt vegna ófærðar og þurftu ökumenn því að aka Laxárdalsheiði og Heydal til að komast á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Áhlaupið er nú gengið yfir landið og í hönd fer hláka með tilheyrandi vatnsaga víða um land.

Yfirheyrslur hafnar yfir meintum nauðgara

Yfirheyrslur eru hafnar yfir ungum útlendingi, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi, grunuðum um að hafa nauðgað ungri konu á kvennasalerni á Hótel Sögu aðfaranótt laugardags.

Hvessir á morgun með snjókomu og slyddu

Stíf norðanátt verður fram á daginn á austanverðu landinu með snjóéljum og víða skafrenningi, en síðdegis eða í kvöld verður vindur yfirleitt orðinn hægur víðast hvar á landinu. Á morgun snýst vindur hins vegar til hvassrar sunnanáttar áttar á vestanverðu landinu með snjókomu sem smám saman þróast yfir í slyddu og síðar rigningu.

Alveg bannað að mæta fullur á árshátíð

Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni hefur verið skipaður skólameistari þar áfram til næstu fimm ára. Hann hefur sinnt starfinu frá því að fyrrverandi skólameistari fór í námsleyfi árið 2001 og var formlega skipaður haustið 2002.

Hellisheiði opnuð fyrir vel búna bíla

Hellisheiði var opnuð nú í kvöld fyrir fjórhjóladrifnum bílum en fyrr í dag þurfti að loka heiðinni vegna skafrennings og slæmrar færðar. Snjómokstursbílar eru enn á ferðinni og er reiknað með að heiðin verið orðin opin öllum bílum síðar í kvöld.

Á 150 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í dag sex ökumenn fyrir hraðakstur á Reykjanesbrautinni. Sá sem hraðast ók var á 150 kílómetra hraða, annar á 142 kílómetra hraða og tveir á rúmlega 120 km hraða.

Akkúrat rétti tíminn til að einkavæða orkufyrirtækin

Nú er akkúrat rétti tíminn til að einkavæða orkufyrirtækin. Þetta segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Hann telur gríðarleg tækifæri felast í því, á alþjóðavettvangi, að leysa þau öfl úr læðingi sem búi í íslensku orkufyrirtækjunum.

Málþófshótun kæfði áfengisfrumvarp

Lagafrumvarp, sem hefði heimilað sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum, var hársbreidd frá því að ná í gegn. Allsherjarnefnd Alþingis hafði samþykkt málið en áður en kom að lokaafgreiðslu í gær var því kippt út af dagskrá af ótta við málþóf.

Óvenju mikil endurnýjun framundan á Alþingi

Óvenju mikil endurnýjun verður á Alþingi Íslendinga í kosningum eftir átta vikur og má ætla að um helmingur þeirra þingmanna, sem kosnir voru fyrir fjórum árum, setjist ekki á þing á ný. Í hópi þeirra sem yfirgáfu þennan starfsvettvang í síðasta sinn í nótt voru nokkrir með um og yfir tuttugu ára þingreynslu.

Sáttmáli gegn stóriðjuáformum

Framtíðarlandið kynnti í dag sáttmála um framtíð Íslands sem þeir bjóða almenningi og ráðamönnum þjóðarinnar að skrifa undir. Átakið stendur yfir í 10 daga og hvetja samtökin alla þingmenn og stjórnmálaflokka að hverfa frá frekari stóriðjuáformum.

Holtavörðuheiði ekki opnuð fyrr en í fyrramálið

Björgunarsveitir hafa í dag hjálpað fólki sem lenti í vandræðum á bæði Hellisheiði og Holtavörðuheiði vegna hvassviðris og ofankomu. Þá hafa snjóflóð fallið á veginn milli Súðavíkur og Ísafjarðar í dag. Illviðrið færir sig nú yfir á austurhluta landsins og ræður Slysavarnafélagið Landsbjörg fólki frá því að leggjast í ferðalög á illa búnum bílum.

Fernt flutt á sjúkrahús eftir árekstur - Hellisheiði ófær

Fernt var flutt á sjúkrahús í Reykjavík eftir að jeppa var ekið aftan á fólksbíl á Hellisheiði á fjórða tímanum í dag. Að sögn vaktahafandi læknis á slysadeild var fólkið allt í fólksbílnum, þar af eitt barn, og gengst það nú undir rannsókn.

Segja fyrirheit um fjárhagslegan ávinning af stækkun brostin

Samtökin Sól í Straumi, sem berjast gegn stækkun álvers Alcan í Straumsvík, segja fyrirheit Alcan um fjárhagslegan ávinning Hafnarfjarðarbæjar um allt að 800 milljónum króna af stækkuðu álveri brostin þar sem Alþingi hafi ekki samþykkt lagafrumvarp um breytingu á skattaumhverfi Alcan.

Tafir á umferð á Hellisheiði vegna umferðarslyss

Umferðarslys varð á Hellisheiði nú á fjórða tímanum þar sem jeppi og fólksbíll rákust saman. Um aftanákeyrslu var að ræða en ekki er vitað hvor ók aftan á hvorn. Tveir eða þrír munu hafa verið fluttir á sjúkrahús vegna slyssins en meiðsli þeirra eru ekki sögð alvarleg.

Formaður Rafiðnaðarsambandsins dæmdur fyrir meiðyrði

Héraðdsómur Reykjavíkur hefur dæmt Guðmund Gunnarsson, formann Rafiðnaðarsambands Íslands, til að greiða eigendum starfsmannaleigunnar 2b ehf. samtals 800 þúsund krónur vegna ummæla sem hann lét falla um þau í fréttum Stöðvar 2 og Sjónvarpsins 23. október 2005.

Framtíðarlandið býður þjóð og ráðamönnum sáttmála

Framtíðarlandið kynnti í dag sáttmála um framtíð Íslands sem samtökin bjóða þjóðinni og ráðamönnum að undirrita. Sáttmálinn kveður á um að þjóðin hafi kjark til að byggja upp fjölbreytt og lifandi samfélag þar sem hugvit og sköpunargleði fær að njóta sín ásamt því að áætlanir um náttúruvernd verði lögfestar áður en nokkuð frekar verður aðhafst í orkuvinnslu og stóriðju.

Sex til átta bílnum bjargað ofan af Holtavörðuheiði

Tvær Björgunarsveitir á Vestur- og Norðvesturlandi hafa frá því um hádegisbil í dag aðstoðað fólk sem lent hefur í erfiðleikum á Holtavörðuheiði en þar er veður vont og hefur heiðinni verið lokað vegna ófærðar.

Harður árekstur í Breiðholtinu í hádeginu

Harður árekstur varð á umferðarljósum á gatnamótum Höfðabakka og Stekkjarbakka í Breiðholti í hádeginu í dag. Þar rákust tveir fólksbílar saman en talið er að annar þeirra hafi ekið gegn rauðu ljósi. Ökumenn beggja bíla voru fluttir á sjúkrahús en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg.

Málþingi á Eskifirði aflýst vegna veðurs

Málþingi um friðlýsingu Gerpissvæðisins frá Búlandsborgum að Karlsskála sem halda átti í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði í dag hefur verið aflýst vegna veðurs. Að sögn aðstandenda er slæmt veður á Eskifirði eins og víða annars staðar á landinu og því ekki annað að gera en að fresta þinginu.

Stærsta jarðýta landsins á ferðinni

Stærsta jarðýta landsins var á ferðinni um höfuðborgarsvæðið í gærkvöldi. Um er að ræða 117 tonna ferlíki enda dugði ekkert minna en stærsti tengivagn landsins sem og öflugasti dráttarbíllinn.

Lögregla leitar enn manns vegna nauðgunar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki enn haft hendur í hári manns sem grunaður er um að hafa nauðgað ungri konu laust eftir miðnætti í gær á kvennasalerni í kjallara Radisson SAS hótelsins.

Tannheilsa barna einnig á ábyrgð foreldra

Heilbrigðisráðherra segir ábyrgð foreldra mjög mikla þegar tannheilsa barna er annars vegar. Stefnt sé að því að ná samningum við Tannlæknafélag Íslands um ókeypis forvarnir fyrir tiltekinn aldurshóp barna.

Alþingismenn farnir heim

Störfum Alþingis á kjörtímabilinu er lokið. Geir H. Haarde forsætisráðherra las upp forsetabréf um þingfrestun og sleit síðasta þingfundi klukkan hálfeitt í nótt. Óvenju margir þingmenn, sem kjörnir voru síðast, sækjast ekki eftir endurkjöri.

Sjá næstu 50 fréttir