Innlent

Hvessir á morgun með snjókomu og slyddu

Mynd/Stöð 2

Stíf norðanátt verður fram á daginn á austanverðu landinu með snjóéljum og víða skafrenningi, en síðdegis eða í kvöld verður vindur yfirleitt orðinn hægur víðast hvar á landinu. Á morgun snýst vindur hins vegar til hvassrar sunnanáttar á vestanverðu landinu með snjókomu sem smám saman þróast yfir í slyddu og síðar rigningu.

"Þetta lítur nú ekkert alltof vel úr fyrri part morgundagsins þegar saman fer hvöss sunnan átt með snjókomu og skafrenningi. Á hinn bóginn fer hægt hlýnandi en það er svolítið er erfitt að segja til um það nákvæmlega hversu hratt hlýnar. Ég á þó von á að þetta verði orðið að slyddu eða rigningu síðdegis á morgun með hita á bilinu 2-5 stig" segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Veðurstofu Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×