Innlent

Hvalreki í Ólafsfirði

MYND/Erlendur Guðmundsson

Tveir smáhvalir fundust eftir að hafa strandað í Ólafsfjarðarvatni í morgun. Elstu menn á Ólafsfirði muna ekki eftir hvalreka fyrr í vatninu sem er bæði ferskvatn og sjór.

Um er að ræða hnýðinga, kálf og kýr.

Gísli Víkingsson hjá Hafrannsóknarstofnun segir athyglisvert að mæðgurnar hafi fundist í ferskvatni þar sem höfrungar lifa bara í sjó.

Vinirnir Þorbergur, Aðalsteinn, Jón Áki og Patrekur gerðu sér ferð til að skoða höfrungana.MYND/Erlendur Guðmundsson

Erlendur Guðmundsson atvinnukafari telur að kálfurinn hafi leitað upp ósinn og inn vatnið, og kýrin hafi elt. Of grunnt hafi verið á þessu svæði, enda strandaði kýrin á sandrifi.

Erlendur synti eftir hvölunum og dró þá á land. Hann tók sýni og mældi dýrin.

Hafrannsóknarstofnun mun svo senda tennurnar úr dýrunum til aldursgreiningar og vefsýni úr þeim fara í erfðabanka stofnunarinnar.

Erlendur Guðmundsson kafari dregur hvalina á land.

 

 

Erlendur var annar á staðinn á eftir bæjarstarfsamanni og sótti kafarabúninginn til að geta dregið höfrungana á land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×