Innlent

Alveg bannað að mæta fullur á árshátíð

Halldór Páll Halldórsson, skólameistari ML
Halldór Páll Halldórsson, skólameistari ML Mynd/Jón Sigurður

Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni hefur verið skipaður skólameistari þar áfram til næstu fimm ára. Hann hefur sinnt starfinu frá því að fyrrverandi skólameistari fór í námsleyfi árið 2001 og var formlega skipaður haustið 2002.

Hann lætur nú til sín taka með því að banna alveg ölvun á árshátíð skólans sem fyrirhuguð er næsta föstudag. Í Sunnlenska fréttablaðinu segir frá því að ef einhver verði svo ósvífinn að mæta fullur á ballið verði hart á því tekið af Halldóri Páli. Þá er haft eftir Arnari Ármannsyni formanni nemendafélagsins að nemendur séu alveg tilbúnir að skemmta sér edrú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×