Fleiri fréttir Tvö umferðaróhöpp á Suðurnesjum Tvö umferðaróhöpp urðu eftir hádegi í dag í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Á Sandgerðisvegi varð umferðarslys þar sem tveir bílar rákust saman. Ökumenn þeirra slösuðust lítils háttar en báðar bifreiðarnar eru ónýtar. Þá var bíl ekið út af Grindavíkurvegi en enginn slasaðist þar. 17.3.2007 19:18 Deilt um barnabætur við upphaf þingfundar Nýr þingfundur hófst á Alþingi nú um klukkan 18.20 þar sem ætlunin er að taka fjölmörg frumvörp til þriðju og síðustu umræðu og þingsályktunartillögur til seinni umræðu svo hægt verði að fresta þingfundum fram yfir kosningar. Hins vegar hófust miklar deilur undir liðnum störf þingsins vegna svars fjármálaráðherra við fyrirpspurn um þróun barnabóta á síðustu árum. 17.3.2007 19:06 Hnignandi tannheilsa barna afrakstur stefnu stjórnvalda Formaður Tannlæknafélags Íslands segir hnignandi tannheilsu íslenskra barna vera afrakstur stefnu stjórnvalda síðastliðin 10 ár. Miklu hærri fjárframlög þurfi vilji þjóðin halda góðri tannheilsu. 17.3.2007 19:03 Íslendingar héldu sínum hlut í fiskveiðum við Evrópusambandsaðild Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að þótt fullveldisáhrif yfir fiskimiðunum færðust yfir til Evrópusambandsins við aðild, myndu Íslendingar halda sínum hlut í fiskveiðum. 17.3.2007 18:59 Fyrningarfrestur afnuminn í alvarlegustu kynferðisbrotum gegn börnum Fyrningarfrestur verður afnuminn í alvarlegustu kynferðisafbrotum gagnvart börnum og refsingar þyngdar, samkvæmt breytingum sem Alþingi er að samþykkja á hegningarlögum þessa stundina. Þá verður svokallaður kynferðislegur lágmarksaldur hækkaður úr fjórtán árum upp í fimmtán. 17.3.2007 18:56 Olíusamráðsmálið hafði áhrif á væntanlega lagabreytingu Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að olíusamráðsmálið hafi haft áhrif á að samkeppnislögunum yrði breytt. Breytingar á lögunum verða að öllum líkindum samþykktar á Alþingi í kvöld. Í þeim er kveðið á um skýrari refsiábyrgð einstaklinga og fyrirtækja í samráðsmálum. 17.3.2007 18:55 Tvö snjóflóð falla á veginn milli Súðavíkur og Ísafjarðar Vegurinn milli Súðavíkur og Ísafjarðar í Skutulsfirði er lokaður vegna snjóflóðs sem féll laust eftir klukkan 18 Í kvöld. Snjóruðningstæki var komið á vettvang og hugðist ryðja veginn en þá féll annað flóð og lenti á tækinu en ökumann sakaði ekki. 17.3.2007 18:55 Störfum Alþingis á kjörtímabilinu að ljúka Störfum Alþingis á kjörtímabilinu lýkur í kvöld. Þingmenn eru þessa stundina að samþykkja tugi nýrra laga og þingsályktana. Fyrr í dag tókst samkomulag um lok þingstarfa en ríkisstjórnin neyddist til að falla frá nokkrum þýðingarmiklum málum á lokasprettinum. 17.3.2007 18:53 Lögreglan lýsir eftir vitnum í tengslum við nauðgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsir eftir vitnum að nauðgun sem átti sér stað á milli klukkan hálfeitt og eitt í nótt. Þá réðst karlmaður á unga konu inni á kvennasalerni í kjallara Radisson SAS hótelsins og nauðgaði henni. 17.3.2007 18:25 Þrettán þingmenn sitja sína síðustu þingfundi Þrettán þingmenn sitja væntanlega sína síðustu þingfundi í dag en ætlunin er að fresta þingfundum síðar í kvöld fram yfir kosningar þegar búið verður að samþykkja frumvarpa og þingsályktunartillagna. Þingmennirnir tíu eiga það sameiginlegt að hafa annaðhvort ekki sóst eftir sæti á þingi aftur eða ekki náð settum árangri í prófkjörum. 17.3.2007 18:10 Hlaut slæm útlimabrot en er ekki í lífshættu Unga konan sem slasaðist í árekstri fólksbíls og pallbíls á Þrengslavegi í hádeginu í dag hlaut slæm útlimabrot en er ekki í lífshættu. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Landspítalans hefur konan verið í aðgerð í dag og reiknað er með að hún verði á gjörgæsludeild í nótt. 17.3.2007 17:52 Mikill áhugi fyrir námskeiði um vatnsaflsvirkjanir Á þriðja tug erlendra nemenda mun dvelja hér á landi næstu vikuna í tengslum við námskeið um vatnsaflsvirkjanir. Námskeiðið er haldið á vegum samtakanna BEST sem eru evrópsk samtök háskólanema í tæknigreinum. 17.3.2007 16:54 Fyrningarfrestur afnuminn í grófustu brotum gegn börnum Fyrningarfrestur í alvarlegustu kynferðisbrotum gegn börnum verður afnuminn og brot byrja ekki að fyrnast fyrr en fólk nær 18 ára aldri í stað 14 samkvæmt nýjum breytingartillögum allsherjarnefndar Alþingis á ákvæðum í kynferðisbrotakafla hegningarlaganna. 17.3.2007 16:43 Samið um að þingi ljúki um kvöldmatarleytið Samkomulag hefur náðst um að ljúka þingi í dag um kvöldmatarleytið en þingfundur hefur staðið frá því klukkan hálftíu í morgun. 17.3.2007 15:56 Fjöldi umferðaróhappa í borginni í dag 21 umferðaróhapp hefur verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan sjö í morgun og til klukkan þrjú sem er óvenjumikið á þessum tíma að sögn lögreglu. Hún segir að óhöppin megi flest rekja til aðstæðna í borginni en hálka hefur verið víða og virðist það hafa komið ökumönnum í opna skjöldu. 17.3.2007 15:35 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða konu Kona slasaðist alvarlega í árekstri fólksbíls og pallbíls við gömlu gatnamót Suðurlandsvegar og Þrengslavegar í hádeginu í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þurfti að kalla til tækjabíl slökkviliðsins til að losa stúlkuna úr flakinu en hún var svo flutt á slysadeild Landspítalans með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 17.3.2007 14:13 Inflúensan fyrr á ferðinni í ár en í fyrra Inflúensan í ár virðist nú vera í rénun en hún var nokkuð fyrr á ferðinni í ár en í fyrra eftir því sem fram kemur í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins. Samkvæmt tölum sem komnar eru frá Læknavaktinni var hámark inflúensunnar í sjöttu viku ársins en í fyrra var hámarkið í elleftu viku. 17.3.2007 13:41 Umferðarslys í Þrengslunum Umferðarslys varð í Þrengslunum nú í hádeginu og eru slökkvilið og lögregla á vettvangi. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglu að ein stúlka væri föst í bifreið en með meðvitund og verið væri að bjarga henni úr bíl sínum 17.3.2007 13:09 Tjón ekki talið mikið í vatnselg við Hlemm Vatn flæddi inn í hús að Laugavegi 105 í morgun þar sem Möguleikhúsið og Náttúrufræðistofnun Íslands er til húsa. Vatnslögn í nágrenni við húsið sprakk og stíflaði öll niðuföll. Slökkvilið hefur verið að störfum í allan morgun við að dæla vatninu út. Tjónið er þó ekki talið mikið. 17.3.2007 13:02 Samþykkja að salta nokkur mikilvæg mál Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi hefur fallist á að salta nokkur mikilvæg þingmál í von um að sátt takist um að ljúka þingstörfum í dag. Meðal þeirra eru langtímaáætlun í samgöngumálum, frumvarp iðnaðarráðherra um nýtingu auðlinda og frumvarp um sameiningu RARIK og Orkubús Vestfjarða og Landsvirkjunar. Vinstri grænir neita þó að gangast undir sátt fyrr en vegalög hafa einnig verið slegin af. 17.3.2007 12:38 Byrjað verði á 2+1 vegum út frá borginni Umferðarráð fagnar fyrirætlunum samgönguyfirvalda um aðskilnað akstursstefna á fjölförnustu þjóðvegum í nágrenni Reykjavíkur og telur heppilegast að byrja á því að breikka vegina til Selfoss og Borgarness með 2+1 lausn en þannig að hægt verði að breikka í 2+2 síðar. 17.3.2007 11:50 Rætt við Garðar Thór í Daily Telegraph Fjallað er um tenórsöngvarann Garðar Thór Cortes og rætt við hann í breska blaðinu Daily Telegraph í dag. Þar segir að á næstunni, nánar tiltekið 26. mars, verði plata hans, Cortes, gefin út í Bretlandi eftir mikla sigurgöngu á Íslandi. 17.3.2007 11:28 Varað við hálku á Reykjanesbraut og Hellisheiði Vegagerðin varar við hálkublettum á Reykjanesbraut og hálku á Hellisheiði og í Þrengslum. Þá er snjóþekja víða á Suður- og Vesturlandi og sumstaðar éljagangur. 17.3.2007 11:15 Opið í Hlíðarfjalli og á Siglufirði í dag Opið er í Hlíðarfjalli til klukkan 17 og þar er færið harðpakkaður snjór, eins og staðarhaldari segir, en Telemarkmót fer fram í fjallinu um helgina. Þá er skíða- og snjóbrettafæri sagt gott. 17.3.2007 11:00 Enn fundað á alþingi Þingfundur stendur enn yfir á Alþingi og hefur Mörður Árnason verið í ræðustól undanfarin einn og hálfan klukkutíma. Nú standa yfir umræður vegna frumvarps um losun gróðurhúsalofttegunda. Enn er talsverður fjöldi frumvarpa eftir á dagskrá þingsins og búist er við því að þingfundur standi eitthvað fram yfir miðnætti. 16.3.2007 23:41 HR ræður tvo nýja deildarforseta Háskólinn í Reykjavík hefur ráðið tvo nýja deildarforseta til skólans, og munu þeir stýra annars vegar tölvunarfræðideild og hins vegar tækni- og verkfræðideild. Þeir eru dr. Ari Kristinn Jónsson, doktor frá Stanford og stjórnandi hjá bandarísku geimferðastofnuninni (NASA) og dr. Gunnar Guðni Tómasson, doktor frá MIT og aðstoðarframkvæmdastjóri VST. 16.3.2007 21:36 Bílvelta í Svínahrauni Bílvelta varð í Svínahrauni í kvöld í námunda við Litlu Kaffistofuna. Einn var fluttur á sjúkrahús en hann var ekki talinn alvarlega slasaður. Þá keyrði bíll útaf í námunda við Þorlákshöfn í kvöld en engin slys urðu á fólki. Þó þurfti að flytja bílinn á brott með kranabíl. 16.3.2007 21:34 Kenna stjórnarandstöðunni um Formenn stjórnarflokkanna kenna stjórnarandstöðunni um að draga þurfti auðlindafrumvarpið til baka. Forsætisráðherra segir einu sneypuförina vera för formanns Samfylkingarinnar. Stjórnarandstaðan brást ókvæða við ummælum formannananna. 16.3.2007 19:56 Byggðastofnun vantar fjármuni Byggðastofnun vantar meiri peninga til að geta sinnt hlutverki sínu, segir stjórnarformaður hennar. Opinber þjónusta vegur þungt þegar hagvöxtur landshluta er skoðaður. 16.3.2007 19:42 Siglingastofnun talar við skipstjórann á Kársnesi Nefnd á vegum Siglingastofnunar hitti í dag skipstjórann á Kársnesi sem fékk á sig brotsjó við Reykjanes í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að fimm gámar sópuðust fyrir borð. Nefndin metur meðal annars hvort færa eigi siglingaleiðina fyrir Reykjanes utar og fjær landi. 16.3.2007 19:37 Hæstiréttur staðfesti frávísun Hæstiréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykavíkur í máli olíuforstjóranna þriggja í dag. Saksóknari segir niðurstöðu dómsins vera áfellisdóm yfir samkeppnislögunum og að ekki verði endurákært í málinu. 16.3.2007 19:36 Allar tennur ónýtar í barni Ný rannsókn sýnir að tannheilsu barna hefur hrakað á síðustu tíu árum og eru tannskemmdir nú tvöfalt fleiri í íslenskum börnum en sænskum. Börn lágtekjufólks eru með tvöfalt fleiri skemmdir en börn hátekjufólks. Tannlæknir þurfti í morgun að byrja á að draga allar átján tennurnar úr tæplega sex ára gömlu barni. 16.3.2007 19:33 Óttast að olía bærist í vatnsból Óttast var að olía bærist í vatnsból Reykvíkinga þegar flutningabíll valt nærri vatnsbólum höfuðborgarinnar í dag. Um 400 lítrar af hrá- og smurolíu láku úr bílnum. 16.3.2007 19:11 Ísland næði pólitískri fótfestu á ný með Evrópusambandsaðild Aðild að Evrópusambandinu getur tryggt Íslandi á ný þá pólitísku fótfestu sem það hafði áður í NATO- og Norðurlandasamstarfi. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem telur að sérstakan rökstuðning þurfi fyrir því að stíga ekki skrefið að Evrópusambandsaðild til fulls. Hann segir fátt benda til þess að krónan geti verið undirstaða varanlegs stöðugleika. 16.3.2007 18:47 Vildi ekki gefa upp hver ónefndur maður væri Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, neitaði fyrir rétti í dag að gefa upp hver ónefndur maður væri sem minnst var á í tölvupósti sem hann sendi Jónínu Benediktsdóttur. Leiddar hafa verið að því líkur að þar hafi verið átt við Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra. Kjartan Gunnarsson mætti ekki eins og gert hafði verið ráð fyrir. 16.3.2007 18:41 Loðnukvótinn aukinn um 15 þúsund tonn Sjávarútvegsráðuneytið hefur í dag, að tillögu Hafrannsóknastofnunar, ákveðið að auka loðnukvótann á vetrarvertíðinni 2007 um 15 þúsund lestir eða í 385 þúsund lestir. Þessi viðbót er tilkomin vegna vestangöngu sem Hafrannsóknastofnunin mældi í byrjun þessa mánaðar og mun stofnunin á næstu dögum ljúka loðnurannsóknum á þessari vertíð. 16.3.2007 17:41 Nýtt skipurit RÚV afhjúpað Samkvæmt nýju skipuriti Ríkisútvarpsins sem birt var í dag verða stöður framkvæmdastjóra sjónvarps og útvarps lagðar niður um næstu mánaðarmót þegar skipuritið tekur gildi. Helst ber að nefna að staða forstöðumanns fréttasviðs, sem Bogi Ágústsson hefur gegnt hingað til, verður lögð niður. Óðinn Jónsson og Elín Hirst verða áfram yfir fréttum Útvarps og Sjónvarps. 16.3.2007 17:19 Heilbrigðisráðherra víkkar út áfallahjálp Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur falið Landlækni að tryggja að sú geðheilbrigðisþjónusta sem boðin hefur verið fyrrverandi vistmönnum Breiðavíkurheimilisins standi einnig til boða þeim sem dvalið hafa langdvölum á öðrum stofnunum sem reknar hafa verið af framlögum ríkis eða sveitarfélaga og sem þolað hafa ofbeldi af hálfu starfsmanna og/eða annarra vistmanna. Um einstaklingsbundna aðstoð er að ræða og ræðst umfang hennar af þörfum hvers og eins, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Óskað verður eftir samstarfi við samtökin Stígamót sem hafa mikla reynslu á þessu sviði og sérstaklega verður hugað að vanda heyrnarlausra. Geðsvið Landsspítala-háskólasjúkrahúss mun annast móttöku og meta þörf þeirra sem telja sig þurfa á þessari aðstoð að halda. 16.3.2007 17:08 tónlist.is sama og tonlist.is Neytendastofa hefur bannað Vagnsson MultiMedia að nota lénið tónlist.is. Fram til ársins 2004 var ekki unnt að skrá lén með séríslenskum stöfum. Eftir 1. janúar 2005 var öllum frjáls skráning slíkra léna. Haukur Vagnsson skráði þá lénið tónlist.is. Niðurstaða ákvörðunar Neytendastofu er að það sé í raun sama nafn og tonlist.is. 16.3.2007 16:33 Kjartan mætti ekki Kjartan Gunnarsson, sem var framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, mætti ekki til yfirheyrslu í Baugsmálinu í dag. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var spurður út í tölvupóst til Jóns Steinars Gunnlaugssonar þar hann talar um tryggð við ónefndan mann, sem getgátur hafa verið um að sé Davíð Oddsson. Styrmir vildi ekki gefa upp hvaða mann hann hefði verið að tala um. 16.3.2007 16:14 Innbrotsþjófar í Reykjavík Innbrotsþjófar voru handteknir af lögreglu í Reykjavík í gær. Verkfæri sem líklegt þykir að hafi verið stolið úr félagsheimili á höfuðborgarsvæðinu á sama sólarhring fundust á heimili þjófanna. Tölvubúnaði var einnig stolið í innbroti í kjallaraíbúð í austurborginni og nokkrir hlutir teknir út bifreið. Öll málin eru til rannsóknar hjá lögreglu. 16.3.2007 15:32 Fjórir teknir með fíkniefni Karlmaður um tvítugt var handtekinn síðdegis í gær í austurborginni með nokkurt magn af ætluðu maríjúana. Sami maður var handtekinn á miðvikudaginn á öðrum stað í borginni, einnig með fíkniefni. Tveir aðrir karlmenn voru færðir á lögreglustöð síðdegis í gær grunaðir um fíkniefnamisferli. Þá var karlmaður á fimmtusaldri handtekinn í miðborginni, en á honum fundust ætluð fíkniefni. 16.3.2007 15:26 Hæstiréttur refsar olíuforstjórum ekki fyrir samráðið Hæstiréttur hefur staðfest frávísun héraðsdóms í máli ákæruvaldsins gegn forstjórum stóru olíufélaganna, Kristni Björnssyni, Geir Magnússyni og Einari Bendiktssyni. Forstjórarnir voru ákærðir í 27 liðum fyrir samráð og markaðsskiptingu. Héraðsdómur vísaði málinu frá einkum vegna þess, að ekki væri unnt að refsa einstaklingum fyrir brot á samkeppnislögum. 16.3.2007 15:17 Kólastríð á Íslandi? Mikið markaðsstríð geysar nú á milli Pepsi og Coke eftir að Vífilfell gaf út nýja drykkinn sinn Coke Zero. Að sögn Hauks Sigurðssonar markaðsstjóra Vífilfell er mun meira kók-bragð af þessum nýja sykurlausa drykk en öðrum sykurlausum Coke drykkjum. En kannanir sýna að það bragð virðist höfða betur til stráka en stelpna. Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar segir að þessi herferð kom þeim ekki á óvart þar sem sambærilegar aðgerðir hafi verið gerðar í nágrannalöndum okkar. Annars segjast þeir fagna allri samkeppni í sykurlausa kóla markaðnum. 16.3.2007 15:00 Falsanir tölvupósta í brennidepli Matsmenn sem verjendur í Baugsmálinu fengu til að sýna fram á hversu auðvelt er að falsa tölvupósta, voru yfirheyrðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Snorri Agnarsson og Stefán Hrafnkelsson voru fengnir til að fara yfir póstana sem einhverjir fundust einungis í tölvu Jóns Geralds Sullenbergers. 16.3.2007 14:49 Sjá næstu 50 fréttir
Tvö umferðaróhöpp á Suðurnesjum Tvö umferðaróhöpp urðu eftir hádegi í dag í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Á Sandgerðisvegi varð umferðarslys þar sem tveir bílar rákust saman. Ökumenn þeirra slösuðust lítils háttar en báðar bifreiðarnar eru ónýtar. Þá var bíl ekið út af Grindavíkurvegi en enginn slasaðist þar. 17.3.2007 19:18
Deilt um barnabætur við upphaf þingfundar Nýr þingfundur hófst á Alþingi nú um klukkan 18.20 þar sem ætlunin er að taka fjölmörg frumvörp til þriðju og síðustu umræðu og þingsályktunartillögur til seinni umræðu svo hægt verði að fresta þingfundum fram yfir kosningar. Hins vegar hófust miklar deilur undir liðnum störf þingsins vegna svars fjármálaráðherra við fyrirpspurn um þróun barnabóta á síðustu árum. 17.3.2007 19:06
Hnignandi tannheilsa barna afrakstur stefnu stjórnvalda Formaður Tannlæknafélags Íslands segir hnignandi tannheilsu íslenskra barna vera afrakstur stefnu stjórnvalda síðastliðin 10 ár. Miklu hærri fjárframlög þurfi vilji þjóðin halda góðri tannheilsu. 17.3.2007 19:03
Íslendingar héldu sínum hlut í fiskveiðum við Evrópusambandsaðild Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að þótt fullveldisáhrif yfir fiskimiðunum færðust yfir til Evrópusambandsins við aðild, myndu Íslendingar halda sínum hlut í fiskveiðum. 17.3.2007 18:59
Fyrningarfrestur afnuminn í alvarlegustu kynferðisbrotum gegn börnum Fyrningarfrestur verður afnuminn í alvarlegustu kynferðisafbrotum gagnvart börnum og refsingar þyngdar, samkvæmt breytingum sem Alþingi er að samþykkja á hegningarlögum þessa stundina. Þá verður svokallaður kynferðislegur lágmarksaldur hækkaður úr fjórtán árum upp í fimmtán. 17.3.2007 18:56
Olíusamráðsmálið hafði áhrif á væntanlega lagabreytingu Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að olíusamráðsmálið hafi haft áhrif á að samkeppnislögunum yrði breytt. Breytingar á lögunum verða að öllum líkindum samþykktar á Alþingi í kvöld. Í þeim er kveðið á um skýrari refsiábyrgð einstaklinga og fyrirtækja í samráðsmálum. 17.3.2007 18:55
Tvö snjóflóð falla á veginn milli Súðavíkur og Ísafjarðar Vegurinn milli Súðavíkur og Ísafjarðar í Skutulsfirði er lokaður vegna snjóflóðs sem féll laust eftir klukkan 18 Í kvöld. Snjóruðningstæki var komið á vettvang og hugðist ryðja veginn en þá féll annað flóð og lenti á tækinu en ökumann sakaði ekki. 17.3.2007 18:55
Störfum Alþingis á kjörtímabilinu að ljúka Störfum Alþingis á kjörtímabilinu lýkur í kvöld. Þingmenn eru þessa stundina að samþykkja tugi nýrra laga og þingsályktana. Fyrr í dag tókst samkomulag um lok þingstarfa en ríkisstjórnin neyddist til að falla frá nokkrum þýðingarmiklum málum á lokasprettinum. 17.3.2007 18:53
Lögreglan lýsir eftir vitnum í tengslum við nauðgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsir eftir vitnum að nauðgun sem átti sér stað á milli klukkan hálfeitt og eitt í nótt. Þá réðst karlmaður á unga konu inni á kvennasalerni í kjallara Radisson SAS hótelsins og nauðgaði henni. 17.3.2007 18:25
Þrettán þingmenn sitja sína síðustu þingfundi Þrettán þingmenn sitja væntanlega sína síðustu þingfundi í dag en ætlunin er að fresta þingfundum síðar í kvöld fram yfir kosningar þegar búið verður að samþykkja frumvarpa og þingsályktunartillagna. Þingmennirnir tíu eiga það sameiginlegt að hafa annaðhvort ekki sóst eftir sæti á þingi aftur eða ekki náð settum árangri í prófkjörum. 17.3.2007 18:10
Hlaut slæm útlimabrot en er ekki í lífshættu Unga konan sem slasaðist í árekstri fólksbíls og pallbíls á Þrengslavegi í hádeginu í dag hlaut slæm útlimabrot en er ekki í lífshættu. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild Landspítalans hefur konan verið í aðgerð í dag og reiknað er með að hún verði á gjörgæsludeild í nótt. 17.3.2007 17:52
Mikill áhugi fyrir námskeiði um vatnsaflsvirkjanir Á þriðja tug erlendra nemenda mun dvelja hér á landi næstu vikuna í tengslum við námskeið um vatnsaflsvirkjanir. Námskeiðið er haldið á vegum samtakanna BEST sem eru evrópsk samtök háskólanema í tæknigreinum. 17.3.2007 16:54
Fyrningarfrestur afnuminn í grófustu brotum gegn börnum Fyrningarfrestur í alvarlegustu kynferðisbrotum gegn börnum verður afnuminn og brot byrja ekki að fyrnast fyrr en fólk nær 18 ára aldri í stað 14 samkvæmt nýjum breytingartillögum allsherjarnefndar Alþingis á ákvæðum í kynferðisbrotakafla hegningarlaganna. 17.3.2007 16:43
Samið um að þingi ljúki um kvöldmatarleytið Samkomulag hefur náðst um að ljúka þingi í dag um kvöldmatarleytið en þingfundur hefur staðið frá því klukkan hálftíu í morgun. 17.3.2007 15:56
Fjöldi umferðaróhappa í borginni í dag 21 umferðaróhapp hefur verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan sjö í morgun og til klukkan þrjú sem er óvenjumikið á þessum tíma að sögn lögreglu. Hún segir að óhöppin megi flest rekja til aðstæðna í borginni en hálka hefur verið víða og virðist það hafa komið ökumönnum í opna skjöldu. 17.3.2007 15:35
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða konu Kona slasaðist alvarlega í árekstri fólksbíls og pallbíls við gömlu gatnamót Suðurlandsvegar og Þrengslavegar í hádeginu í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þurfti að kalla til tækjabíl slökkviliðsins til að losa stúlkuna úr flakinu en hún var svo flutt á slysadeild Landspítalans með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 17.3.2007 14:13
Inflúensan fyrr á ferðinni í ár en í fyrra Inflúensan í ár virðist nú vera í rénun en hún var nokkuð fyrr á ferðinni í ár en í fyrra eftir því sem fram kemur í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins. Samkvæmt tölum sem komnar eru frá Læknavaktinni var hámark inflúensunnar í sjöttu viku ársins en í fyrra var hámarkið í elleftu viku. 17.3.2007 13:41
Umferðarslys í Þrengslunum Umferðarslys varð í Þrengslunum nú í hádeginu og eru slökkvilið og lögregla á vettvangi. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglu að ein stúlka væri föst í bifreið en með meðvitund og verið væri að bjarga henni úr bíl sínum 17.3.2007 13:09
Tjón ekki talið mikið í vatnselg við Hlemm Vatn flæddi inn í hús að Laugavegi 105 í morgun þar sem Möguleikhúsið og Náttúrufræðistofnun Íslands er til húsa. Vatnslögn í nágrenni við húsið sprakk og stíflaði öll niðuföll. Slökkvilið hefur verið að störfum í allan morgun við að dæla vatninu út. Tjónið er þó ekki talið mikið. 17.3.2007 13:02
Samþykkja að salta nokkur mikilvæg mál Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi hefur fallist á að salta nokkur mikilvæg þingmál í von um að sátt takist um að ljúka þingstörfum í dag. Meðal þeirra eru langtímaáætlun í samgöngumálum, frumvarp iðnaðarráðherra um nýtingu auðlinda og frumvarp um sameiningu RARIK og Orkubús Vestfjarða og Landsvirkjunar. Vinstri grænir neita þó að gangast undir sátt fyrr en vegalög hafa einnig verið slegin af. 17.3.2007 12:38
Byrjað verði á 2+1 vegum út frá borginni Umferðarráð fagnar fyrirætlunum samgönguyfirvalda um aðskilnað akstursstefna á fjölförnustu þjóðvegum í nágrenni Reykjavíkur og telur heppilegast að byrja á því að breikka vegina til Selfoss og Borgarness með 2+1 lausn en þannig að hægt verði að breikka í 2+2 síðar. 17.3.2007 11:50
Rætt við Garðar Thór í Daily Telegraph Fjallað er um tenórsöngvarann Garðar Thór Cortes og rætt við hann í breska blaðinu Daily Telegraph í dag. Þar segir að á næstunni, nánar tiltekið 26. mars, verði plata hans, Cortes, gefin út í Bretlandi eftir mikla sigurgöngu á Íslandi. 17.3.2007 11:28
Varað við hálku á Reykjanesbraut og Hellisheiði Vegagerðin varar við hálkublettum á Reykjanesbraut og hálku á Hellisheiði og í Þrengslum. Þá er snjóþekja víða á Suður- og Vesturlandi og sumstaðar éljagangur. 17.3.2007 11:15
Opið í Hlíðarfjalli og á Siglufirði í dag Opið er í Hlíðarfjalli til klukkan 17 og þar er færið harðpakkaður snjór, eins og staðarhaldari segir, en Telemarkmót fer fram í fjallinu um helgina. Þá er skíða- og snjóbrettafæri sagt gott. 17.3.2007 11:00
Enn fundað á alþingi Þingfundur stendur enn yfir á Alþingi og hefur Mörður Árnason verið í ræðustól undanfarin einn og hálfan klukkutíma. Nú standa yfir umræður vegna frumvarps um losun gróðurhúsalofttegunda. Enn er talsverður fjöldi frumvarpa eftir á dagskrá þingsins og búist er við því að þingfundur standi eitthvað fram yfir miðnætti. 16.3.2007 23:41
HR ræður tvo nýja deildarforseta Háskólinn í Reykjavík hefur ráðið tvo nýja deildarforseta til skólans, og munu þeir stýra annars vegar tölvunarfræðideild og hins vegar tækni- og verkfræðideild. Þeir eru dr. Ari Kristinn Jónsson, doktor frá Stanford og stjórnandi hjá bandarísku geimferðastofnuninni (NASA) og dr. Gunnar Guðni Tómasson, doktor frá MIT og aðstoðarframkvæmdastjóri VST. 16.3.2007 21:36
Bílvelta í Svínahrauni Bílvelta varð í Svínahrauni í kvöld í námunda við Litlu Kaffistofuna. Einn var fluttur á sjúkrahús en hann var ekki talinn alvarlega slasaður. Þá keyrði bíll útaf í námunda við Þorlákshöfn í kvöld en engin slys urðu á fólki. Þó þurfti að flytja bílinn á brott með kranabíl. 16.3.2007 21:34
Kenna stjórnarandstöðunni um Formenn stjórnarflokkanna kenna stjórnarandstöðunni um að draga þurfti auðlindafrumvarpið til baka. Forsætisráðherra segir einu sneypuförina vera för formanns Samfylkingarinnar. Stjórnarandstaðan brást ókvæða við ummælum formannananna. 16.3.2007 19:56
Byggðastofnun vantar fjármuni Byggðastofnun vantar meiri peninga til að geta sinnt hlutverki sínu, segir stjórnarformaður hennar. Opinber þjónusta vegur þungt þegar hagvöxtur landshluta er skoðaður. 16.3.2007 19:42
Siglingastofnun talar við skipstjórann á Kársnesi Nefnd á vegum Siglingastofnunar hitti í dag skipstjórann á Kársnesi sem fékk á sig brotsjó við Reykjanes í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að fimm gámar sópuðust fyrir borð. Nefndin metur meðal annars hvort færa eigi siglingaleiðina fyrir Reykjanes utar og fjær landi. 16.3.2007 19:37
Hæstiréttur staðfesti frávísun Hæstiréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykavíkur í máli olíuforstjóranna þriggja í dag. Saksóknari segir niðurstöðu dómsins vera áfellisdóm yfir samkeppnislögunum og að ekki verði endurákært í málinu. 16.3.2007 19:36
Allar tennur ónýtar í barni Ný rannsókn sýnir að tannheilsu barna hefur hrakað á síðustu tíu árum og eru tannskemmdir nú tvöfalt fleiri í íslenskum börnum en sænskum. Börn lágtekjufólks eru með tvöfalt fleiri skemmdir en börn hátekjufólks. Tannlæknir þurfti í morgun að byrja á að draga allar átján tennurnar úr tæplega sex ára gömlu barni. 16.3.2007 19:33
Óttast að olía bærist í vatnsból Óttast var að olía bærist í vatnsból Reykvíkinga þegar flutningabíll valt nærri vatnsbólum höfuðborgarinnar í dag. Um 400 lítrar af hrá- og smurolíu láku úr bílnum. 16.3.2007 19:11
Ísland næði pólitískri fótfestu á ný með Evrópusambandsaðild Aðild að Evrópusambandinu getur tryggt Íslandi á ný þá pólitísku fótfestu sem það hafði áður í NATO- og Norðurlandasamstarfi. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem telur að sérstakan rökstuðning þurfi fyrir því að stíga ekki skrefið að Evrópusambandsaðild til fulls. Hann segir fátt benda til þess að krónan geti verið undirstaða varanlegs stöðugleika. 16.3.2007 18:47
Vildi ekki gefa upp hver ónefndur maður væri Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, neitaði fyrir rétti í dag að gefa upp hver ónefndur maður væri sem minnst var á í tölvupósti sem hann sendi Jónínu Benediktsdóttur. Leiddar hafa verið að því líkur að þar hafi verið átt við Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra. Kjartan Gunnarsson mætti ekki eins og gert hafði verið ráð fyrir. 16.3.2007 18:41
Loðnukvótinn aukinn um 15 þúsund tonn Sjávarútvegsráðuneytið hefur í dag, að tillögu Hafrannsóknastofnunar, ákveðið að auka loðnukvótann á vetrarvertíðinni 2007 um 15 þúsund lestir eða í 385 þúsund lestir. Þessi viðbót er tilkomin vegna vestangöngu sem Hafrannsóknastofnunin mældi í byrjun þessa mánaðar og mun stofnunin á næstu dögum ljúka loðnurannsóknum á þessari vertíð. 16.3.2007 17:41
Nýtt skipurit RÚV afhjúpað Samkvæmt nýju skipuriti Ríkisútvarpsins sem birt var í dag verða stöður framkvæmdastjóra sjónvarps og útvarps lagðar niður um næstu mánaðarmót þegar skipuritið tekur gildi. Helst ber að nefna að staða forstöðumanns fréttasviðs, sem Bogi Ágústsson hefur gegnt hingað til, verður lögð niður. Óðinn Jónsson og Elín Hirst verða áfram yfir fréttum Útvarps og Sjónvarps. 16.3.2007 17:19
Heilbrigðisráðherra víkkar út áfallahjálp Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur falið Landlækni að tryggja að sú geðheilbrigðisþjónusta sem boðin hefur verið fyrrverandi vistmönnum Breiðavíkurheimilisins standi einnig til boða þeim sem dvalið hafa langdvölum á öðrum stofnunum sem reknar hafa verið af framlögum ríkis eða sveitarfélaga og sem þolað hafa ofbeldi af hálfu starfsmanna og/eða annarra vistmanna. Um einstaklingsbundna aðstoð er að ræða og ræðst umfang hennar af þörfum hvers og eins, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Óskað verður eftir samstarfi við samtökin Stígamót sem hafa mikla reynslu á þessu sviði og sérstaklega verður hugað að vanda heyrnarlausra. Geðsvið Landsspítala-háskólasjúkrahúss mun annast móttöku og meta þörf þeirra sem telja sig þurfa á þessari aðstoð að halda. 16.3.2007 17:08
tónlist.is sama og tonlist.is Neytendastofa hefur bannað Vagnsson MultiMedia að nota lénið tónlist.is. Fram til ársins 2004 var ekki unnt að skrá lén með séríslenskum stöfum. Eftir 1. janúar 2005 var öllum frjáls skráning slíkra léna. Haukur Vagnsson skráði þá lénið tónlist.is. Niðurstaða ákvörðunar Neytendastofu er að það sé í raun sama nafn og tonlist.is. 16.3.2007 16:33
Kjartan mætti ekki Kjartan Gunnarsson, sem var framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, mætti ekki til yfirheyrslu í Baugsmálinu í dag. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var spurður út í tölvupóst til Jóns Steinars Gunnlaugssonar þar hann talar um tryggð við ónefndan mann, sem getgátur hafa verið um að sé Davíð Oddsson. Styrmir vildi ekki gefa upp hvaða mann hann hefði verið að tala um. 16.3.2007 16:14
Innbrotsþjófar í Reykjavík Innbrotsþjófar voru handteknir af lögreglu í Reykjavík í gær. Verkfæri sem líklegt þykir að hafi verið stolið úr félagsheimili á höfuðborgarsvæðinu á sama sólarhring fundust á heimili þjófanna. Tölvubúnaði var einnig stolið í innbroti í kjallaraíbúð í austurborginni og nokkrir hlutir teknir út bifreið. Öll málin eru til rannsóknar hjá lögreglu. 16.3.2007 15:32
Fjórir teknir með fíkniefni Karlmaður um tvítugt var handtekinn síðdegis í gær í austurborginni með nokkurt magn af ætluðu maríjúana. Sami maður var handtekinn á miðvikudaginn á öðrum stað í borginni, einnig með fíkniefni. Tveir aðrir karlmenn voru færðir á lögreglustöð síðdegis í gær grunaðir um fíkniefnamisferli. Þá var karlmaður á fimmtusaldri handtekinn í miðborginni, en á honum fundust ætluð fíkniefni. 16.3.2007 15:26
Hæstiréttur refsar olíuforstjórum ekki fyrir samráðið Hæstiréttur hefur staðfest frávísun héraðsdóms í máli ákæruvaldsins gegn forstjórum stóru olíufélaganna, Kristni Björnssyni, Geir Magnússyni og Einari Bendiktssyni. Forstjórarnir voru ákærðir í 27 liðum fyrir samráð og markaðsskiptingu. Héraðsdómur vísaði málinu frá einkum vegna þess, að ekki væri unnt að refsa einstaklingum fyrir brot á samkeppnislögum. 16.3.2007 15:17
Kólastríð á Íslandi? Mikið markaðsstríð geysar nú á milli Pepsi og Coke eftir að Vífilfell gaf út nýja drykkinn sinn Coke Zero. Að sögn Hauks Sigurðssonar markaðsstjóra Vífilfell er mun meira kók-bragð af þessum nýja sykurlausa drykk en öðrum sykurlausum Coke drykkjum. En kannanir sýna að það bragð virðist höfða betur til stráka en stelpna. Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar segir að þessi herferð kom þeim ekki á óvart þar sem sambærilegar aðgerðir hafi verið gerðar í nágrannalöndum okkar. Annars segjast þeir fagna allri samkeppni í sykurlausa kóla markaðnum. 16.3.2007 15:00
Falsanir tölvupósta í brennidepli Matsmenn sem verjendur í Baugsmálinu fengu til að sýna fram á hversu auðvelt er að falsa tölvupósta, voru yfirheyrðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Snorri Agnarsson og Stefán Hrafnkelsson voru fengnir til að fara yfir póstana sem einhverjir fundust einungis í tölvu Jóns Geralds Sullenbergers. 16.3.2007 14:49