Innlent

Hellisheiði opnuð fyrir vel búna bíla

Frá Hellisheiðinni í morgun.
Frá Hellisheiðinni í morgun. MYND/Stöð 2

Hellisheiði var opnuð nú í kvöld fyrir fjórhjóladrifnum bílum en fyrr í dag þurfti að loka heiðinni vegna skafrennings og slæmrar færðar. Snjómokstursbílar eru enn á ferðinni og er reiknað með að heiðin verið orðin opin öllum bílum síðar í kvöld.

Holtavörðuheiðin verður hins vegar ekki rudd fyrr en á morgun og sömu sögu er að segja af Brötturbrekku en Vegagerðin hyggst halda Laxárdalsheiði og Heydal opnum til 22 í kvöld.

Víkurskarð er enn ófært og sömu sögu er að segja af Fjarðarheiði en veður er víða slæmt á Norður-, Norðaustur- og Austurlandi. Ekkert ferðaveður er í Mývatnssveit og heldur ekki á milli Djúpavogs og Hafnar í Hornafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×