Innlent

Búið að ná bílnum upp úr Tjörninni

Lögreglumenn og kafarar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins náðu bíl, sem lenti ofan í Tjörninni í Reykjavík um tíuleytið í morgun, upp úr fyrir hádegi. Ökumaður var einn í bílnum og komst hann af sjálfsdáðum út úr honum. Hann var nokkuð kaldur og var fluttur á slysadeild Landspítala -háskólasjúkrahúss en þar fengust þær upplýsingar að honum hefði ekki orðið meint af.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×