Innlent

Reiknað með 222 milljóna króna afgangi á Seltjarnarnesi

MYND/GVA

Reiknað er með að bæjarsjóður Seltjarnarness skili um 222 milljóna króna afgangi á árinu 2007. Fjárhagsáætlun bæjarins var samþykkt við seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í morgun.

Fram kemur í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ að engin ný lán verði tekin á árinu frekar en undanfarin ár og að langtímaskuldir verði áfram greiddar niður en miðað við veltufé frá rekstri og handbært fé geti Seltjarnarnesbær greitt upp allar sínar skuldir.

Þar segir enn fremur að útsvar á Seltjarnarnesi sé það lægsta á höfuðborgarsvæðinu eða 12,35 prósent en stefnt sé að því að lækka það enn frekar á yfirstandandi kjörtímabili. Hins vegar hafa gjaldskrár hækkað um sex prósent nú en samkvæmt tilkynningunni hafa þær ekki hækkað tvö síðastliðin ár og nær hækkunin því ekki hækkun verðlags á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×