Innlent

Rúður sprengdar með flugeldum

MYND/Pjetur

Rúður voru sprengdar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær með flugeldum og hlaust af því nokkurt tjón. Vill lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minna á að aðeins má nota flugelda frá 28. desember til 6. janúar.

Nokkrar kvartanir bárust lögreglu í gær vegna flugelda og enn fleiri vegna barna og unglinga sem voru að sprengja svokallaða kínverja. Eru foreldrar og forráðamenn hvattir til að brýna það fyrir börnum sínum að meðhöndlun þeirra getur verið stórhættuleg eins og dæmin sanna. Sama má segja um rörasprengjur en lögregla segir brögð að því að börn og unglingar búi til slíkar sprengjur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×