Innlent

Hagnaður Alcoa um 160 milljarðar á síðasta ári

Líkan af álveri Alcoa í Reyðarfirði.
Líkan af álveri Alcoa í Reyðarfirði.

Hagnaður Alcoa, eins stærsta álframleiðanda heims, nam um 160 milljörðum króna í fyrra eftir því sem segir í Vegvísi Landsbankans og er það methagnaður í 118 ára sögu fyrirtækisins. Framleiðsla Alcoa í fyrra var rúmlega 15 milljón tonn og jókst um rúm 3,6 prósent á milli ára.

Fram kemur enn fremur í Vegvísinum að framleiðslugeta álvers Alcoa sem er að rísa á Austurlandi verði 346 þúsund tonn og muni því að óbreyttu verða um 2,3 prósent af framleiðslu félagsins. Gott gengi félagsins skýrist að miklu leyti af hagstæðu álverði og mikilli eftirspurn eftir áli. Álverð náði hæstu hæðum fyrri hluta árs 2006 en síðan þá hefur það gefið töluvert eftir og lækkað. Jafnvel er búist við áframhaldandi lækkunum að því er fram kemur í Wall Street Journal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×