Innlent

Handtekinn grunaður um vegabréfafölsun

Maðurinn var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær.
Maðurinn var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær. MYND/Vísir

Erlendur karlmaður var í gær handtekinn á Flugstöð Leifs Eiríkssonar en hann er grunaður um vegabréfafölsun. Víkurfréttir greina frá þessu og jafnframt að málið sé nokkuð umfagnsmikið. Haft er eftir Jóhannesi Jensssyni, yfirmanni rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum, að maðurinn verði í haldi lögreglunnar meðan málið sé til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×