Innlent

Sunneva Sigurðardóttir Vestfirðingur ársins 2006

MYND/Bæjarins besta

Sunneva Sigurðardóttir er Vestfirðingur ársins 2006 samkvæmt vali lesenda fréttavefjarins Bæjarins besta. Fram kemur á á vefnum að Sunneva, sem er 25 ára Ísfirðingur, hafi opinberað fyrir alþjóð kynferðislega misnotkun sem hún varð fyrir í æsku. Í framhaldi af því hafi hún stofnað sjálfshjálparhóp í samstarfi við Stígamót fyrir þá sem lent hafa í svipuðum raunum.

Í öðru sæti varð Elvar Logi Hannesson, leikari og bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar 2005, í þriðja sæti varð Guðbjört Lóa Sæmundsdóttir, 19 ára stúlka frá Læk í Dýrafirði, sem staðið hefur sig eins og hetja þrátt fyrir alvarleg veikindi. Sunneva tók við viðurkenningu í tilefni útnefningarinnar um helgina sem og eignar- og farandgrip sem Ísfirðingurinn Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður smíðaði. 

Alls fengu 72 einstaklingar atkvæði í kosningunni en hátt á þriðja hundrað manns tók þátt í kjörinu. Þeir einstaklingar sem voru í fyrstu tíu sætunum fengu yfir 66 prósent greiddra atkvæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×