Innlent

Samningur um fjölbreytileg menningarleg tjáningarform verði staðfestur

MYND/GVA

Utanríkisráðherra kynnti í morgun a ríkisstjórnarfundi samning um að vernda og styðja við fjölbreytileg menningarleg tjáningarform sem samþykktur var á aðalráðstefnu Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir rúmu ári.

Leggur ráðherra til að Íslands staðfesti samninginn og að tillaga verði lögð fyrir forseta Íslands þar að lútandi. Samningurinn kallar ekki á lagabreytingar hér á landi en markmið hans er meðal annars að skapa skilyrði fyrir auknum samskiptum á milli ólíkra menningarheima.

Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að grundvallaratriði samningsins sé réttur hvers ríkis til að styðja og styrkja sína eigin menningu, jafnframt því sem virða beri menningarlegar afurðir annarra ríkja.

Með samningnum er sömuleiðis staðfestur réttur ríkja til að marka sér menningarstefnu sem þó samræmist þjóðarétti og mannréttindaákvæðum. Samningurinn tekur gildi 18. mars en nú þegar hafa 36 ríki fullgilt samninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×