Fjarlægjumst enn norrænt matarverð 9. janúar 2007 18:41 Matur á Íslandi er röskum 60 prósentum dýrari hér en að meðaltali innan Evrópu og hefur munurinn rokið upp á milli ára. Íslenskur almenningur greiðir gríðarlegan fórnarkostnað vegna krónunnar, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ísland er Evrópumeistari í háu verðlagi á mat og drykk en það staðfestist enn í nýjustu samantekt Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins. Tölurnar eru frá 2005. Það ár var matarverð sextíu og tveimur prósentum hærra hér á landi en að meðaltali í Evrópusambandinu. Næstur er Noregur, með 51% hærra verð, þá Sviss og Danmörk í fjórða sæti. Ef öll útgjöld eru tekin saman eru heimili hér að borga 46 prósent meira en að meðaltali í ESB. Munurinn á matarverði var 65% árið 2000 en hefur verið að sveiflast kringum 50 prósentin síðustu árin. Þegar umræðan um hátt matarverð á Íslandi stóð sem hæst var gjarnan vísað til þess að matur hér væri 48% dýrari en innan ESB, eins og hann var 2003 og 2004, umræða sem leiddi til þess að ríkisstjórnin ákvað að lækka matarverð um allt að 16% með ýmsum aðgerðum sem koma til framkvæmda núna í mars. Markmiðið: að matarverð hér verði sambærilegt við meðalverð á Norðurlöndunum. En ef við skoðum bara Norðurlöndin kemur í ljós að munurinn þar er svipaður á milli ára, nema í Noregi, - en hér rýkur hann upp í 62% og dregur þá enn í sundur með matarverði hér og á nágrannalöndunum. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hrökkva engan veginn til segir formaður Samfylkingarinnar. Bæði þurfi að lækka innflutningstolla og kasta krónunni, enda hafi sveiflur í genginu áhrif á vöruverð. Eina svarið sé að undirbúa upptöku evrunnar enda hafi íslenskur almenningur þurft að greiða gríðarlegan fórnarkostnað fyrir að halda í krónuna. "Mér finnst að þeir flokkar sem ekki vilja ræða þessi mál hljóti að þurfa að standa almenningi reikningsskil sinna gerða," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Fréttir Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Matur á Íslandi er röskum 60 prósentum dýrari hér en að meðaltali innan Evrópu og hefur munurinn rokið upp á milli ára. Íslenskur almenningur greiðir gríðarlegan fórnarkostnað vegna krónunnar, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ísland er Evrópumeistari í háu verðlagi á mat og drykk en það staðfestist enn í nýjustu samantekt Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins. Tölurnar eru frá 2005. Það ár var matarverð sextíu og tveimur prósentum hærra hér á landi en að meðaltali í Evrópusambandinu. Næstur er Noregur, með 51% hærra verð, þá Sviss og Danmörk í fjórða sæti. Ef öll útgjöld eru tekin saman eru heimili hér að borga 46 prósent meira en að meðaltali í ESB. Munurinn á matarverði var 65% árið 2000 en hefur verið að sveiflast kringum 50 prósentin síðustu árin. Þegar umræðan um hátt matarverð á Íslandi stóð sem hæst var gjarnan vísað til þess að matur hér væri 48% dýrari en innan ESB, eins og hann var 2003 og 2004, umræða sem leiddi til þess að ríkisstjórnin ákvað að lækka matarverð um allt að 16% með ýmsum aðgerðum sem koma til framkvæmda núna í mars. Markmiðið: að matarverð hér verði sambærilegt við meðalverð á Norðurlöndunum. En ef við skoðum bara Norðurlöndin kemur í ljós að munurinn þar er svipaður á milli ára, nema í Noregi, - en hér rýkur hann upp í 62% og dregur þá enn í sundur með matarverði hér og á nágrannalöndunum. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hrökkva engan veginn til segir formaður Samfylkingarinnar. Bæði þurfi að lækka innflutningstolla og kasta krónunni, enda hafi sveiflur í genginu áhrif á vöruverð. Eina svarið sé að undirbúa upptöku evrunnar enda hafi íslenskur almenningur þurft að greiða gríðarlegan fórnarkostnað fyrir að halda í krónuna. "Mér finnst að þeir flokkar sem ekki vilja ræða þessi mál hljóti að þurfa að standa almenningi reikningsskil sinna gerða," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Fréttir Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira