Fleiri fréttir

Icelandair tilnefnt til alþjóðlegra vefverðlauna

Icelandair hefur verið útnefnt til alþjóðlegu „Technology For Marketing“ verðlaunanna fyrir best hannaða vefsvæði ársins, eða „Best Website Design of the Year“ eins og það heitir á frummálinu. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í London þann 6. febrúar næstkomandi. Icelandair er eina íslenska fyrirtækið sem hlotið hefur útnefningu til verðlaunanna en keppt er í 12 flokkum. Icelandair keppir í sínum flokki við fyrirtækin Orange, Dabs, Odeon og Xchange Wales.

Bætur skertar eða felldar niður að óbreyttu

Lífeyrisbætur ríflega 2000 öryrkja eiga að falla niður eða lækka, að óbreyttu, um mánaðarmótin. Lífeyrissjóðir frestuðu þessum aðgerðum í október en sá frestur rennur út fyrsta febrúar. Í desember var því beint til fulltrúa fjórtán lífeyrissjóða, í stjórn Greiðslustofu lífeyrissjóðanna, að fresta skerðingum fram til sumarsins en niðurstaða liggur enn ekki fyrir. Öryrkjabandalagið telur hins vegar að félagsmenn þess þurfi ekkert að óttast.

Jólatrén hirt fram á föstudag

Hátt í áttatíu tonn af jólatrjám fara upp á pallbíla framkvæmdasviðs borgarinnar þessa vikuna. Starfsmenn borgarinnar verða að fram á föstudag við að fjarlægja jólatrén.

Áhætta í evrulaunum

Launþegar taka mikla áhættu með því að þiggja laun í evrum, segir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Hann telur hverfandi líkur á að evran laumi sér bakdyramegin inn í íslenskt efnahagslíf. Hún verði aldrei tekin upp nema um það ríki pólitísk sátt.

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á gangandi vegfaranda á mótum Laugavegar og Nóatúns um klukkan fimm í dag. Lögregla og sjúkralið eru enn á vettvangi og ekki fást upplýsingar um líðan vegfarandans að svo stöddu.

Spilakassana í Örfirisey

Spilakössum í borginni hefur fjölgað um meira en helming á tveimur árum. Borgarstjóri vill að fólk spyrji sig hvar eðlilegt sé að slík tæki séu staðsett og stingur sjálfur upp á því að þeim verði fundinn staður í Örfirisey.

Hjartavernd tekur í notkun nýjan hjartarita

Hjartavernd hefur tekið í notkun nýjan og fullkominn hjartarita sem keyptur var fyrir áheitafé sem safnaðist í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis í ágúst síðastliðnum.

Bilun í aðveitustreng olli rafmagnsleysi á Akranesi

Skömmu eftir hádegi í gær varð bilun í aðveitustreng að dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur við Smiðjuvelli á Akranesi. Við það sló út rafmagni á öllu Akranesi um skamma stund. Á meðan starfsmenn Orkuveitunnar unnu við að komast fyrir bilunina, eða í um eina klukkustund, var hins vegar rafmagnslaust á neðri hluta Skagans. Skessuhorn skýrði frá þessu í dag.

Nær 80 tonn af jólatrjám falla til í ár

Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar áætlar að um 80 tonn af jólatrjám falli til á þessu ári en starfsmenn sviðsins hófu yfirreið sína yfir Reykjavík í dag.

Skrifað undir samkomulag vegna fatlaðra og geðfatlaðra

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu í dag þriggja ára samning um málefni fatlaðra á Eyjafjarðarsvæðinu. Samningsfjárhæð er rúmir 2,2 milljarðar króna. Ennfremur var skrifað undir samkomulag til eflingar búsetu, dagþjónustu og dagvist geðfatlaðra á Akureyri.

Hagar mega ekki heita Hagar

Neytendastofa hefur bannað Högum hf., sem reka bæði Bónus, Hagkaup og 10-11 ásamt fjölda fataverslana, að nota nafnið Hagar. Það var heildsalan Hagi ehf. sem kvartaði til stofnunarinnar og vísaði meðal annars til þess að Hagi hefði verið stofnað og skráð hjá fyrirtækjaskrá 1993 en Baugur Ísland hf. hefði breytt nafni sínu í Hagar hf. árið 2003

Rafmagn aftur komið á í Sala- og Kórahverfi

Rafmagn er aftur komið á í Sala- og Kórahverfi í Kópavogi en þar varð háspennubilun laust fyrir klukkan tvö með þeim afleiðingum að rafmagn fór af hluta hverfsins. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitur Reykjavíkur var háspennustrengur grafinn í sundur fyrir slysni.

Rafmagnslaust í hluta af Sala- og Kórahverfi

Rafmagnslaust er nú í hluta af Sala- og Kórahverfi í Kópavogi eftir háspennubilun sem varð laust fyrir klukkan tvö. Þær upplýsingar fengust hjá Orkuveitur Reykjavíkur að verið væri að leita að biluninni.

Sakfelldur fyrir ölvunarakstur á bílaplani

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur til greiðslu 135 þúsund króna í sekt og var sviptur ökuskírteini í eitt ár fyrir að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis fyrir utan skemmtistað á Selfossi.

Nýr vegur milli Hafna og Sandgerðis

Nýr vegur á milli Hafna og Sandgerðis, svokallaður Ósabotnavegur, verður senn opnaður fyrir umferð, að því er fram kemur í Víkufréttum í dag. Framkvæmdum er að ljúka við þann áfanga sem Vegagerðin bauð út í sumar. Fyrst um sinn verður eingöngu um malarveg að ræða en óvíst er hvort eða hvenær slitlag verður lagt á veginn.

Brenndist á andliti að kvöldi þrettándans

Drengur á sjöunda ári brenndist í andliti að kvöldi þrettánda á Selfossi eftir að eldur kom í flíspeysu sem hann var í. Fram kemur í frétt lögureglunnar á Selfossi að faðir drengsins hafi útbúið lítinn bálköst sem hann hellti bensíni á úr brúsa.

200 milljónir fyrir dvergkafbát

Íslenska hátæknifyrirtækið Hafmynd hefur samið við tvo kaupendur um sölu á dvergkafbát sem fyrirtækið hefur framleitt. Samanlagt kaupverð er tæpar hundrað milljónir. Annar báturinn fer til Ástralíu en ekki fæst gefið upp að sinni hvert hinn fer.

Styrkir veittir til atvinnuleikhúsa fyrir árið 2007

Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör hlaut hæstan verkefnastyrk atvinnuleikhópa fyrir árið 2007 samkvæmt ákvörðun menntamálaráðherra að fenginni umsögn leiklistarráðs. Hafnarfjarðarleikhúsið fær 20 milljónir samkvæmt samstarfssamningi en þar á eftir koma Artbox, Evrópa kvikmyndir, Rakel Garðarsdóttir og fleiri sem fengu sjö milljónir til uppsetningar á leikritinu Faust.

Safnað fyrir fjölskyldu Nóna Sæs

Nóni Sær Ásgeirsson er átta ára drengur sem lamaðist fyrir neðan mitti í alvarlegu bílsslysi þar sem fimm ára systir hans, Svandís Þula, lét lífið. Nóni Sær hefur átt erfitt eftir slysið, meðal annars hefur hann hafnað næringu. Bergvin Oddsson, blindur maður úr Vestmanneyjum, hefur nú hafið söfnun fyrir fjölskyldu Nóna, til að létta af þeim fjárhagsáhyggjum í þeim hörmungum sem þau hafa orðið að þola.

Enn óvíst með rekstur þrotabús Ágústs og Flosa

Ekkert liggur enn fyrir um framtíð framkvæmda og starfsmanna byggingarfyrirtækisins Ágústs og Flosa á Ísafirði sem úrskurðað var gjaldþrota í Héraðsdómi Vestfjarða á föstudaginn var.

Brutust inn í Verkmenntaskólann á Akureyri

Lögreglan á Akureyri hafði morgun afskipti af pilti og stúlku sem brotist höfðu inn í Verkmenntaskólann í bænum. Lögregla fékk tilkynningu snemma í morgun um að þjófavarnarkerfi hefði farið í gang í Verkmenntaskólanum og þegar hún kom á vettvang kom í ljós að þar hafði verið brotist inn með þvi að brjóta rúðu en þjófarnir haft sig á brott þegar þjófavarnarkerfið fór í gang.

Halastjarna sést frá Íslandi

Ný halastjarna birtist óvænt á himni nú eftir áramótin og sést vel með berum augum frá Íslandi kvölds og morgna í dag og næstu daga. Halastjarnan, sem heitir McNaught (eða C/2006 P1), er á leið gegnum innri hluta sólkerfisins í fyrsta skipti. Búist er við því að hún verði álíka björt á himni og Venus. Ef himinn er heiðskír á hún að sjást fram til 14 janúar í rétt fyrir sólarupprás og rétt eftir sólsetur. Á morgnana sæist hún rétt suður af há-austri rétt yfir sjóndeildarhring. Á kvöldin er hún hins vegar rétt yfir sjóndeildarhreingnum í vesturátt.

Baugsmálið stærsta fjölmiðlamál ársins 2006

Baugsmálið var stærsta fjölmiðlamál síðasta árs samkvæmt könnun sem Gallup Capacent gerði fyrir Fjölmiðlavaktina. Tæplega 43 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni sögðu Baugsmálið það stærsta en þar á eftir koma Kárahnjúkar sem 15 prósent landsmanna telja stærsta stærsta fréttamál síðasta árs.

Sómalir segjast hafa sigrað islamista

Foringi í her Sómalíu segir að þeir séu búnir að brjóta islamska uppreisnarmenn á bak aftur, með aðstoð frá eþíópiska hernum. Islamistarnir höfðu verið hraktir frá flestum héruðum landsins í en áttu enn nokkur vígi í suðurhlutanum, rétt við landamærin að Kenya.

Krónan leiðir til verri lífskjara á Íslandi

Forstjóri Marels segir að lífskjör muni versna hérlendis, haldi Íslendingar krónunni. Hann undrast hvernig rætt er um Evrópusambandið hér á landi og telur umræðuna ekki samrýmast veruleikanum. Hann spáir því að krónan muni verðleggjast út af markaðnum.

Jólatrén sótt heim

Nú þegar jólin hafa runnið sitt skeið er víst að margir taka niður jólaskrautið í lok helgarinnar, þar á meðal blessuð jólatrén. Jólatré seldust upp fyrir jólin á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum og því má búast við gríðarlegu magni trjáa á ruslahaugana.

Íslenskur dvergkafbátur seldur til tveggja erlendra sjóherja

Tveir erlendir sjóherir, til viðbótar við Bandaríkjaher og kanadíska ríkið, hafa ákveðið að kaupa íslenskan dvergkafbát. Kafbáturinn hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem tæki sem gagnast til varna gegn hryðjuverkum á hafnarsvæðum.

Stækka þarf Hvalfjarðargöngin fyrir árið 2012

Umferð um Hvalfjarðargöngin jókst um tæplega tíu prósent á síðasta ári. Talið er að umferð um göngin verði orðin meiri en þau þola árið 2012. Farið er að huga að stækkun ganganna og ættu tillögur að liggja fyrir innan skamms.

Forynjur á álfabrennu

Fjölmenni og forynjur skemmtu sér við álfabrennu Bolvíkinga í gærkvöldi.

Ráðherra opin fyrir aukinni veiðiskyldu

Sjávarútvegsráðherra vill skoða hvort tilefni sé til að auka veiðiskyldu þeirra sem ráða yfir aflaheimildunum í framhaldi af sviptingum í sjávarútvegi að undanförnu. Formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins segir veiðiframsalið undirrót vandans í greininni.

Fokker með bilaðar bremsur

Fokker flugvél Flugfélags Íslands, sem var að koma frá Akureyri, síðdegis, lenti á Keflavíkurflugvelli í stað Reykjavíkurflugvelli, vegna gruns um að einhver bilun væri í bremsum vélarinnar.

Tvær stúlkur börðu með hafnaboltakylfu

Tvær unglingsstúlkur, á 15. og 14. aldursári játuðu í gærkvöldi að hafa slegið stúlku á 16. ári í höfuðið með hafnaboltakylfu. Atburðurinn átti sér stað á leikvelli við Ásabraut í Keflavík á tíunda tímanum og hlaut stúlkan skurð á hnakkann.

Opinberir aðilar búnir að kasta krónunni

Opinberir aðilar, bæði ríkisstofnanir og sveitarfélög, hafa kastað krónunni með því að fjármagna verkefni sín í erlendri mynt. Þetta sagði forstjóri Marels, Hörður Arnarson, í hádegisviðtalinu á Stöð tvö í gær. Hann segir þetta mikið meiri aðför að krónunni heldur en ákvarðanir banka að gera upp í evrum.

Náttúruperlur spillast vegna nýs Vestfjarðavegar

Mikil náttúruverðmæti fara til spillis með nýju vegarstæði Vestfjarðavegar, að mati eins helsta talsmanns landeigenda við Þorskafjörð, Gunnlaugs Péturssonar verkfræðings Hann telur jarðgöng undir Hjallaháls mun betri lausn. Þau yrðu bæði ódýrari og öruggari.

Árlegi fuglatalningadagurinn í dag

Hinn árlegi vetrarfuglatalningadagur er í dag. Náttúrufræðistofnun Íslands stendur fyrir fuglatalningunni sem hefur farið fram reglulega í fimmtíu og fimm ár eða frá árinu 1952.

Hefur áhyggjur af þróun sjávarútvegsins

Kristján Möller alþingismaður lýsir yfir áhyggjum af þróun sjávarútvegs hér á landi þar sem Engey, stærsta skip flotans, er á förum og nýlega var öllum skipverjum Brettings NS sagt upp störfum.

Með kannabis og piparsprey í bílnum

Lögreglan á Blönduósi hafði í dag afskipti af ungum manni sem var á norðurleið um umdæmið. Hann var stöðvaður við almennt eftirlit en við leit í bílnum kom í ljós u.þ.b. 2-4 grömm af kannabísefni. Jafnframt fannst í farangri hans piparsprey sem einnig var gert upptækt. Maðurinn viðurkenndi brot sín og fékk í framhaldi af því að fara frjáls ferða sinna.

Jólin kvödd víða um land

Í kvöld flytjast álfar búferlum og kýr tala mannamál. Þessi þrettándi dagur jóla markar lok þeirra og er honum víða fagnað með brennum og flugeldasýningum.

Umferðaröryggi og samfélagssjónarmið réðu ákvörðun um Vestfjarðaveg

Flaggað var á Vestfjörðum í dag eftir að umhverfisráðherra samþykkti nýtt stæði Vestfjarðavegar um Þorskafjörð, Djúpafjörð og Gufufjörð. Jónína Bjartmarz segir að sjónarmið umferðaröryggis og samfélags hafi valdið því að hún ákvað að ganga gegn vilja landeigenda og náttúruverndarsamtaka og leyfa vegagerðina umdeildu.

Um eitthundrað manns á útifundi um Urriðafoss

Útifundur var haldinn við Urriðafoss í Þjórsá í dag. Þar mættu Sunnlendingar til að ræða um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir við fossinn, sem er sá vatnsmesti á landinu. Upphafsmaður fundarins vill að menn staldri við.

Sjá næstu 50 fréttir