Innlent

Íbúðalánasjóður lánaði nærri 50 milljarða í fyrra

MYND/Egill

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í fyrra námu alls 49,5 milljörðum króna sem samkvæmt mánaðarskýrslu sjóðsins fyrir desember var rétt yfir efri mörkum útlánaáætlunar fyrir 2006. Þá nam útgáfa íbúðabréfa 39 milljörðum króna að nafnverði sem er nálægt efri mörkum útgáfuáætlunar ársins 2006.

Heildarútlán í desember námu tæpum fimm milljörðum og lánaði sjóðurinn því samtals um 15,8 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi. Fram kemur í mánaðarskýrslunni að áætluð útlán sjóðsins á þessu ári verði á bilinu 52-57 milljarðar króna og áætluð útgáfa íbúðabréfa á bilinu 47-55 milljarðar króna. Gert sé ráð fyrir að útlán og fjármögnun Íbúðalánasjóðs nái auknu jafnvægi á árinu eftir ójafnvægi undanfarinnna tveggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×