Fleiri fréttir Ögmundur efstur í Suðvesturkjördæmi Kjörstjórn VG á höfuðborgarsvæðinu hefur nú gengið frá tillögu sinni til félagsfunda um uppröðun í fimm efstu sæti lista til alþingiskosninga í Reykjavík norður, Reykjavík suður og Suðvesturkjördæmum. Mesta athygli vekur að Ögmundur Jónasson hefur verið færður úr Reykjavík norður og í Suðvesturkjördæmi en þar hafa Vinstri grænir engan þingmann. 29.12.2006 16:06 Sameining lífeyrissjóða skilar félögum auknum réttindum Nýjar samþykktir voru staðfestar af fjármálaráðuneytinu í dag fyrir lífyrissjóðinn Stafi, sem varð til nýlega við sameiningu Lífiðnar og Samvinnulífeyrissjóðsins. Aldurstengd lífeyrisréttindi sjóðfélaga í Lífiðn og Samvinnulífeyrissjóðnum aukast um 16-20% við sameininguna núna um áramótin og til verður einn af stærstu lífeyrissjóðum landsins með yfir 50.000 sjóðfélaga. 29.12.2006 15:45 21 kertabruni það sem af er desember Fyrstu 28 daga í desember hefur aðeins verið tilkynnt um 21 kertabruna til tryggingafélaga en sambærileg tala yfir sama tímabil í fyrra var mikið hærri, eða 131 tilvik. 29.12.2006 15:42 Pálmi Guðmundsson verður sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 Pálmi Guðmundsson verður sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 frá og með áramótum. Hann ber þá ábyrgð á markaðsmálum stöðvarinnar auk þeirra verkefna sem áður heyrðu undir forstöðumann Stöðvar 2, Heimi Jónasson, en hann mun verða í ráðgjafarhlutverki fyrir stöðina á næstu vikum. 29.12.2006 15:22 Settu ránið í 11-11 á svið Rán sem framið var í 11-11 í Garðabæ í fyrrakvöld var sviðsett af starfsmanni búðarinnar og ræningjanum, að sögn lögreglu. Lögregla hefur fundið hluta þýfisins og járnstöngina sem ræninginn svokallaði ógnaði félaga sínum með. Báðir hafa játað brot sitt, sem og tveir til viðbótar sem aðstoðuðu við glæpinn. 29.12.2006 14:39 Stefnir í óefni Breska flugfélaginu British Airways hefur ekki verið tilkynnt um hugsanleg vandræði í flugstjórn á íslenska flugstjórnarsvæðinu eftir áramótin. Talsmaður flugfélagsins segir að röskun á áætlunum félagsins yrðu bagalegar fyrir félagið. Flugmálayfirvöld í Bretlandi segja að flugumferð verði beint suður fyrir flugstjórnarsvæði Íslands ef á þarf að halda. 29.12.2006 12:58 Búrhvalurinn tapaði baráttunni um kýrnar Stóran búrhval hefur rekið á land í Þykkvabæjarfjöru, skammt þar frá sem flutningaskipið Vikartindur strandaði fyrir tæpum tíu árum. Búrhvali rekur hér af og til á land og eru það alltaf tarfar sem hafa orðið undir í harðri lífsbaráttu um yfirráð yfir kúahjörðum. 29.12.2006 12:41 KB banki verður Kaupþing Um áramótin breytist heiti KB banka á Íslandi í Kaupþing, en lögformlegt heiti bankans er Kaupþing banki hf. Breytingin er liður í langtímaáætlun stjórnar bankans um að hann starfi undir sama nafni hvar í heimi sem er. Nú er unnið að því að skipta um merkingar á útibúum og verður því verki væntanlega lokið í fyrstu viku janúar. 29.12.2006 12:30 Fyrrverandi landlæknir, forstöðumaðurinn og geðlæknir bera faglega ábyrgð á Byrginu Guðmundur Jónsson forstöðumaður í Byrginu, Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir og Magnús Skúlason læknir bera faglega ábyrgð á starfsemi Byrgisins. 29.12.2006 12:11 Vaxandi fylgi við Íbúðalánasjóð Vaxandi fylgi er við það meðal almennings, að Íbúðalánasjóður starfi áfram í óbreyttri mynd og færri en áður vilja að bankarnir taki við starfsemi sjóðsins. Um það bil 83% landsmanna vilja að sjóðurinn starfi áfram í óbreyttri mynd, samkvæmt nýrri skoðanakönnnun Capacent, og hefur stuðningur almennings við sjóðinn aukist frá því í ársbyrjun. 29.12.2006 12:00 Iðnskólarnir eignast kortaútgáfu Landmælinga Iðnskólar landsins eignast landakortaútgáfu Landmælinga Íslands þegar ný lög um Landmælingar Íslands taka gildi um áramótin og stofnunin hættir útgáfu og sölu landakorta. Iðnmennt ses. átti hæsta tilboðið, tæpar 30 millljónir króna, í landakortaútgáfuna, sem Ríkiskaup auglýsti til sölu fyrir skömmu. 29.12.2006 11:56 365 miðlar selja DV, Hér og Nú og Veggfóður 365 miðlar hafa selt útgáfuréttinn á DV til útgáfufélagsins Dagblaðsins Vísis ehf, sem er að 40 prósentum í eigu 365 miðla, en aðaleigandi er Hjálmur ehf. með 49% og Sigurjón Egilsson fyrrverandi ritstjóri Blaðsins, sem verður ritstjóri DV, og sonur hans eru meðal annarra eigenda. 28.12.2006 21:30 Guðjón Valur íþróttamaður ársins Handknattleiksmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson var nú rétt í þessu valinn íþróttamaður ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðjón Valur verður þessa heiðurs aðnjótandi. Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen, sigurvegari síðustu tveggja ára, varð í öðru sæti og handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson þriðji. 28.12.2006 20:29 Afsláttarkort send heim frá áramótum Tryggingastofnun stefnir að því að verða notendavænni og nær nútímanum, og spara þannig sjúklingum sporin, segir forstjóri Tryggingastofnunar. Um áramót mun stofnunin byrja að senda sjúklingum afsláttarkort sjálfkrafa. Um er að ræða gríðarlega mikilvægt réttindamál, segir formaður öryrkjabandalagsins. Hingað til hefur fólk þurft að safna kvittunum og senda Tryggingastofnun til að fá afsláttarkort sem færir því afslátt af lyfjum og þjónustu. 28.12.2006 18:53 Þúsund tonn og hörkusamkeppni Í morgun hófst flugeldasala fyrir áramótin þegar sölustaðir opnuðu víða um land. Tæp þúsund tonn af flugeldum voru flutt til landsins fyrir þessi áramót og má gera ráð fyrir að rúmlega fimm hundruð þúsund flugeldum verði skotið á loft um áramótin. Á fimmta tug smásölustaða eru í Reykjavík fyrir þessi áramót þar af eru einkaaðilar með um tuttugu staði, og samkeppnin er hörð. 28.12.2006 18:43 Kveikt var í skammt frá olíubirgðastöð Eyja Ellefu íkveikjur hafa verið á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum síðustu sex ár. Í gærmorgun var kveikt í geymslugámi sem er skammt frá olíubirgðageymslum Eyjanna. 28.12.2006 18:30 Leikskólagjöld lækkuðu í haust en hækka um áramót Leikskólagjöld í Reykjavík, sem lækkuðu um tuttugu og fimm prósent í haust, hækka um tæp níu prósent um áramótin. Stefnan er tekin frá fjölskylduvænni borg, segir oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ótrúlegur útúrsnúningur, segir oddviti Framsóknarflokksins. 28.12.2006 18:30 Íslendingar með heimsmet í viðskiptahalla Viðskiptajöfnuður Íslendinga við útlönd hefur aldrei verið óhagstæðari en nú. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir slíkan viðskiptahalla ekki geta staðist til lengdar en telur að horfur séu betri á næsta ári. Sérfræðingur í fjármálum telur hins vegar vissa hættu á að efnahagslífið nái ekki lendingu vegna fyrirhugaðra stórframkvæmda á næstu árum, meðal annars með stækkun álversins í Straumsvík. 28.12.2006 18:30 Engin lög um skilarétt Nokkur fjöldi jólagjafa er á leið aftur í verslanir nú á milli jóla og nýárs. Skilaréttur neytenda er þó eingöngu upp á vilja verslunareigenda kominn þar sem engin lög eru til um slíkt. 28.12.2006 18:30 Stórfundur um Byrgið í félagsmálaráðuneytinu Fulltrúar frá Félagsmálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg, Lögreglustjóranum í Reykjavík, Landlækni og Fasteignum ríkissjóðs funduðu í dag um málefni meðferðarheimilisins Byrgisins að Efri-Brú í Grímsnesi. Það var Félagsmálaráðuneytið sem kallaði til fundarins sem lið í upplýsingaöflun sinni um starfsemi Byrgisins og aðstæður skjólstæðinga þess. Í tilkynningu frá ráðuneytinu nú rétt fyrir fréttir kemur fram að Ríkisendurskoðandi skili niðurstöðum um skoðun sína á opinberu fé í rekstri Byrgisins í annarri viku janúar á nýju ári. 28.12.2006 18:00 Pólskur maður úrskurðaður í farbann Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag farbann yfir pólskum manni sem nýlega var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku. 28.12.2006 17:03 Tvær milljónir farþega um Leifstöð Tvær milljónir farþega hafa farið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á árinu 2006 en aldrei hafa jafn margir farþegar farið um flugstöðina á einu ári. 28.12.2006 16:41 Fjórir handteknir vegna ráns í verslun 11-11 Fjórir karlmenn á tvítugsaldri hafa verið handteknir vegna ráns sem framið var í verslun 11-11 í Gilsbúð í Garðabæ í gærkvöldi. Þeir bíða nú yfirheyrslu hjá lögreglunni. 28.12.2006 16:25 Ný stjórn Landsvirkjunar Í morgun var skipuð ný stjórn Landsvirkjunar sem tekur við frá og með næstu áramótum. Fækkað var í stjórninni úr sjö í fimm. Jóhannes Geir verður áfram stjórnarformaður Landsvirkjunar og Ágúst Einarsson situr einnig áfram í stjórninni en þrír stjórnarmannanna eru nýir. 28.12.2006 15:38 Flugeldasýningum frestað á Suðurnesjum Flugeldasýningu björgunarsveitanna sem vera átti í Reykjanesbæ í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs, að sögn Víkurfrétta. Sömuleiðis hefur flugeldasýningunni í Grindavík verið frestað af sömu sökum. Ráðgert er að þær fari fram á sama tíma annað kvöld. 28.12.2006 15:35 Rafræn skýrsluskil hjá Fjármálaeftirlitinu Frá og með ársbyrjun 2007 fer Fjármálaeftirlitið fram á að reglubundum skýrslum verði skilað á rafrænu formi inn á sérstakan vef eftirlitsins. Greint er frá þessu á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. 28.12.2006 15:32 Fjöldi innbrota í Reykjavík síðastliðinn sólarhring Allmörg innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík síðasta sólarhringinn. Tölvubúnaði var stolið úr tveimur heimahúsum og fyrirtæki. 28.12.2006 15:02 Seinni ferð Herjólfs í dag felld niður Seinni ferð Herjólfs í dag hefur verið felld niður vegna veðurs. Herjólfur átti að fara klukkan fjögur frá Vestmannaeyjum og hálf átta í kvöld frá Þorlákshöfn. 28.12.2006 14:53 Nýr aðstoðaryfirlögregluþjónn á Ísafirði Jón Svanberg Hjartarson hefur verið settur aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum frá og með 1. janúar 2007. Jón er varðstjóri lögreglunnar á Ísafirði en hann mun sinna starfinu á Patreksfirði og gegna því í eitt ár. 28.12.2006 14:22 Skautasvellið á Ingólfstorgi lokar á morgun Skautasvellinu á Ingólfstorgi verður lokað á morgun en Tryggingamiðstöðin setti svellið upp í byrjun desember í tilefni af fimmtíu ára afmæli fyrirtækisins. 28.12.2006 14:12 550 þúsund flugeldum skotið upp Gert er ráð fyrir að 550 þúsundum flugeldum verði skotið á loft upp um áramótin. Flutt hafa verið inn 991 tonn af flugeldum. Ellefu brennur verða um áramótin og sex flugeldasýningar fyrir áramótin. 28.12.2006 13:38 Flugfélagið Ernir fær nýja flugvél Flugfélagið Ernir fær nýja flugvél af gerðinni Jetstream 32 til landsins síðdegis. Hún lendir í Reykjavík um kl. 18:00. Nýja vélin verður notuð í áætlunarflug á Höfn í Hornafirði og Sauðárkrók ásamt því að fljúga leiguflug. Hún er búin jafnþrýstibúnaði með auknum þægindum fyrir farþega og tekur 19 manns í sæti, segir í frétt frá félaginu. 28.12.2006 13:33 Kalla þurfti til lögreglu vegna slagsmála systkina Kalla þurfti til lögregluna vegna slagsmála systkina í gær en flytja þurfti stúlkuna undir læknishendur þar sem hún meiddist á baki. Bróður hennar varð hins vegar ekki meint af. Á vef lögreglunnar er einnig sagt frá því að veggjakrotarar hafi verið á ferðinni í Reykjavík í gær en ummerki eftir þá sáust bæði á húsum og bílum. 28.12.2006 13:28 Póstkössum læst yfir áramótin Íslandspóstur ætlar í ár líkt og fyrri ár að læsa póstkössum sem eru utandyra á höfuðborgarsvæðinu yfir áramótin. Skemmdir hafa ítrekað verið unnar á póstkössunum í kringum áramót og því var ákveðið að grípa til þessa ráðs. Verið er nú að vinna í því að læsa kössunum og verða þeir ekki opnaðir aftur fyrr en miðjan janúar. 28.12.2006 13:15 Ráðist á lögreglumenn Tveir lögreglumenn meiddust og voru fluttir á Slysadeild, eftir að þeir urðu fyrir fólskulegri líkamsárás í vesturbæ Reykjavíkur um fjögur leytið í nótt. Þeir höfðu verið kallaðir að fjölbýlishúsi vegna hávaða af skoteldum, sem verið var að skjóta úr einni íbúðinni. Annar þeirra var meðal annars sleginn á barkann. 28.12.2006 12:15 Allt að áttatíu tonn af olíu hafa lekið úr Wilson Muuga Nú liggur fyrir að sjötíu til áttatíu tonn af olíu hafa lekið úr flutningaskipinu Wilson Muuga á strandstað við Hvalsnes. Dæling úr skipinu hefur gengið vel og er henni að ljúka. 28.12.2006 12:04 Erlendum ferðamönnum fjölgar um hátíðarnar Erlendum ferðamönnum sem dvöldu á hótelum í Reykjavík nú um jólin fjölgaði um nær 50% frá jólunum í fyrra. En um 1200 erlendir ferðamenn dvöldu um þessi jól á hótelunum. 28.12.2006 11:31 Gjaldskrár borgarinnar hækka umfram verðbólgu Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar gagnrýna að hækkanir á verðskrám borgarinnar á nýrri fjárhagsáætlun nemi meiru en verðbólguáætlun sem miðað er við, við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar um að ekki mætti hækka gjaldskrár umfram verðbólgu var felld í morgun. 28.12.2006 11:21 Tekinn fyrir hraðakstur á leið í áfengisverslun Allmargir hafa verið teknir fyrir hraðakstur í höfuðborginni síðustu daga. Einn þeirra sem lögreglan hafði afskipti af stöðvaði ekki bifreið sína fyrr en hann kom að áfengisverslun. Þegar þangað var komið tilkynnti hann lögreglunni að hann hefði nauðsynlega þurft að ná þangað fyrir lokun. Maðurinn var sviptur ökuleyfi en við leit í bíl hans fundust fíkniefni. 28.12.2006 11:20 Alvarlegum slysum fjölgar um tæpan þriðjung Alvarlegum slysum í umferðinni á fyrstu 10 mánuðum ársins fjölgar um 28,7%, samkvæmt samantekt Umferðarstofu. Fram til októberloka höfðu 130 manns slasast alvarlega í 112 umferðarslysum. Algengustu slysin eru fall af bifhjóli (12,5%), þar á eftir er algengast að bílstjórar keyri út af veginum vinstra megin (10,71%) eða hægra megin (10,71%). 28.12.2006 10:24 Ísafold útnefnir Ástu Lovísu Íslending ársins Tímaritið Ísafold útnefndi í dag Ástu Lovísu Vilhjálmsdóttur sem Íslending ársins 2006. Ásta Lovísa er 30 ára, einstæð þriggja barna móðir, sem berst við krabbamein sem læknar telja banvænt og greinir hún frá baráttu sinni á bloggsíðu sinni. Ásta er einnig alin er upp í skugga banvæns ættarsjúkdóms sem dró móður hennar og systur til dauða. 27.12.2006 20:00 Bílslys við Þjóðarbókhlöðuna Sjónarvottar segja alvarlegt umferðarslys hafa orðið við hringtorgið við Þjóðarbókhlöðuna í vesturbæ Reykjavíkur. Svo virðist sem ökumaður hafi keyrt yfir hringtorgið sjálft og keyrt niður ljósastaur. Fram- og afturdekk bílstjóramegin höfðu affelgast í leiðinni og var ökumaður síðan fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. 27.12.2006 19:38 Nýr ferðarisi í sókn á næsta ári Hannes Smárason, forstjóri FL Group, boðar enn meiri fréttir á nýju ári af norrænum ferðarisa sem til varð í dag með stofnun Northern Travel Holding. Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Iceland Express, verður stjórnarformaður hins nýja félags sem velta mun 120 milljörðum króna á ári og flytja sjö og hálfa milljón farþega. 27.12.2006 18:30 Landlæknir fékk ábendingu um 3 vistkonur óléttar eftir starfsmenn í Byrginu Landlæknir fékk fyrir fjórum árum ábendingu frá lækni um að þrjár konur sem voru í meðferð í Byrginu væru óléttar eftir starfsmenn þess. Svo virðist sem landlæknisembættið hafi ekkert gert við þær upplýsingar. 27.12.2006 18:30 Einstæð móðir missti allt sitt Fjögurra barna einstæð móðir á Hvolsvelli missti innbú sitt í bruna aðfaranótt Þorláksmessu, en hún var ótryggð. Reykskynjari bjargaði því að ekki færi verr. Vinir og ættingjar hafa komið af stað söfnun. 27.12.2006 18:30 Sjá næstu 50 fréttir
Ögmundur efstur í Suðvesturkjördæmi Kjörstjórn VG á höfuðborgarsvæðinu hefur nú gengið frá tillögu sinni til félagsfunda um uppröðun í fimm efstu sæti lista til alþingiskosninga í Reykjavík norður, Reykjavík suður og Suðvesturkjördæmum. Mesta athygli vekur að Ögmundur Jónasson hefur verið færður úr Reykjavík norður og í Suðvesturkjördæmi en þar hafa Vinstri grænir engan þingmann. 29.12.2006 16:06
Sameining lífeyrissjóða skilar félögum auknum réttindum Nýjar samþykktir voru staðfestar af fjármálaráðuneytinu í dag fyrir lífyrissjóðinn Stafi, sem varð til nýlega við sameiningu Lífiðnar og Samvinnulífeyrissjóðsins. Aldurstengd lífeyrisréttindi sjóðfélaga í Lífiðn og Samvinnulífeyrissjóðnum aukast um 16-20% við sameininguna núna um áramótin og til verður einn af stærstu lífeyrissjóðum landsins með yfir 50.000 sjóðfélaga. 29.12.2006 15:45
21 kertabruni það sem af er desember Fyrstu 28 daga í desember hefur aðeins verið tilkynnt um 21 kertabruna til tryggingafélaga en sambærileg tala yfir sama tímabil í fyrra var mikið hærri, eða 131 tilvik. 29.12.2006 15:42
Pálmi Guðmundsson verður sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 Pálmi Guðmundsson verður sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 frá og með áramótum. Hann ber þá ábyrgð á markaðsmálum stöðvarinnar auk þeirra verkefna sem áður heyrðu undir forstöðumann Stöðvar 2, Heimi Jónasson, en hann mun verða í ráðgjafarhlutverki fyrir stöðina á næstu vikum. 29.12.2006 15:22
Settu ránið í 11-11 á svið Rán sem framið var í 11-11 í Garðabæ í fyrrakvöld var sviðsett af starfsmanni búðarinnar og ræningjanum, að sögn lögreglu. Lögregla hefur fundið hluta þýfisins og járnstöngina sem ræninginn svokallaði ógnaði félaga sínum með. Báðir hafa játað brot sitt, sem og tveir til viðbótar sem aðstoðuðu við glæpinn. 29.12.2006 14:39
Stefnir í óefni Breska flugfélaginu British Airways hefur ekki verið tilkynnt um hugsanleg vandræði í flugstjórn á íslenska flugstjórnarsvæðinu eftir áramótin. Talsmaður flugfélagsins segir að röskun á áætlunum félagsins yrðu bagalegar fyrir félagið. Flugmálayfirvöld í Bretlandi segja að flugumferð verði beint suður fyrir flugstjórnarsvæði Íslands ef á þarf að halda. 29.12.2006 12:58
Búrhvalurinn tapaði baráttunni um kýrnar Stóran búrhval hefur rekið á land í Þykkvabæjarfjöru, skammt þar frá sem flutningaskipið Vikartindur strandaði fyrir tæpum tíu árum. Búrhvali rekur hér af og til á land og eru það alltaf tarfar sem hafa orðið undir í harðri lífsbaráttu um yfirráð yfir kúahjörðum. 29.12.2006 12:41
KB banki verður Kaupþing Um áramótin breytist heiti KB banka á Íslandi í Kaupþing, en lögformlegt heiti bankans er Kaupþing banki hf. Breytingin er liður í langtímaáætlun stjórnar bankans um að hann starfi undir sama nafni hvar í heimi sem er. Nú er unnið að því að skipta um merkingar á útibúum og verður því verki væntanlega lokið í fyrstu viku janúar. 29.12.2006 12:30
Fyrrverandi landlæknir, forstöðumaðurinn og geðlæknir bera faglega ábyrgð á Byrginu Guðmundur Jónsson forstöðumaður í Byrginu, Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir og Magnús Skúlason læknir bera faglega ábyrgð á starfsemi Byrgisins. 29.12.2006 12:11
Vaxandi fylgi við Íbúðalánasjóð Vaxandi fylgi er við það meðal almennings, að Íbúðalánasjóður starfi áfram í óbreyttri mynd og færri en áður vilja að bankarnir taki við starfsemi sjóðsins. Um það bil 83% landsmanna vilja að sjóðurinn starfi áfram í óbreyttri mynd, samkvæmt nýrri skoðanakönnnun Capacent, og hefur stuðningur almennings við sjóðinn aukist frá því í ársbyrjun. 29.12.2006 12:00
Iðnskólarnir eignast kortaútgáfu Landmælinga Iðnskólar landsins eignast landakortaútgáfu Landmælinga Íslands þegar ný lög um Landmælingar Íslands taka gildi um áramótin og stofnunin hættir útgáfu og sölu landakorta. Iðnmennt ses. átti hæsta tilboðið, tæpar 30 millljónir króna, í landakortaútgáfuna, sem Ríkiskaup auglýsti til sölu fyrir skömmu. 29.12.2006 11:56
365 miðlar selja DV, Hér og Nú og Veggfóður 365 miðlar hafa selt útgáfuréttinn á DV til útgáfufélagsins Dagblaðsins Vísis ehf, sem er að 40 prósentum í eigu 365 miðla, en aðaleigandi er Hjálmur ehf. með 49% og Sigurjón Egilsson fyrrverandi ritstjóri Blaðsins, sem verður ritstjóri DV, og sonur hans eru meðal annarra eigenda. 28.12.2006 21:30
Guðjón Valur íþróttamaður ársins Handknattleiksmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson var nú rétt í þessu valinn íþróttamaður ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðjón Valur verður þessa heiðurs aðnjótandi. Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen, sigurvegari síðustu tveggja ára, varð í öðru sæti og handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson þriðji. 28.12.2006 20:29
Afsláttarkort send heim frá áramótum Tryggingastofnun stefnir að því að verða notendavænni og nær nútímanum, og spara þannig sjúklingum sporin, segir forstjóri Tryggingastofnunar. Um áramót mun stofnunin byrja að senda sjúklingum afsláttarkort sjálfkrafa. Um er að ræða gríðarlega mikilvægt réttindamál, segir formaður öryrkjabandalagsins. Hingað til hefur fólk þurft að safna kvittunum og senda Tryggingastofnun til að fá afsláttarkort sem færir því afslátt af lyfjum og þjónustu. 28.12.2006 18:53
Þúsund tonn og hörkusamkeppni Í morgun hófst flugeldasala fyrir áramótin þegar sölustaðir opnuðu víða um land. Tæp þúsund tonn af flugeldum voru flutt til landsins fyrir þessi áramót og má gera ráð fyrir að rúmlega fimm hundruð þúsund flugeldum verði skotið á loft um áramótin. Á fimmta tug smásölustaða eru í Reykjavík fyrir þessi áramót þar af eru einkaaðilar með um tuttugu staði, og samkeppnin er hörð. 28.12.2006 18:43
Kveikt var í skammt frá olíubirgðastöð Eyja Ellefu íkveikjur hafa verið á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum síðustu sex ár. Í gærmorgun var kveikt í geymslugámi sem er skammt frá olíubirgðageymslum Eyjanna. 28.12.2006 18:30
Leikskólagjöld lækkuðu í haust en hækka um áramót Leikskólagjöld í Reykjavík, sem lækkuðu um tuttugu og fimm prósent í haust, hækka um tæp níu prósent um áramótin. Stefnan er tekin frá fjölskylduvænni borg, segir oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ótrúlegur útúrsnúningur, segir oddviti Framsóknarflokksins. 28.12.2006 18:30
Íslendingar með heimsmet í viðskiptahalla Viðskiptajöfnuður Íslendinga við útlönd hefur aldrei verið óhagstæðari en nú. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir slíkan viðskiptahalla ekki geta staðist til lengdar en telur að horfur séu betri á næsta ári. Sérfræðingur í fjármálum telur hins vegar vissa hættu á að efnahagslífið nái ekki lendingu vegna fyrirhugaðra stórframkvæmda á næstu árum, meðal annars með stækkun álversins í Straumsvík. 28.12.2006 18:30
Engin lög um skilarétt Nokkur fjöldi jólagjafa er á leið aftur í verslanir nú á milli jóla og nýárs. Skilaréttur neytenda er þó eingöngu upp á vilja verslunareigenda kominn þar sem engin lög eru til um slíkt. 28.12.2006 18:30
Stórfundur um Byrgið í félagsmálaráðuneytinu Fulltrúar frá Félagsmálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg, Lögreglustjóranum í Reykjavík, Landlækni og Fasteignum ríkissjóðs funduðu í dag um málefni meðferðarheimilisins Byrgisins að Efri-Brú í Grímsnesi. Það var Félagsmálaráðuneytið sem kallaði til fundarins sem lið í upplýsingaöflun sinni um starfsemi Byrgisins og aðstæður skjólstæðinga þess. Í tilkynningu frá ráðuneytinu nú rétt fyrir fréttir kemur fram að Ríkisendurskoðandi skili niðurstöðum um skoðun sína á opinberu fé í rekstri Byrgisins í annarri viku janúar á nýju ári. 28.12.2006 18:00
Pólskur maður úrskurðaður í farbann Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag farbann yfir pólskum manni sem nýlega var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku. 28.12.2006 17:03
Tvær milljónir farþega um Leifstöð Tvær milljónir farþega hafa farið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á árinu 2006 en aldrei hafa jafn margir farþegar farið um flugstöðina á einu ári. 28.12.2006 16:41
Fjórir handteknir vegna ráns í verslun 11-11 Fjórir karlmenn á tvítugsaldri hafa verið handteknir vegna ráns sem framið var í verslun 11-11 í Gilsbúð í Garðabæ í gærkvöldi. Þeir bíða nú yfirheyrslu hjá lögreglunni. 28.12.2006 16:25
Ný stjórn Landsvirkjunar Í morgun var skipuð ný stjórn Landsvirkjunar sem tekur við frá og með næstu áramótum. Fækkað var í stjórninni úr sjö í fimm. Jóhannes Geir verður áfram stjórnarformaður Landsvirkjunar og Ágúst Einarsson situr einnig áfram í stjórninni en þrír stjórnarmannanna eru nýir. 28.12.2006 15:38
Flugeldasýningum frestað á Suðurnesjum Flugeldasýningu björgunarsveitanna sem vera átti í Reykjanesbæ í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs, að sögn Víkurfrétta. Sömuleiðis hefur flugeldasýningunni í Grindavík verið frestað af sömu sökum. Ráðgert er að þær fari fram á sama tíma annað kvöld. 28.12.2006 15:35
Rafræn skýrsluskil hjá Fjármálaeftirlitinu Frá og með ársbyrjun 2007 fer Fjármálaeftirlitið fram á að reglubundum skýrslum verði skilað á rafrænu formi inn á sérstakan vef eftirlitsins. Greint er frá þessu á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. 28.12.2006 15:32
Fjöldi innbrota í Reykjavík síðastliðinn sólarhring Allmörg innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík síðasta sólarhringinn. Tölvubúnaði var stolið úr tveimur heimahúsum og fyrirtæki. 28.12.2006 15:02
Seinni ferð Herjólfs í dag felld niður Seinni ferð Herjólfs í dag hefur verið felld niður vegna veðurs. Herjólfur átti að fara klukkan fjögur frá Vestmannaeyjum og hálf átta í kvöld frá Þorlákshöfn. 28.12.2006 14:53
Nýr aðstoðaryfirlögregluþjónn á Ísafirði Jón Svanberg Hjartarson hefur verið settur aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum frá og með 1. janúar 2007. Jón er varðstjóri lögreglunnar á Ísafirði en hann mun sinna starfinu á Patreksfirði og gegna því í eitt ár. 28.12.2006 14:22
Skautasvellið á Ingólfstorgi lokar á morgun Skautasvellinu á Ingólfstorgi verður lokað á morgun en Tryggingamiðstöðin setti svellið upp í byrjun desember í tilefni af fimmtíu ára afmæli fyrirtækisins. 28.12.2006 14:12
550 þúsund flugeldum skotið upp Gert er ráð fyrir að 550 þúsundum flugeldum verði skotið á loft upp um áramótin. Flutt hafa verið inn 991 tonn af flugeldum. Ellefu brennur verða um áramótin og sex flugeldasýningar fyrir áramótin. 28.12.2006 13:38
Flugfélagið Ernir fær nýja flugvél Flugfélagið Ernir fær nýja flugvél af gerðinni Jetstream 32 til landsins síðdegis. Hún lendir í Reykjavík um kl. 18:00. Nýja vélin verður notuð í áætlunarflug á Höfn í Hornafirði og Sauðárkrók ásamt því að fljúga leiguflug. Hún er búin jafnþrýstibúnaði með auknum þægindum fyrir farþega og tekur 19 manns í sæti, segir í frétt frá félaginu. 28.12.2006 13:33
Kalla þurfti til lögreglu vegna slagsmála systkina Kalla þurfti til lögregluna vegna slagsmála systkina í gær en flytja þurfti stúlkuna undir læknishendur þar sem hún meiddist á baki. Bróður hennar varð hins vegar ekki meint af. Á vef lögreglunnar er einnig sagt frá því að veggjakrotarar hafi verið á ferðinni í Reykjavík í gær en ummerki eftir þá sáust bæði á húsum og bílum. 28.12.2006 13:28
Póstkössum læst yfir áramótin Íslandspóstur ætlar í ár líkt og fyrri ár að læsa póstkössum sem eru utandyra á höfuðborgarsvæðinu yfir áramótin. Skemmdir hafa ítrekað verið unnar á póstkössunum í kringum áramót og því var ákveðið að grípa til þessa ráðs. Verið er nú að vinna í því að læsa kössunum og verða þeir ekki opnaðir aftur fyrr en miðjan janúar. 28.12.2006 13:15
Ráðist á lögreglumenn Tveir lögreglumenn meiddust og voru fluttir á Slysadeild, eftir að þeir urðu fyrir fólskulegri líkamsárás í vesturbæ Reykjavíkur um fjögur leytið í nótt. Þeir höfðu verið kallaðir að fjölbýlishúsi vegna hávaða af skoteldum, sem verið var að skjóta úr einni íbúðinni. Annar þeirra var meðal annars sleginn á barkann. 28.12.2006 12:15
Allt að áttatíu tonn af olíu hafa lekið úr Wilson Muuga Nú liggur fyrir að sjötíu til áttatíu tonn af olíu hafa lekið úr flutningaskipinu Wilson Muuga á strandstað við Hvalsnes. Dæling úr skipinu hefur gengið vel og er henni að ljúka. 28.12.2006 12:04
Erlendum ferðamönnum fjölgar um hátíðarnar Erlendum ferðamönnum sem dvöldu á hótelum í Reykjavík nú um jólin fjölgaði um nær 50% frá jólunum í fyrra. En um 1200 erlendir ferðamenn dvöldu um þessi jól á hótelunum. 28.12.2006 11:31
Gjaldskrár borgarinnar hækka umfram verðbólgu Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar gagnrýna að hækkanir á verðskrám borgarinnar á nýrri fjárhagsáætlun nemi meiru en verðbólguáætlun sem miðað er við, við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar um að ekki mætti hækka gjaldskrár umfram verðbólgu var felld í morgun. 28.12.2006 11:21
Tekinn fyrir hraðakstur á leið í áfengisverslun Allmargir hafa verið teknir fyrir hraðakstur í höfuðborginni síðustu daga. Einn þeirra sem lögreglan hafði afskipti af stöðvaði ekki bifreið sína fyrr en hann kom að áfengisverslun. Þegar þangað var komið tilkynnti hann lögreglunni að hann hefði nauðsynlega þurft að ná þangað fyrir lokun. Maðurinn var sviptur ökuleyfi en við leit í bíl hans fundust fíkniefni. 28.12.2006 11:20
Alvarlegum slysum fjölgar um tæpan þriðjung Alvarlegum slysum í umferðinni á fyrstu 10 mánuðum ársins fjölgar um 28,7%, samkvæmt samantekt Umferðarstofu. Fram til októberloka höfðu 130 manns slasast alvarlega í 112 umferðarslysum. Algengustu slysin eru fall af bifhjóli (12,5%), þar á eftir er algengast að bílstjórar keyri út af veginum vinstra megin (10,71%) eða hægra megin (10,71%). 28.12.2006 10:24
Ísafold útnefnir Ástu Lovísu Íslending ársins Tímaritið Ísafold útnefndi í dag Ástu Lovísu Vilhjálmsdóttur sem Íslending ársins 2006. Ásta Lovísa er 30 ára, einstæð þriggja barna móðir, sem berst við krabbamein sem læknar telja banvænt og greinir hún frá baráttu sinni á bloggsíðu sinni. Ásta er einnig alin er upp í skugga banvæns ættarsjúkdóms sem dró móður hennar og systur til dauða. 27.12.2006 20:00
Bílslys við Þjóðarbókhlöðuna Sjónarvottar segja alvarlegt umferðarslys hafa orðið við hringtorgið við Þjóðarbókhlöðuna í vesturbæ Reykjavíkur. Svo virðist sem ökumaður hafi keyrt yfir hringtorgið sjálft og keyrt niður ljósastaur. Fram- og afturdekk bílstjóramegin höfðu affelgast í leiðinni og var ökumaður síðan fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. 27.12.2006 19:38
Nýr ferðarisi í sókn á næsta ári Hannes Smárason, forstjóri FL Group, boðar enn meiri fréttir á nýju ári af norrænum ferðarisa sem til varð í dag með stofnun Northern Travel Holding. Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Iceland Express, verður stjórnarformaður hins nýja félags sem velta mun 120 milljörðum króna á ári og flytja sjö og hálfa milljón farþega. 27.12.2006 18:30
Landlæknir fékk ábendingu um 3 vistkonur óléttar eftir starfsmenn í Byrginu Landlæknir fékk fyrir fjórum árum ábendingu frá lækni um að þrjár konur sem voru í meðferð í Byrginu væru óléttar eftir starfsmenn þess. Svo virðist sem landlæknisembættið hafi ekkert gert við þær upplýsingar. 27.12.2006 18:30
Einstæð móðir missti allt sitt Fjögurra barna einstæð móðir á Hvolsvelli missti innbú sitt í bruna aðfaranótt Þorláksmessu, en hún var ótryggð. Reykskynjari bjargaði því að ekki færi verr. Vinir og ættingjar hafa komið af stað söfnun. 27.12.2006 18:30
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent