Innlent

KB banki verður Kaupþing

Um áramótin breytist heiti KB banka á Íslandi í Kaupþing, en lögformlegt heiti bankans er Kaupþing banki hf. Breytingin er liður í langtímaáætlun stjórnar bankans um að hann starfi undir sama nafni hvar í heimi sem er.

Nú er unnið að því að skipta um merkingar á útibúum og verður því verki væntanlega lokið í fyrstu viku janúar. Viðskiptavinir bankans ættu ekki að verða fyrir neinum óþægindum vegna breytinganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×