Innlent

Pólskur maður úrskurðaður í farbann

Maðurinn var nýlega dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 stúlku.
Maðurinn var nýlega dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 stúlku. MYND/Vísir

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag farbann yfir pólskum manni sem nýlega var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku.

Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í farbann frá 20. desember til 18. janúar næstkomandi eða þegar ljóst verður hvort hann áfrýji dómnum eða ekki. Nokkur hætta þótti á að hann færi af landi brott áður en hann tæki refsingu sína út.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×