Innlent

Settu ránið í 11-11 á svið

Verslunin þar sem ránið var framið.
Verslunin þar sem ránið var framið. MYND/Vilhelm Gunnarsson


Rán sem framið var í 11-11 í Garðabæ í fyrrakvöld var sviðsett af starfsmanni búðarinnar og ræningjanum, að sögn lögreglu. Lögregla hefur fundið hluta þýfisins og járnstöngina sem ræninginn svokallaði ógnaði félaga sínum með. Báðir hafa játað brot sitt, sem og tveir til viðbótar sem aðstoðuðu við glæpinn.

 

Hlutur aðstoðarþjófanna tveggja telst þó mun minni en hinna tveggja. Í ljós kom að um sviðsett rán var að ræða, þar sem starfsmaðurinn lék fórnarlambið og félagi hans gerandann. Öllum mönnunum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Málið telst upplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×