Íslendingar með heimsmet í viðskiptahalla 28. desember 2006 18:30 Viðskiptajöfnuður Íslendinga við útlönd hefur aldrei verið óhagstæðari en nú. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir slíkan viðskiptahalla ekki geta staðist til lengdar en telur að horfur séu betri á næsta ári. Sérfræðingur í fjármálum telur hins vegar vissa hættu á að efnahagslífið nái ekki lendingu vegna fyrirhugaðra stórframkvæmda á næstu árum, meðal annars með stækkun álversins í Straumsvík. Hallinn á viðskiptum Íslendinga við útlönd það sem af er þessu ári er um 205 milljarðar króna og hefur aldrei verið meiri. Einfalda skýringin á þessu er að Íslendingar eru að kaupa meira frá útlöndum en þeir selja þangað. En þarna hefur útrás Íslendinga einnig áhrif, sem og flutningur á arði erlendra fyrirtækja frá Íslandi, miklar fjárfestingar í stóriðju og síðast en ekki síst gífurleg einkaneysla landsmanna. "Viðskiptahallinn hefur slegið hvert íslandsmetið af öðru og við teljum að svo mikill viðskiptahalli fái ekki staðist til lengdar," segir Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans. Hann segir ekki hægt að benda á aðrar þjóðir sem hafi eins neikvæðan jöfnuð og Íslendingar. Á móti komi að vísu að hluti hallans sé vegna mikilla framkvæmda og fjárfestinga sem eigi eftir að skila arði og leiða til aukinna tekna. Seðlabankastjóri segir að í framhaldinu eigi viðskiptajöfnuðurinn að verða hagstæðari. Hjá bankanum telji menn að draga muni úr hallanum á næsta ári. En viðskiptahallinn hefur vaxið mjög hratt frá árinu 2004. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur KB banka, segir að hættan sem fylgi svona halla fyrst og fremst vera ójafnvægi á gjaldeyrismarkaði. Þetta sést vel á útgáfu erlendra aðila á svo kölluðum krónubréfum. Á aðeins tæpum tveimur árum hefur útgáfa þeirra farið úr að vera 1,5 prósent af landsframleiðslu í 25 prósent af landsframleiðslu. Í ágúst 2005 voru útgefin krónubréf upp á 15 milljarða en nú í desember eru þau komin vel yfir 250 milljarða króna. Erlent fjármagn hefur líka leitað til Íslands vegna þess hvað vextir eru háir hér. Þannig segir Ásgeir að útlendingar hafi að einhverju leyti fjármagnað hallann. "Hins vegar er staðreyndin samt sú að við erum orðin dálítið háð innflæði á erlendu fjármagni frá erlendum fjárfestum," segir Ásgeir. En það er ekki víst að þenslunni sé lokið. Ef ráðist verður í stækkun álversins í Straumsvík er það fjárfesting með virkjunum upp á 150 milljarða á fjórum árum og þá er ekki tekið tillit til áforma um byggingu nýrra álvera á Reykjanesi og á Húsavík. "Það er viss hætta á að hagkerfið nái ekki að lenda áður en farið er af stað aftur," segir Ásgeir. En almenningur ræður mjög miklu um stöðuna með neyslu sinni. "Einkaneyslan á Íslandi er mjög sveiflukennd og hefur verið. Ef við myndum t.d. sjá mjög hraða lækkun einkaneyslu á næsta ári, gæti það skapað rými fyrir nýjar stóriðjuframkvæmdir. En ef það gerist ekki getur brugðið til beggja vona með það, segir Ásgeir Jónsson, hagfræðingur KB banka. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Viðskiptajöfnuður Íslendinga við útlönd hefur aldrei verið óhagstæðari en nú. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir slíkan viðskiptahalla ekki geta staðist til lengdar en telur að horfur séu betri á næsta ári. Sérfræðingur í fjármálum telur hins vegar vissa hættu á að efnahagslífið nái ekki lendingu vegna fyrirhugaðra stórframkvæmda á næstu árum, meðal annars með stækkun álversins í Straumsvík. Hallinn á viðskiptum Íslendinga við útlönd það sem af er þessu ári er um 205 milljarðar króna og hefur aldrei verið meiri. Einfalda skýringin á þessu er að Íslendingar eru að kaupa meira frá útlöndum en þeir selja þangað. En þarna hefur útrás Íslendinga einnig áhrif, sem og flutningur á arði erlendra fyrirtækja frá Íslandi, miklar fjárfestingar í stóriðju og síðast en ekki síst gífurleg einkaneysla landsmanna. "Viðskiptahallinn hefur slegið hvert íslandsmetið af öðru og við teljum að svo mikill viðskiptahalli fái ekki staðist til lengdar," segir Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans. Hann segir ekki hægt að benda á aðrar þjóðir sem hafi eins neikvæðan jöfnuð og Íslendingar. Á móti komi að vísu að hluti hallans sé vegna mikilla framkvæmda og fjárfestinga sem eigi eftir að skila arði og leiða til aukinna tekna. Seðlabankastjóri segir að í framhaldinu eigi viðskiptajöfnuðurinn að verða hagstæðari. Hjá bankanum telji menn að draga muni úr hallanum á næsta ári. En viðskiptahallinn hefur vaxið mjög hratt frá árinu 2004. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur KB banka, segir að hættan sem fylgi svona halla fyrst og fremst vera ójafnvægi á gjaldeyrismarkaði. Þetta sést vel á útgáfu erlendra aðila á svo kölluðum krónubréfum. Á aðeins tæpum tveimur árum hefur útgáfa þeirra farið úr að vera 1,5 prósent af landsframleiðslu í 25 prósent af landsframleiðslu. Í ágúst 2005 voru útgefin krónubréf upp á 15 milljarða en nú í desember eru þau komin vel yfir 250 milljarða króna. Erlent fjármagn hefur líka leitað til Íslands vegna þess hvað vextir eru háir hér. Þannig segir Ásgeir að útlendingar hafi að einhverju leyti fjármagnað hallann. "Hins vegar er staðreyndin samt sú að við erum orðin dálítið háð innflæði á erlendu fjármagni frá erlendum fjárfestum," segir Ásgeir. En það er ekki víst að þenslunni sé lokið. Ef ráðist verður í stækkun álversins í Straumsvík er það fjárfesting með virkjunum upp á 150 milljarða á fjórum árum og þá er ekki tekið tillit til áforma um byggingu nýrra álvera á Reykjanesi og á Húsavík. "Það er viss hætta á að hagkerfið nái ekki að lenda áður en farið er af stað aftur," segir Ásgeir. En almenningur ræður mjög miklu um stöðuna með neyslu sinni. "Einkaneyslan á Íslandi er mjög sveiflukennd og hefur verið. Ef við myndum t.d. sjá mjög hraða lækkun einkaneyslu á næsta ári, gæti það skapað rými fyrir nýjar stóriðjuframkvæmdir. En ef það gerist ekki getur brugðið til beggja vona með það, segir Ásgeir Jónsson, hagfræðingur KB banka.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira