Innlent

Alvarlegum slysum fjölgar um tæpan þriðjung

Alvarlegum slysum í umferðinni á fyrstu 10 mánuðum ársins fjölgar um 28,7%, samkvæmt samantekt Umferðarstofu. Fram til októberloka höfðu 130 manns slasast alvarlega í 112 umferðarslysum. Algengustu slysin eru fall af bifhjóli (12,5%), þar á eftir er algengast að bílstjórar keyri út af veginum vinstra megin (10,7%) eða hægra megin (10,7%).

Alls hafa orðið 27 banaslys þar sem 30 létust í umferðinni það sem af er ári. Þrjú algengustu banaslysin voru Árekstur tveggja bíla sem mætast á beinum vegi eða í beygju (18.5%) , ekið út af beinum vegi hægra megin (11,1%) og slys í eða eftir vinstri beygju - ekið út af hægra megin (7,4%).

Í tölum Umferðarstofu kemur hins vegar einnig fram að meðaltalið hefur lækkað í októbermánuði. Fyrstu níu mánuði ársins voru umferðarslys heilum 43,6 prósentum meiri en sama tímabil í fyrra. Þetta hlutfall hefur dregist saman í október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×