Innlent

Sameining lífeyrissjóða skilar félögum auknum réttindum

Nýjar samþykktir voru staðfestar af fjármálaráðuneytinu í dag fyrir lífyrissjóðinn Stafi, sem varð til nýlega við sameiningu Lífiðnar og Samvinnulífeyrissjóðsins. Aldurstengd lífeyrisréttindi sjóðfélaga í Lífiðn og Samvinnulífeyrissjóðnum aukast um 16-20% við sameininguna núna um áramótin og til verður einn af stærstu lífeyrissjóðum landsins með yfir 50.000 sjóðfélaga.

Í fréttatilkyningu frá Stöfum í dag segir, að þegar samþykkt hafi verið að sameina Lífiðn og Samvinnulífeyrissjóðinn hafi staða einstakra deilda, og sjóðanna í heild, verið metin með tryggingafræðilegum útreikningum í því skyni að jafna réttindi sjóðfélaga við sameiningu. Niðurstaðan hafi þá verið sú að útdeila nú alls 5,7 milljörðum króna til að auka aldurstengd réttindi. Sjóðfélagar

með aldurstengd réttindi njóti þess nú að sjóðirnir hafa ávaxtað vel fjármuni sína undanfarin misseri og sé vel reknir.

Iðgjaldatekjur Stafa verða um þrír milljarðar króna árið 2007 og eignir sjóðsins nema um 73 milljörðum króna. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Ólafur Sigurðsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Lífiðnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×