Innlent

Fjöldi innbrota í Reykjavík síðastliðinn sólarhring

Einn stakk af án þess að greiða fyrir bensín á bensínstöð.
Einn stakk af án þess að greiða fyrir bensín á bensínstöð. MYND/Guðmundur

Allmörg innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík síðasta sólarhringinn. Tölvubúnaði var stolið úr tveimur heimahúsum og fyrirtæki.

Þjófur fór inn á veitingastað í austurhluta borgarinnar og komst undan með eitthvað af peningum og eldhústækjum var stolið úr nýbyggingu. Þá var hljómflutningstækjum stolið úr bíl og brotist var inn í tvær geymslur. Í annarri voru sumardekk tekin en í hinni komst þjófurinn á brott með kjötvörur úr frystikistum.

Tilkynningar bárust lögreglunni einnig um stuld úr matvöruverslunum og einn stakk af án þess að greiða fyrir bensín á bensínstöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×