Innlent

Skautasvellið á Ingólfstorgi lokar á morgun

Sérstök lokadagskrá verður milli 17 og 20 á morgun
Sérstök lokadagskrá verður milli 17 og 20 á morgun MYND/Vilhelm

Skautasvellinu á Ingólfstorgi verður lokað á morgun en Tryggingamiðstöðin útbjó svellið í byrjun desember í tilefni af fimmtíu ára afmæli fyrirtækisins.

Sérstök lokadagskrá verður milli kl 17 og 20 á morgun þar sem tónlist verður spiluð og leikin atriði úr Skoppu og Skrítlu sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.

Hægt er að skoða beina útsendingu af svellinu á vef TM: http://www.tryggingamidstodin.is/




Fleiri fréttir

Sjá meira


×