Innlent

Tvær milljónir farþega um Leifstöð

Spáð er að farþegum fjölgi um 6% árið 2007.
Spáð er að farþegum fjölgi um 6% árið 2007. MYND/Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Tvær milljónir farþega hafa farið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á árinu 2006 en aldrei hafa jafn margir farþegar farið um flugstöðina á einu ári.

Það var Ingólfur Guðmundsson sem skráður var farþegi númer 2.000.000 en hann kom til landsins klukkan hálf fjögur í dag með flugvél Icelandair frá Kaupmannahöfn. Fulltrúar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar tóku á móti honum við komuna og afhentu honum blóm.

Árið 1996 voru farþegar um flugstöðina rétt rúmlega ein milljón en á árinu 2005 ríflega 1,8 milljónir. Spáð er að farþegum fjölgi um 6% árið 2007 og að árið 2015 verði farþegafjöldinn kominn vel yfir þrjár milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×