Nýr ferðarisi í sókn á næsta ári 27. desember 2006 18:30 Hannes Smárason, forstjóri FL Group, boðar enn meiri fréttir á nýju ári af norrænum ferðarisa sem til varð í dag með stofnun Northern Travel Holding. Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Iceland Express, verður stjórnarformaður hins nýja félags sem velta mun 120 milljörðum króna á ári og flytja sjö og hálfa milljón farþega. Það er mikið um að vera hjá íslenskum fjárfestum þessa dagana. Þannig hverfa fréttir af því að FL Group hefur keypt sex prósenta hlut í bandaríska félaginu AMR fyrir 28 milljarða, en félagið er móðurfélag American Airlines, stærsta flugfélags í heimi og flugfélagins Eagle Air, nánast í skuggan af fréttum dagsins. "Ef við horfum t.d. á þetta félag (AMR) sem við erum að fjárfesta í núna, þá er verðið á því 30 dalir á hlut en meðalspá greiningaraðila er með félagið í fjörtíu og fimm," sagði Hannes Smárason í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Aðstandendur FL Group séu því ekki einir um að telja að félagið eigi töluvert inni. FL group tilkynnti í dag að félagið hefði selt danska Sterling flugfélagið til nýs norræns ferðarisa, Norethern Travel Holding fyrir 20 milljarða króna. En þetta nýja félag er reyndar að hluta í eigu FL Group. Stærsti hluthafi þessa nýja norræna ferðarisa er Fons, sem á Iceland Express með 44 prósent og síðan eiga FL Group 34 prósent og Sund 22 prósent, en þar eru á ferðinni erfingjar Óla heitins í Olís. Þannig er Hannes Smárason, sem þar til fyrir skemmstu var ráðandi í Icelandair, kominn í eina sæng með Iceland Express. Northern Travel Holding á eftirfarandi félög ýmist alveg eða að hluta: Iceland Express að öllu leyti, fimmtíu og eins prósenta hlut í breska flugfélaginu Astraeus, tæplega 30 prósenta hlut í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket, en hún er skráð á sænska hlutabréfamarkaðnum og alla hluti í dösnku ferðaskrifstofunni Hekla Travel. Hannes segir að Northern Travel verði lang stræsta samsteypan á sínu sviði að SAS undanskildu. Í félaginu komi saman stærsta lággjaldaflugfélagið í Skandinavíu og stærstu smásöluaðilar á sviði ferða. Samanlagt flytja þessi félög 7,5 milljónir farþega á ári, eða tæplega fjórum sinnum fleiri farþega en fara um Keflavíkurflugvöll. Northern Travel verður mjög öflugt félag með Sterling, stærsta lággjaldaflugfélag Norðurlandanna innan sinna raða og þá eru ferðaskrifstofurnar í Svíþjóð og Danmörku einnig mjög stórar og ekki er langt síðan breska flugfélagið Astraeus gerði stóran samning við Virgin flugfélagið. "Ég sé fyrir mér að það verði umtalsverðar fréttir af þessu fyrirtæki á næsta ári," segir Hannes. Þarna sé verið að koma upp ákveðinni stöðu til að byggja á inn í framtíðina. Félagið hafi þann metnað að verða mjög virkur þátttakandi á þessum markaði bæði á norrænum og evrópskum grunni. FL Group hefur losað um margar eignir á árinu, t.d. fyrir 26 milljarða í Icelandair og hefur nú um 200 milljarða til að fjárfesta með. Hannes segir FL Group vera með mörg járn í eldinum. Ein af ástæðum þess að miklar eignir hefðu verið losaðar á þessu ári væri að undirbúa félagið til sóknar á árinu 2007 og gera því kleift að fara í stærri verkefni en það hefur ráðist í til þessa. "Til þess höfum við fjárhagslegt bolmagn núna," sagði Hannes Smárason, forstjóri FL Group. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Hannes Smárason, forstjóri FL Group, boðar enn meiri fréttir á nýju ári af norrænum ferðarisa sem til varð í dag með stofnun Northern Travel Holding. Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Iceland Express, verður stjórnarformaður hins nýja félags sem velta mun 120 milljörðum króna á ári og flytja sjö og hálfa milljón farþega. Það er mikið um að vera hjá íslenskum fjárfestum þessa dagana. Þannig hverfa fréttir af því að FL Group hefur keypt sex prósenta hlut í bandaríska félaginu AMR fyrir 28 milljarða, en félagið er móðurfélag American Airlines, stærsta flugfélags í heimi og flugfélagins Eagle Air, nánast í skuggan af fréttum dagsins. "Ef við horfum t.d. á þetta félag (AMR) sem við erum að fjárfesta í núna, þá er verðið á því 30 dalir á hlut en meðalspá greiningaraðila er með félagið í fjörtíu og fimm," sagði Hannes Smárason í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Aðstandendur FL Group séu því ekki einir um að telja að félagið eigi töluvert inni. FL group tilkynnti í dag að félagið hefði selt danska Sterling flugfélagið til nýs norræns ferðarisa, Norethern Travel Holding fyrir 20 milljarða króna. En þetta nýja félag er reyndar að hluta í eigu FL Group. Stærsti hluthafi þessa nýja norræna ferðarisa er Fons, sem á Iceland Express með 44 prósent og síðan eiga FL Group 34 prósent og Sund 22 prósent, en þar eru á ferðinni erfingjar Óla heitins í Olís. Þannig er Hannes Smárason, sem þar til fyrir skemmstu var ráðandi í Icelandair, kominn í eina sæng með Iceland Express. Northern Travel Holding á eftirfarandi félög ýmist alveg eða að hluta: Iceland Express að öllu leyti, fimmtíu og eins prósenta hlut í breska flugfélaginu Astraeus, tæplega 30 prósenta hlut í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket, en hún er skráð á sænska hlutabréfamarkaðnum og alla hluti í dösnku ferðaskrifstofunni Hekla Travel. Hannes segir að Northern Travel verði lang stræsta samsteypan á sínu sviði að SAS undanskildu. Í félaginu komi saman stærsta lággjaldaflugfélagið í Skandinavíu og stærstu smásöluaðilar á sviði ferða. Samanlagt flytja þessi félög 7,5 milljónir farþega á ári, eða tæplega fjórum sinnum fleiri farþega en fara um Keflavíkurflugvöll. Northern Travel verður mjög öflugt félag með Sterling, stærsta lággjaldaflugfélag Norðurlandanna innan sinna raða og þá eru ferðaskrifstofurnar í Svíþjóð og Danmörku einnig mjög stórar og ekki er langt síðan breska flugfélagið Astraeus gerði stóran samning við Virgin flugfélagið. "Ég sé fyrir mér að það verði umtalsverðar fréttir af þessu fyrirtæki á næsta ári," segir Hannes. Þarna sé verið að koma upp ákveðinni stöðu til að byggja á inn í framtíðina. Félagið hafi þann metnað að verða mjög virkur þátttakandi á þessum markaði bæði á norrænum og evrópskum grunni. FL Group hefur losað um margar eignir á árinu, t.d. fyrir 26 milljarða í Icelandair og hefur nú um 200 milljarða til að fjárfesta með. Hannes segir FL Group vera með mörg járn í eldinum. Ein af ástæðum þess að miklar eignir hefðu verið losaðar á þessu ári væri að undirbúa félagið til sóknar á árinu 2007 og gera því kleift að fara í stærri verkefni en það hefur ráðist í til þessa. "Til þess höfum við fjárhagslegt bolmagn núna," sagði Hannes Smárason, forstjóri FL Group.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent