Innlent

Fjórir handteknir vegna ráns í verslun 11-11

Mennirnir bíða nú yfirheyrslu hjá lögreglunni.
Mennirnir bíða nú yfirheyrslu hjá lögreglunni. MYND/Vísir

Fjórir karlmenn á tvítugsaldri hafa verið handteknir vegna ráns sem framið var í verslun 11-11 í Gilsbúð í Garðabæ í gærkvöldi. Þeir bíða nú yfirheyrslu hjá lögreglunni.

Enginn viðskiptavinur var í búðinni þegar ræninginn kom inn með andlitið hulið, og ógnaði tveimur starfsmönnum með barefli. Hann hafði tugi þúsunda króna á brott með sér úr peningakassanum, en vann afgreiðslufólkinu ekki mein.

 

 



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×