Fleiri fréttir

Búið að dæla um 45 þúsund lítrum af olíu

Búið er að dæla um fjörtíu og fimm þúsund lítrum af olíu úr flutningaskipinu Wilson Muuga sem strandaði við Hvalsnes í síðustu viku. Nú er verið að dæla úr tveimur svartolíutönkum sem eru ofarlega í skipinu en í þeim voru um 60 þúsund lítrum af olíu.

FL-Group tilbúið að ráðast í stærri verkefni

Hannes Smárason, forstjóri FL-Group, segir að vænta megi umtalsverðra frétta af FL-Group á árinu 2007. Fyrirtækið hefur úr umtalsverðum fjármunum að moða á næsta ári eftir að hafa losað um fjármagn. Hannes segir fyrirtækið tilbúið að ráðast í stærri verkefni en áður.

Styrkjum úthlutað til sjávarrannsókna

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, úthlutaði í dag 25 milljónum króna til sjávarrannsókna á samkeppnissviði. Níu verkefni fengu styrk en alls bárust þrjátíu og þrjár umsóknir um styrki.

Sofnaði undir stýri og ók í gegnum girðingu

Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður sofnaði undir stýri í morgun og ók í gegnum girðingu og inn á tún. Maðurinn ók eftir Innnesvegi á leiðinni til Akraness.

Eldur kviknaði á efrihæð Kaffi Amor á Akureyri

Eldur kviknaði á efrihæð Kaffi Amor á Akureyri á níunda tímanum í morgun. Eftir að reykkarfarar frá slökkviliðinu á Akureyri höfðu farið inn í húsið kom í ljós að eldurinn var á salerni og tókst að slökkva hann fljótt.

Sýknaður af því að reyna að hindra varp arna

Bóndi við Breiðafjörð, sem gefið var að sök að hafa sett upp gasbyssu til þess að fæla erni frá hreiðurstæði í firðinum og koma þannig í veg fyrir að þeir verptu þar, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Vestfjarða af broti á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum.

Fimm ungmenni hafa játað innbrot

Fimm ungmenni hafa játað að hafa brotist tvisvar inn í verslun á Akureyri og í veitingarhús um jólin. Sýslumaðurinn á Akureyri fór í gær fram gæsluvarðhald yfir ungmennunum. Þau hafa nú verið látin laus og er þýfið fundið.

Hamborgarhryggirnir uppseldir

Síðustu þrjá daga fyrir jól var orðinn verulegur skortur á hamborgarhryggjum í verslunum Bónuss. Skorturinn var fyrirsjáanlegur og samkvæmt upplýsingum frá Högum var sóst eftir leyfi til að flytja inn svínahryggi. Leyfið var veitt en með slíkum ofurtollum að hryggirnir hefðu verið seldir út úr búð með tapi.

Krefst fundar í samgöngunefnd

Jón Bjarnason, alþingismaður og fulltrúi Vinstri grænna í samgöngunefnd Alþingis, krefst fundar í samgöngunefnd vegna deilu flugumferðarstjóra og samgönguráðherra, og vill að Alþingi grípi þegar inn í málið. Hann leggur til að gildistöku laga um hlutafélagsvæðingu flugumferðarstjórnar um áramót, verði frestað, eða fallið verði frá lögunum.

Dæling úr Wilson Muuga gengur vel

Dæling á olíu hófst úr flutningaskipinu Wilson Muuga á strandstað við Hvalsnes á Reykjanesi um fjögurleytið í nótt og gengur nokkuð vel. Til stóð að hefja dælingu síðdegis í gær en vegna tæknilegra erfiðleika tókst það ekki og lítilræði af olíu lak í sjóinn. Betur gekk undir morgun þegar aftur var reynt, og er olíunni dælt í olíubíl í fjörunni.

Nýr norrænn ferðarisi í eigu Íslendinga

Nýr íslenskur ferðarisi varð til á Norðurlöndunum í dag með stofnun Northern Travel Holding, sem er í eigu Fons, FL Group og Sunds. Hið nýja félag hefur keypt Sterling flugfélagið, Iceland Express, yfir helmings hlut í flugfélaginu Astraeus, stóran hlut í sænsku ferðaskirfstofunni Ticket og alla hluti í dönsku ferðaskrifstofunni Hekla Travel. Samanlögð velta þessara félaga er áætluð um 120 milljarðar króna.

27.309 fá hlífðargleraugu

Slysavarnarfélagið Landsbjörg og Blindrafélagið senda öllum 10-15 ára börnum á landinu gjafabréf fyrir hlífðargleraugum í ár. Þetta gera félögin til þess að minna á að slys eru tíð um áramót og að algengast er að fólk slasist á höndum, andliti og augum. Í flestum tilfellum eru einnig misbrestir á að notkunarleiðbeiningar um flugelda séu virtar.

Nokkuð um innbrot um jólin

Lögreglunni í Hafnarfirði bárust nokkrar tilkynningar um innbrot um jólin. Á jólanótt var brotist inn í söluturn í Hafnarfirði og er málið í rannsókn.

Rússneskur njósnari rekinn úr landi í Kanada

Yfirvöld í Kanada ráku í dag úr landi mann sem grunaður er um að hafa verið rússneskur njósnari. Maðurinn á að hafa notað falsað fæðingarvottorð til þess að komast fyrir skilríki, kennitölu og vegabréf. Ráðamenn í Kanada sögðu þetta sýna að hver sá sem virti ekki lög þeirra og ógnaði öryggi samfélagsins væri ekki ekki velkominn í landinu.

Fimm í varðhaldi vegna þjófnaðar

Sýslumaðurinn á Akureyri hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir fimm aðilum sem grunaðir eru um innbrot og þjófnaði í tvö fyrirtæki á Akureyri. Aðfaranótt jóladags var brotist inn í verslun og stolið snjóbrettum og búnaði þeim tengdum.

Eitt mesta hellakerfi landsins fundið í Eldhrauni

Ein mesta hellaþyrping landsins hefur fundist í Skaftáreldahrauni norðan Kirkjubæjarklausturs. Hellarnir, sem samtals eru yfir fimmtán kílómetra langir, hafa verið að koma í ljós í nokkrum alþjóðlegum rannsóknarleiðöngrum. Einn hellanna, tveggja kílómetra langur, þykir einstakt náttúrufyrirbæri þar sem vatn sprautast inn í hann úr sprungum í loftinu.

Nýr stjórnmálaflokkur stofnaður

Nýr stjórnmálaflokkur, sem fengið hefur nafnið Flokkurinn, hefur verið stofnaður. Meðal áhersluatriða er að breyta kosningakerfinu og afnema ný lög um styrki til stjórnmálaflokka.

Mikið tjón í eldsvoða í Mývatnssveit í gær

Mikil eyðilegging varð í bruna í Mývatnssveit í gær. Karlmaður, sem slasaðist mikið í eldsvoðanum, hefur verið fluttur á Landsspítalann til meðferðar. Hann er ekki talinn í lífshættu.

Tannheilsu íslenskra ungmenna hrakar

Tannheilsu íslenskra ungmenna hrakar, samkvæmt nýrri rannsókn sem er að ljúka. Einkum er glerungseyðing að aukast, sérstaklega hjá piltum, og fer það saman við meira gosdrykkjaþamb stráka.

Byrjað að dæla úr Wilson Muuga í kvöld

Byrjað verður að dæla olíu úr flutningaskipinu Wilson Muuga í kvöld. Öllum dælubúnaði var komið fyrir í skipinu í dag, þar á meðal um 300 metra langri slöngu sem notuð verður til að koma olíu á tankbíla.

Dælubúnaður kominn um borð í Wilson Muuga

Búið er að koma slöngum og dælubúnaði um borð skipið Wilson Muuga á strandstað til að dæla olíu úr skipinu. Níu menn eru um borð meðal annars frá Landhelgsigæslunni og olíudreifingu.

Fleyta kertum í Nauthólsvík í kvöld

Hópur fólks frá Srí Lanka, sem missti ástvini í flóðbylgjunni við Indlandshaf fyrir tveimur árum, ætlar að minnast hinna látnu með því að fleyta kertum í Nauthólsvík í Reykjavík klukkan sjö í kvöld.

Reyndu að halda jólabrennu í Grindavík

Tilraun um tuttugu ungmenna í Grindavík til að halda jólabrennu í gærkvöldi fór út um þúfur þegar lögregla mætti á svæðið, handtók einn forsprakkann og leysti upp samkomuna. Veitingamaður, sem reyndi að hafa skemmtistað opinn á Jóladag, fékk bágt fyrir.

Símkerfi Landsspítala-Háskólasjúkrahúss bilað

Símkerfi Landspítala Háskólasjúkrahúss er bilað sem stendur. Erfitt er að ná sambandi í aðalnúmer spítalans og er fólki bent á að prófa bæði heimasíma og farsíma ef ná þarf sambandi við sjúkrahúsið. Verið er að vinna að viðgerðum á símkerfi sjúkrahússins.

Olíudælum komið fyrir í dag

Stefnt er að því að koma upp búnaði til að dæla olíu úr Wilson Muuga þegar birtir í dag en skipið strandaði við Hvalsnes í síðustu viku. Hávar Sigurjónsson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar segir veður hafa hamlað því hingað til að hægt væri að koma búnaðnum fyrir en allt útlit er fyrir að hægt sé að hefjast handa í dag.

15 ára stalst til að aka bíl í Vogum

Fimmtán ára piltur stalst til þess að aka bíl, þótt engin hefði hann ökuréttindin, í Vogum á Vatnsleysuströnd í nótt. Lögreglan stóð hann að verki en með honum í bílnum var 17 ára farþegi. Þeir voru báðir kærðir fyrir umferðarlagabrot. Sá yngri fyrir akstur án réttinda og sá eldri fyrir að fela þeim yngri aksturinn.

Árleg jólabrenna fór út um þúfur

Tilraun um tuttugu ungmenna í Grindavík til að halda jólabrennu í gærkvöldi fór út um þúfur þegar lögregla mætti á svæðið og leysti upp samkomuna. Fólkið hafði safnast saman við skrúðgarðinn Sólarvé skammt frá sundlauginni. Þar var hlaðið upp balkesti með spýtnabraki og ýmsu drasli, eldfimum vökva skvett á og síðan kveikt í.

Fjórir í Keflavík teknir með fíkniefni

Fjórir karlmenn voru handteknir í Keflavík um þrjúleytið í nótt vegna meints fíkniefnamisferlis en fíkniefni fundust í bíl sem þeir voru í. Þeir voru færðir í fangageymslur og verða teknir til yfirheyrslu með morgninum.

Lögregla óskar upplýsinga um skemmdarverk

Bíll sem stóð í vegkantinum á Hafnavegi rétt utan við Hafnir á Suðurnesjum var skemmdur í nótt, rúður brotnar og hurðir og vélarhlíf dælduð. Bíllinn, sem er af gerðinni Toyota Corolla, hafði staðið þar bilaður frá því á Þorláksmessu. Lögreglan í Keflavík biður þá sem geta gefið upplýsingar um þetta skemmdarverk að hafa samband.

Líðan mannsins stöðug

Flytja þurfti karlmann á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í kvöld eftir bruna á verkstæði í Mývatnssveit. Líðan mannsins er stöðug og er hann með meðvitund. Búið er að slökkva eldinn.

Mikil ölvun á slysadeild aðfaranótt jóladags

Mikið álag var á slysa- og bráðamóttöku Landspítalans í nótt. Þrátt fyrir að allir skemmtistaðir hafi verið lokaðir minnti ástandið á laugardagskvöld þegar ölvun er mikil í miðbæ Reykjavíkur. Yfirlæknir á slysa- og bráðamóttöku segir mikla ölvun, þeirra sem þangað leituðu, hafa komið sér á óvart og benda til þess að áfengis- og vímuefnaneysla um jólin sé að aukast.

Nokkrir dvöldu í athvörfum síðustu nótt

Á annað hundrað manns snæddi jólamat hjá Hjálpræðishernum í gærkvöldi. Liðsmaður Hersins segir þá sem þangað leita oft einmana og ekki hafa í nein önnur hús að venda. Nokkrir eyddu nóttinni í athvörfum.

Reyna á að dæla olíunni úr Wilson Muuga á morgun

Reyna á að dæla olíunni úr flutningaskipinu Wilson Muuga á morgun en skipið strandaði við Hvalsnes í síðustu viku. Veður hefur hamlað því að hægt hafi verið að dæla olíunni úr skipinu.

Norðurljós og snjór heilla

Hundruð erlendra ferðamanna, frá öllum heimshornum, koma árlega hingað til lands í þeim tilgangi að vera hér yfir jólin. Frekar dauft er yfir höfuðborginni jóladagana og lítið um að vera fyrir útlendinga. Þó geta hlutir eins og snjór og norðurljós, gert gæfumuninn fyrir margan ferðamanninn. Það var frekar tómlegt um að litast í höfuðborginni í dag og nánast öll verslun og þjónusta lokuð.

Einn fluttur á sjúkrahús

Mikill eldur braust út í iðnaðarhúsnæði í Mývatnssveit á fimmta tímanum. Einn maður var fluttur á sjúkrahúsið á Húsavík með brunasár en ekki er vitað hversu alvarlega slasaður hann er. Í húsinu er bæði vélaverkstæði og trésmíðaverkstæði.

Kirkjusókn með mesta móti

Kirkjusókn var með besta móti á landinu öllu í dag og í gær, enda veður með eindæmum gott og blakti varla logi á útikerti. Hjá Íslendingum er sterk hefð fyrir því að hefja jólahald með því að fara í aftansöng, en það færist í vöxt á tekið sé undir í sálmasöng. Almennt er kirkjusókn góð um land allt yfir jóladagana, en í gær er talið að veður hafi stuðlað að góðri aðsókn, en það var með eindæmum gott.

Vatnstjón í atvinnuhúsnæði á Akureyri

Mikið vatnstjón varð í atvinnuhúsnæði við Fururvelli á Akureyri þegar rifa kom á brunaslöngu á efri hæðum. Þegar lögregla kom að lá um tíu sentímetra hátt vatnslag yfir öllu á efri hæð hússins og einnig hafði lekið niður á neðri hæðina. Lögregla segir að það hafi tekið Slökkvilið Akureyrar tæplega fjórar klukkustundir að dæla vatni af gólfum.

Eldur logar í Malarvinnslunni í Mývatnssveit

Eldur logar í húsi Malarvinnslunnar í Mývatnssveit. Lögreglan á Húsavík segir að það skíðlogi í húsinu sem er nokkuð stórt. Tilkynning barst um eldinn um klukkan hálf fimm en í húsinu eru bæði bílaverkstæði og trésmíðaverkstæði.

Vatnsleki á Akureyri

Slökkvilið Akureyrar fékk tilkynningu um vatnsleka við Furuvelli um kl: 12:48 í dag. Allt vakthafandi lið slökkviliðsins var sent á staðinn til hreinsunar og dælingar. Við komuna á staðinn var ljóst að vatnlekinn var umtalsverður og hefur hreinsun staðið yfir í um fjórar stundir.

Tvö umferðóhöpp við Grindavíkurafleggjara

Tveir bílar skullu á vegatálmum úr steypu með stuttu millibilli við Grindavíkurafleggjara í dag. Bílarnir skemmdust ekki mikið og engin slys urðu á fólki. Talið er að hálka á veginum hafi verið sökudólgurinn að þessu sinni.

Mikið að gera á slysadeild í nótt

Óvenju mikið var að gera á slysadeild í nótt, en menn þar á bæ segja að kvöldið og nóttin hafi verið eins og meðal laugardagskvöld. Flest tilfelli voru vegna ölvunar, og þó nokkur tilfelli um ofurölvun þar sem fólk hafði dottið og legið einhvern tíma úti í kuldanum.

Margir snæddu jólamat hjá Hjálpræðishernum

Á annað hundrað manns snæddu jólamat hjá Hjálpræðishernum í gærkvöldi. Liðsmaður Hersins segir þá sem þangað leita oft einmanna og ekki hafa í nein önnur hús að vernda.

Wilson Muuga hreyfist lítið

Svo virðist sem að flutningaskipið Wilson Muuga, sem strandaði við Hvalsnes í síðustu viku, hafi lítið hreyfst í nótt. Lögreglumenn litu eftir skipinu í morgun en lítið sást þó til þess þar sem mikið myrkur er enn á strandstað.

Vilja olíuna á land

Bæjarráð Sandgerðisbæjar sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að það sé algjört forgangsatriði að koma olíunni úr Wilson Muuga á land hið fyrsta til þess að koma í veg fyrir umhverfisslys af völdum olíumengunnar.

Sjá næstu 50 fréttir