Innlent

Póstkössum læst yfir áramótin

Póstkassarnir verða ekki opnaðir aftur fyrr en í kringum miðjan janúar.
Póstkassarnir verða ekki opnaðir aftur fyrr en í kringum miðjan janúar. MYND/Teitur

Íslandspóstur ætlar í ár líkt og fyrri ár að læsa póstkössum sem eru utandyra á höfuðborgarsvæðinu yfir áramótin. Skemmdir hafa ítrekað verið unnar á póstkössunum í kringum áramót og því var ákveðið að grípa til þessa ráðs. Verið er nú að vinna í því að læsa kössunum og verða þeir ekki opnaðir aftur fyrr en miðjan janúar.

Læsingin virkar þannig að hægt er að koma einu bréfi ofan í kassann í einu en ekki er hægt opna hann það mikið að hægt sé að koma þykkari bréfum í kassann. Í tilkynningu sem Íslandspóstur sendi frá sér vegna þessa er viðskiptavinum bent á næstu póstafgreiðslu eða póstkassa sem staðsettir eru innandyra eins og í verslanamiðstöðvum.

Hægt er að finna upplýsingar um póstkassa og afgreiðslustaði á heimasíðu fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×