Innlent

Olían nú endurunnin til heilla fyrir umhverfið

Farið er að endurvinna alla úrgangsolíu sem til fellur í landinu og nýta hana aftur sem olíu. Áður var megnið af henni flutt aftur úr landi og afgangurinn gufaði upp í andrúmsloftið.

Það er Olíudreifing, í sameign Essó og Olís, sem hefur komið upp endurvinnslubúnaði í Örfyrisey, sem á að anna edurvinnslu á allri úrgangsolíu hér á landi, en árlega berast um sex þúsund tonn af henni í safnstöð í Örfyrisey, samkvæmt samningi við úrvinnslusjóð.

Nú verður olíuhratinu breytt úr spilliefni í svonefnda grunnolíu, sem til dæmis er notið til íblöndunar í svartolíu. Hún nýtist einnig sem eldsneyti við brennslu í kötlum. Þá er áætlað að búnaðurinn skilji svonefndar léttari olíutegundir frá, sem nemur 50-100 þúsund lítrum á ári, sem áður fóru út í andrúmsloftið í formi gufu.

Til þessa hefur olían aðeins verið frumhreinsuð og var um tíma notuð á katla sementsverksmiðjunnar á Akranesi, en udnanfarin ár hefur hún öll verið flutt úr landi með ærnum kostnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×