Æðarbændur verða fyrir búsifjum vegna óveðurs 24. maí 2006 19:06 Æðarbændur á norðanverðu landinu hafa orðið fyrir töluverðum búsifjum vegna hretsins sem gengið hefur yfir landið undanfarna daga. Þá er líklegt að illviðrið hafi höggvið skarð í minni mófuglastofna en gróðurinn virðist hins vegar ætla að sleppa nokkuð vel. Það hefur ekki blásið byrlega á landinu undanfarna daga og áhorfendur hafa varla farið varhluta myndum af fólki í hremmingum á Norðurlandi. En illviðrið hefur einnig sín áhrif á flóru og fánu landsins þótt það sé mismikið. Að sögn Borgþór Magnússonar, plöntuvistfræðings hjá Náttúrufræðistofnun, er talið að skellurinn hafi ekki mikil áhrif á gróður á landinu. Við þessar aðstæður hægist mjög á vexti hans og þá segir hann snjóinn leggjast yfir gróðurinn eins og hlíf og því skemmist hann ekki. Ekki sé þó útilokað gróður í görðum hafi skemmst í næturfrosti og roki. Innan dýraríkisins virðist illviðrið hafa haft mest áhrif á fuglalíf og þá sérstaklega á Norðurlandi. Ólafur Nielsen fuglafræðingur segir ofankomuna og kuldann hafa áhrif á mófugla og endur þar. Þetta séu tegundir eins og hrossagaukur, spói, skógarþröstur, þúfutittlingur og heiðlóa. Þeir flykkist nú heim að bæjum um allt Norðurland. Ólafur segir þó mófuglana marga geta orpið aftur en það sé erfiðara fyrir þá andarstofna sem þegar hafi orpið. Þá kemur stormurinn niður á æðarvarpi víða á Norðurlandi og ljóst er að æðarbændur hafa víða orðið fyrir búsifjum að sögn Jónas Helgasonar, formanns æðarræktarfélags Íslands og bónda í Æðey. Hann segir þetta sé um allt Norðurland og norðanverða Vestfirði en hann viti ekki hvort hretið hafi haft áhrif sunnar á Vestfjörðum. Jónas segir þó að það skýrist ekki fyrr en snjóa leysi og fyrr en vörp hafa verið týnd hversu mikið tjónið sé. Mikil hagsmunir eru í húfi því árlega eru um þrjú tonn af dúni framleidd. Á bilinu 75-85 þúsund krónur hafa fengist fyrir kílóið þannig að æðardúnstekjur nema vel á þriðja hundrað milljónum króna. Jónas segir óviss um sína ræktun en allt er á kafi í snjó í Æðey. Sums staðar hafi hausar á æðarfuglum sést upp úr sköglum þegar byrjað hafi að birta í morgun. Þegar þetta ástand sé forðist menn að labba um varpið og láta það vera í friði meðan snjóa leysir. Fréttir Innlent Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Æðarbændur á norðanverðu landinu hafa orðið fyrir töluverðum búsifjum vegna hretsins sem gengið hefur yfir landið undanfarna daga. Þá er líklegt að illviðrið hafi höggvið skarð í minni mófuglastofna en gróðurinn virðist hins vegar ætla að sleppa nokkuð vel. Það hefur ekki blásið byrlega á landinu undanfarna daga og áhorfendur hafa varla farið varhluta myndum af fólki í hremmingum á Norðurlandi. En illviðrið hefur einnig sín áhrif á flóru og fánu landsins þótt það sé mismikið. Að sögn Borgþór Magnússonar, plöntuvistfræðings hjá Náttúrufræðistofnun, er talið að skellurinn hafi ekki mikil áhrif á gróður á landinu. Við þessar aðstæður hægist mjög á vexti hans og þá segir hann snjóinn leggjast yfir gróðurinn eins og hlíf og því skemmist hann ekki. Ekki sé þó útilokað gróður í görðum hafi skemmst í næturfrosti og roki. Innan dýraríkisins virðist illviðrið hafa haft mest áhrif á fuglalíf og þá sérstaklega á Norðurlandi. Ólafur Nielsen fuglafræðingur segir ofankomuna og kuldann hafa áhrif á mófugla og endur þar. Þetta séu tegundir eins og hrossagaukur, spói, skógarþröstur, þúfutittlingur og heiðlóa. Þeir flykkist nú heim að bæjum um allt Norðurland. Ólafur segir þó mófuglana marga geta orpið aftur en það sé erfiðara fyrir þá andarstofna sem þegar hafi orpið. Þá kemur stormurinn niður á æðarvarpi víða á Norðurlandi og ljóst er að æðarbændur hafa víða orðið fyrir búsifjum að sögn Jónas Helgasonar, formanns æðarræktarfélags Íslands og bónda í Æðey. Hann segir þetta sé um allt Norðurland og norðanverða Vestfirði en hann viti ekki hvort hretið hafi haft áhrif sunnar á Vestfjörðum. Jónas segir þó að það skýrist ekki fyrr en snjóa leysi og fyrr en vörp hafa verið týnd hversu mikið tjónið sé. Mikil hagsmunir eru í húfi því árlega eru um þrjú tonn af dúni framleidd. Á bilinu 75-85 þúsund krónur hafa fengist fyrir kílóið þannig að æðardúnstekjur nema vel á þriðja hundrað milljónum króna. Jónas segir óviss um sína ræktun en allt er á kafi í snjó í Æðey. Sums staðar hafi hausar á æðarfuglum sést upp úr sköglum þegar byrjað hafi að birta í morgun. Þegar þetta ástand sé forðist menn að labba um varpið og láta það vera í friði meðan snjóa leysir.
Fréttir Innlent Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira