Æðarbændur verða fyrir búsifjum vegna óveðurs 24. maí 2006 19:06 Æðarbændur á norðanverðu landinu hafa orðið fyrir töluverðum búsifjum vegna hretsins sem gengið hefur yfir landið undanfarna daga. Þá er líklegt að illviðrið hafi höggvið skarð í minni mófuglastofna en gróðurinn virðist hins vegar ætla að sleppa nokkuð vel. Það hefur ekki blásið byrlega á landinu undanfarna daga og áhorfendur hafa varla farið varhluta myndum af fólki í hremmingum á Norðurlandi. En illviðrið hefur einnig sín áhrif á flóru og fánu landsins þótt það sé mismikið. Að sögn Borgþór Magnússonar, plöntuvistfræðings hjá Náttúrufræðistofnun, er talið að skellurinn hafi ekki mikil áhrif á gróður á landinu. Við þessar aðstæður hægist mjög á vexti hans og þá segir hann snjóinn leggjast yfir gróðurinn eins og hlíf og því skemmist hann ekki. Ekki sé þó útilokað gróður í görðum hafi skemmst í næturfrosti og roki. Innan dýraríkisins virðist illviðrið hafa haft mest áhrif á fuglalíf og þá sérstaklega á Norðurlandi. Ólafur Nielsen fuglafræðingur segir ofankomuna og kuldann hafa áhrif á mófugla og endur þar. Þetta séu tegundir eins og hrossagaukur, spói, skógarþröstur, þúfutittlingur og heiðlóa. Þeir flykkist nú heim að bæjum um allt Norðurland. Ólafur segir þó mófuglana marga geta orpið aftur en það sé erfiðara fyrir þá andarstofna sem þegar hafi orpið. Þá kemur stormurinn niður á æðarvarpi víða á Norðurlandi og ljóst er að æðarbændur hafa víða orðið fyrir búsifjum að sögn Jónas Helgasonar, formanns æðarræktarfélags Íslands og bónda í Æðey. Hann segir þetta sé um allt Norðurland og norðanverða Vestfirði en hann viti ekki hvort hretið hafi haft áhrif sunnar á Vestfjörðum. Jónas segir þó að það skýrist ekki fyrr en snjóa leysi og fyrr en vörp hafa verið týnd hversu mikið tjónið sé. Mikil hagsmunir eru í húfi því árlega eru um þrjú tonn af dúni framleidd. Á bilinu 75-85 þúsund krónur hafa fengist fyrir kílóið þannig að æðardúnstekjur nema vel á þriðja hundrað milljónum króna. Jónas segir óviss um sína ræktun en allt er á kafi í snjó í Æðey. Sums staðar hafi hausar á æðarfuglum sést upp úr sköglum þegar byrjað hafi að birta í morgun. Þegar þetta ástand sé forðist menn að labba um varpið og láta það vera í friði meðan snjóa leysir. Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Æðarbændur á norðanverðu landinu hafa orðið fyrir töluverðum búsifjum vegna hretsins sem gengið hefur yfir landið undanfarna daga. Þá er líklegt að illviðrið hafi höggvið skarð í minni mófuglastofna en gróðurinn virðist hins vegar ætla að sleppa nokkuð vel. Það hefur ekki blásið byrlega á landinu undanfarna daga og áhorfendur hafa varla farið varhluta myndum af fólki í hremmingum á Norðurlandi. En illviðrið hefur einnig sín áhrif á flóru og fánu landsins þótt það sé mismikið. Að sögn Borgþór Magnússonar, plöntuvistfræðings hjá Náttúrufræðistofnun, er talið að skellurinn hafi ekki mikil áhrif á gróður á landinu. Við þessar aðstæður hægist mjög á vexti hans og þá segir hann snjóinn leggjast yfir gróðurinn eins og hlíf og því skemmist hann ekki. Ekki sé þó útilokað gróður í görðum hafi skemmst í næturfrosti og roki. Innan dýraríkisins virðist illviðrið hafa haft mest áhrif á fuglalíf og þá sérstaklega á Norðurlandi. Ólafur Nielsen fuglafræðingur segir ofankomuna og kuldann hafa áhrif á mófugla og endur þar. Þetta séu tegundir eins og hrossagaukur, spói, skógarþröstur, þúfutittlingur og heiðlóa. Þeir flykkist nú heim að bæjum um allt Norðurland. Ólafur segir þó mófuglana marga geta orpið aftur en það sé erfiðara fyrir þá andarstofna sem þegar hafi orpið. Þá kemur stormurinn niður á æðarvarpi víða á Norðurlandi og ljóst er að æðarbændur hafa víða orðið fyrir búsifjum að sögn Jónas Helgasonar, formanns æðarræktarfélags Íslands og bónda í Æðey. Hann segir þetta sé um allt Norðurland og norðanverða Vestfirði en hann viti ekki hvort hretið hafi haft áhrif sunnar á Vestfjörðum. Jónas segir þó að það skýrist ekki fyrr en snjóa leysi og fyrr en vörp hafa verið týnd hversu mikið tjónið sé. Mikil hagsmunir eru í húfi því árlega eru um þrjú tonn af dúni framleidd. Á bilinu 75-85 þúsund krónur hafa fengist fyrir kílóið þannig að æðardúnstekjur nema vel á þriðja hundrað milljónum króna. Jónas segir óviss um sína ræktun en allt er á kafi í snjó í Æðey. Sums staðar hafi hausar á æðarfuglum sést upp úr sköglum þegar byrjað hafi að birta í morgun. Þegar þetta ástand sé forðist menn að labba um varpið og láta það vera í friði meðan snjóa leysir.
Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira