Innlent

Farþegabátur í nauðum við Vestmannaeyjar

Björgunarskip frá Vestmannaeyjum eru komin að farþegabátnum Víking PH frá Vestmannaeyjum sem fékk á sig brot við Smáeyjar vestan Heimaeyjar um klukkan hálf tólf í morgun. Sextán farþegar og tveggja manna áhöfn voru um borð í í bátnum.

Tveir björgunarbátar fóru á staðinn og er búið að flytja hóp ungmenna til Eyja með öðrum bátnum. Hinir eru væntanlegir til lands innan tíðar. Gluggar brotnuðu í farþegabátnum en engin slys urðu á fólki. Björgunarbátur Landsbjargar í Vestmannaeyjum var í slipp og því var brugðist við á minni björgunarbát og lóðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×