Fleiri fréttir

18 mánaða dómur fyrir að rjúfa skilorð

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í eins og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir að stela seðlaveski. Með brotinu sem dæmt var fyrir í dag rauf hann skilorðið og var því fyrri dómur tekinn upp.

Fyrstu björgunarsveitarmenn komnir

Fyrstu björgunarsveitarmenn eru komnir í Hoffelsdal við Fáskrúðsfjörð en eins manns er saknað eftir að snjóflóð féll þar undir kvöldið. Leit er hafin og björgunarsveitarmenn notast við leitarhunda. Tveir vélsleðamenn voru á ferð þegar snjóflóðið féll og lenti annar mannanna í flóðinu.

Enn á neyslufylleríi þrátt fyrir viðvörunarbjöllur

Vöruinnflutningur jókst um ríflega þriðjung, í krónum talið, í síðasta mánuði. Hluti skýringarinnar liggur í lækkun krónunnar, en að sama skapi má ætla að þrátt fyrir viðvörunarbjöllur sé þjóðin enn á neyslufylleríi.

Kirkjukrytur í Reykjanesbæ

Yfirgnæfandi meirihluti kosningabærra manna í Reykjanesbæ hefur óskað eftir því að Sigfús B. Ingvason verði sóknarprestur í Keflavíkursókn. Málið er nú í höndum kirkjumálaráðherra.

Náið samstarf við NATO

Náið samstarf verður haft við Atlantshafsbandalagið um framtíð öryggis- og varnarmála Íslands, þegar Bandaríkjamenn hafi lagt fram útfærslu á því hvernig þeir hyggist halda í heiðri ákvæði varnarsamningsins. Þetta segir Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, og jafnframt að framkoma Bandaríkjamanna í garð Íslendinga geri það að verkum að samstarf þjóðanna verði aldrei hið sama. Forsætisráðherra er ekki bjartsýnn á framahald samningaviðræðna við Bandaríkjamenn um varnir landsins og útilokar ekki að það komi til uppsagnar varnarsamningsins. Þetta kom fram í erindi sem hann flutti í Háskóla Íslands í dag um framtíðarstefnu Íslendinga í öryggis- og varnarmálum. Jafnframt að hvergi verði hvikað frá því að varnir Íslands séu sýnilegar og öflugar þótt erfitt væri að sjá hvernig það mætti vera án þess að herþotur væru hér. Því hafi Bandaríkjmenn haldið fram og nú væri beðið eftir því að þeir bæru fram frekari útskýringar. Forsætsráðherra segir Bandaríkjamenn þurfa að uppfylla stefnu Atlantshafsbandalagsins um loftvarnir og náið samstarf verði haft við bandalagið og þá sérstaklega framkvæmdastjóra þess, Jaap de Hoop Scheffer, þegar áætlun Bandaríkjamanna liggur fyrir. Enga launung væri á því að framkoma bandarískra stjórnvalda varðandi brottflutning héðan hafi skapað vantraust milli þjóðanna. Í ljósi breyttra aðstæðna sagði forsætisráðherra að þátttaka íslendinga innan Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Atlantshafsbandalagsins og Sameinuðu þjóðanna yrði efld. Sömu sögu væri að segja um samstarf á vettvangi Schengen, jafnframt því sem þátttaka okkar í friðargæslu, þróunarhjálp og þróunarsamvinnu yrði efld. Utanríkisþjónustan þroskuð og möguleikar til þátttöku í alþjóðasamstarfi. Tækjabúnaðaður Landhelgisgæslunnar yrði stórefldur og einnig Víkingasveit lögreglunnar. Starfið yrði aukið í takt við auknar þjóðartekjur.

Nagladekkin að lenda á bannlista

Þeir sem eru enn á nagladekkjum ættu að huga að því að skipta um dekk hið fyrsta. Frá og með páskadegi er óheimilt að vera á negldum dekkjum á götum Reykjavíkur.

Hugmyndasamkeppni hleypt af stað

Heildar verðlaunafé í hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrinnar er jafnvirði rúmra 65 milljóna íslenskra króna. Átta teymi verða valin og fá þau tækifæri til að vinna að ítarlegri útfærslu hugmynda sinna.

Hafísinn þokast nær landi

Hafístunga er aðeins um tuttugu sjómílur norðaustur af Straumnesi. Ísinn þekur ýmis fiskimið úti af Vestfjörðum en lokar ennþá engum siglingaleiðum.

Snjósleðamaður í vanda norður af Gæsafjöllum

Lögreglan á Húsavík hefur verið kölluð til að aðstoða snjósleðamann sem mun hafa orðið fyrir óhappi í dag norðan Mývatns, nánar tiltekið norður af Gæsafjöllum. Lögreglumenn eru á leið á vettvang en ekki liggur fyrir hversu alvarlega maðurinn er slasaður.

Stýrivextir gætu farið í 16 prósent

Stýrivextir Seðlabankans geta farið í allt að sextán prósent að því er fram kemur í viðtali viðskiptavefsins Bloomberg við Davíð Oddsson Seðlabankastjóra. Davíð segist reiðubúinn að hækka stýrivexti verulega ef þess gerist þörf til að halda aftur af verðbólgu.

Miðjan er í bakgarði í Goðalandi

Miðja höfuðborgarsvæðisins er í bakgarði Goðalands 11, það er að segja ef það er reiknað er út frá búsetu í Reykjavík og nágrenni. Í fyrsta skipti í fjögur ár fjarlægist hún Kópavog í stað þess að nálgast hann.

Útilokar ekki að það komi til uppsagnar varnarsamningsins

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, útilokar ekki að það komi til uppsagnar varnarsamningsins. Það velti á því hvernig Bandaríkjamenn hyggjast tryggja sýnilegar og öflugar varnir á Íslandi. Þetta kom fram í erindi sem forsætisráðherra flutti í Háskóla Íslands í dag um framtíðarstefnu Íslendinga í öryggis- og varnarmálum.

Aðgerðaleysi ráðherra gagnrýnt

Stjórnarandstæðingar deildu hart á heilbrigðis- og fjármálaráðherra við upphaf þingfundar í dag. Þeir gagnrýndu ráðherrana fyrir aðgerða- og úrræðaleysi þegar kæmi að því að leysa stöðuna á hjúkrunarheimilum og óskuðu eftir því að forsætisráðherra hlutaðist til um málið.

Stefnt að sameiningu Apple-verslana á Norðurlöndum

Öflun ehf., eigandi Apple-verslananna á Íslandi, í Danmörku og Svíþjóð, hefur gert yfirtökutilboð í norska fyrirtækið Office Line en nýverið eignaðist Öflun yfir 89,58% í fyrirtækinu.

Möguleikhúsið við Hlemm frumsýnir nýtt leikrit

Leikritið Systur eftir Þórunni Guðmundsdóttur verður frumsýnt í Möguleikhúsinu næstkomandi miðvikudag. Leikritið fjallar um þrjár systur sem missa móður sína á unga aldri. Þar er skyggnst inn í íslenskan raunveruleika, kaldranalegan og hversdagslegan á yfirborðinu en litskrúðugan þegar betur er að gáð.

Landsframleiðsla eykst um 1,2% vegna Fjarðaáls

Áætlað er að landsframleiðsla aukist um allt að 1,2% þegar starfsemi álvers Alcoa Fjarðaáls verður komin á fullt skrið. Aukningin svarar um 12 milljörðum króna á ári.

Stefnir í fjöldauppsagnir

Ófaglærðir starfsmenn dvalar- og hjúkrunarheimila, sem hafa verið í mótmælaaðgerðum undanfarnar tvær vikur, munu funda saman klukkan hálffimm í dag. Búist er við fjöldauppsögnum ófaglærðra starfsmanna í kjölfar fundarins, að sögn Álfheiðar Bjarnadóttur, talsmanns starfsmanna.

Sambandslaust við tilkynningaskyldu

Landhelgisgæslan vill koma því á framfæri að það er sambandslaust við strandstöðvar og tilkynningaskyldu úti fyrir öllu Norðurlandi, frá Horni að Raufarhöfn. Sambandið féll niður í morgun en ekki er víst hvenær samband kemst á aftur.

Sjóvá vill endurbyggja Suðurlandsveg

Tryggingafélagið Sjóvá vill endurbyggja Suðurlandsveg með tveimur akreinum í hvora átt, vegriði á milli og lýsingu alla leið. Þór Sigfússon forstjóri Sjóvá segir í viðtali við NFS að í rauninni vilji félagið, ásamt nokkurm fjárfestum flýta þessu nauðsynjaverki og að víða megi finna dæmi þess erlendis að einkaaðilar og ríki taki saman höndum við viðlíka framkvæmdir.

Tekur Varnarliðið fjóra mánuði að pakka niður

Það tekur Varnarliðið fjóra mánuði að pakka niður fyrir brottför hersins í haust. Allar deildir hans vinna nú að áætlunum um hvernig haga á brottförinni. Ekkert liggur fyrir um framtíð íbúðarhúsnæðis og annars húsnæðis í eigu Bandaríkjamanna á flugvellinum.

Allhvöss sunnan átt, allra vestast á landinu í dag

Í dag verður allhvöss sunnan átt allra vestast á landinu en lægir heldur þegar líður á dagnn. Annars staðar verður hægari vindur. Rigning eða skúrir víða um land en þó yfirleitt þurrt allra austast og norðaustast. Hiti 5-8 stig.

Excel Airways kaupir ferðaskrifstofuna Kosmar Holidays

Excel Airways Group, dótturfélag Avion Group hefur fest kaup á bresku ferðaskrifstofunni Kosmar Villa Holidays. Kosmar Holidays er fremsta ferðaskrifstofan í Bretlandi í ferðalögum til Grikklands og byggir á 24 ára reynslu í skipulagningu ferða þangað.

Roger Hodgson með tónleika á Broadway

Fyrrum söngvari og leiðtogi hljómsveitarinnar Supertramp Roger Hodgson mun halda hljómleika í Broadway föstudaginn 11. ágúst. Á hljómleikunum mun Roger m.a. flytja öll helstu lög Supertramp eins og t.d. Give A Little Bit, The Logical Song, Dreamer, Its Raining Again, Breakfast In America, School og Take The Long Way Home. Hljómsveitin Supertramp hefur selt yfir 50 milljónir platna á ferli sínum.

Vændi ekki stundað í húsi við Ármúla

Rannsóknarlögreglan segir fíkniefnaleit lögreglu í húsi í Ármúla ekki tengjast rannsókn á skipulögðu vændi. DV hefur greint frá því að skipulagt vændi hafi verið stundað í húsinu.

Samskip og Safari Transport sameina krafta sína

Samskip og færeyska flutningsmiðlunin Safari Transport hafa sameinað krafta sína. Skrifað var undir viljayfirlýsingu um kaup Samskipa á 50% hlut í færeyska félaginu í Þórshöfn fyrir helgi.

Mikill hafís við Grænland

Þrátt fyrir að hvert hitametið af öðru hafi verið slegilð á Grænlandi í vetur, er svo mikill hafís við suðvestanvert landið að hafís veldur vandræðum við strandsiglingar. Sum héruð eru nánast einangruð vegna þessa þar sem lítið er um samgöngur á landi. Vefurinn Skip.is greinir frá því að þetta sé mesti hafís sem sést hefur á svæðinu síðan árið 1999 og að svæðið verði líklega ekki orðið íslaust fyrr en í júlí.

Mikil aukning á fíkniefnamálum

Lögreglan á Ísafirði hefur lagt hald á mun meira magn af fíkniefnum fyrstu þrjá mánuði ársins en undanfarin ár að því er fram kemur á vef Bæjarins besta. Það sem af er árinu hefur lögreglan á Ísafirði átta sinnum haft afskipti af mönnum grunuðum um fíkniefnamisferli og lagt hald á rúm 265 grömm af hassi og tæp 30 grömm af amfetamíni. Þetta er töluvert meira magn en áður þekkist fyrir vestan því undanfarin ár hefur lögreglan gerð upptæk um 140 grömm af ólöglegum efnum að meðaltali á ári hverju.

Slagsmál víða um land um helgina

Töluvert bar á ofbeldi og slagsmálum víða um land um helgina. Tveir voru fluttir undir læknishendur eftir blóðug slagsmál í Skíðaskálanum í Hveradölum og þrír vistaðir í fangageymslum eftir slagsmál þar. Tveir menn ruddust inn til þess þriðja í Reykjanesbæ og höfðu í hótunum við hann með eggvopnum. Maðurinn slapp með skrekkinn en árásarmennirnir voru handteknir. Þá brutust tvisvar út hópslagsmál á Ísafirði og voru tveir menn handteknir vegna þeirra.

Mikill stuðningur við séra Sigfús

Rúmlega þrjú þúsund manns hafa ritað nafn sitt á stuðningsyfirlýsingu við að séra Sigfús B. Ingvason verði næsti sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli. Það lætur nærri að það sé um helmingur sóknarbarna. Það er á valdi kirkjumálaráðherra hver verður næsti sóknarprestur.

Framsóknarmenn vilja flugvöllinn á Löngusker

Framsóknarmenn í Reykjavík boða þjóðarsátt í flugvallarmálum með því flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni og út á Löngusker. Flokkurinn stefnir að því að ná tveimur borgarfulltrúm þrátt fyrir að gengi flokksins hafi verið afar slakt í skoðanakönnum.

Þrír sviptu sig lífi vegna spilafíknar

Þrír menn hið minnsta hafa svipt sig lífi það sem af er þessu ári eftir að hafa misst tök á spilafíkn sinni. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir ráðherra hafa lítið vilja gera þegar hann óskaði eftir aðgerðum.

Samfylkingin vill öldrunarmálin úr höndum ríkisstjórnarinnar

Oddvitar beggja stjórnarflokkanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor vilja að ríkisstjórnin taki strax á þeim vanda sem uppi er á dvalarheimilum aldraðra. Samfylkingin í Reykjavík vill hins vegar taka öldrunarmálin algerlega úr höndum ríkisstjórnarinna.

TF-SIF sækir slasaðan sjómann

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, var kölluð út klukkan hálffimm í dag vegna slasaðs sjómanns um borð í íslenskum togara. Skipið var statt út af Vestfjörðum þegar slysið varð en ekki er vitað hvers kyns meiðsl mannsins eru, né hversu alvarleg. Áætlað er að þyrlan verði yfir skipinu um hálfsjö leytið en SIF þarf að koma við á Rifi til að taka eldsneyti.

Kynþokkafyllsti Vestfirðingurinn valinn

Kosning stendur nú yfir á milli fimm karlmanna annars vegar, og fimm kvenna hins vegar, sem hlutu flestar tilnefningar sem kynþokkafyllsti Vestfirðingurinn í netkosningu nýverið. Hægt er að kjósa á milli hinna tilnefndu á fréttavef Bæjarins besta, BB.is.

Oddvitar vilja lausn í dvalarheimilismáli sem allra fyrst

Oddvitar beggja stjórnarflokkanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor telja ótækt að ekki hafi verið tekið þeim vanda sem upp er á dvalarheimilum aldraðra. Þeir vænta þess að málin verði leyst á næstu dögum.

Tveir hafa svipt sig lífi vegna spilafíknar

Tveir menn hafa svipt sig lífi það sem af er þessu ári eftir að hafa orðið fastir í viðjum spilafíknar. Þetta er mun útbreiddari fíkn en margir halda, ekki síst þar sem þeim sem þjást af henni tekst betur að halda henni leyndri en þeim sem þjást til dæmis af áfengis- eða vímuefnafíkn.

Á batavegi eftir veltu á Reykjanesbraut

Maðurinn sem slasaðist í veltu á Reykjanesbraut í eftirmiðdaginn á föstudag er á batavegi en er enn á gjörgæsludeild. Hann meiddist töluvert og fór í aðgerð strax á föstudagskvöld en ekki þurfti þó að setja hann í öndunarvél.

Töluverður erill hjá lögreglunni í Reykjavík

Töluverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt, en þó kom ekkert stórvægilegt upp á. Fjöldi fólks var í miðbænum og sjö gistu fangageymslur lögreglunnar vegna ölvunar.

Slegist á Ísafirði

Tveir fengu að gista fangaklefa lögreglunnar á Ísafirði í nótt eftir stimpingar fyrir framan veitingastað í bænum. Fleiri tóku þátt í áflogunum en þessir tveir höfðu sig helst í frammi og voru því handteknir.

Fékk gat á hausinn í slagsmálum

Einn var færður undir læknishendur eftir slagsmál tveggja manna í Vestmannaeyjum síðustu nótt. Maðurinn féll í jörðina í stimpingunum og fékk gat á hausinn þegar hann lenti með höfuðið á vegkanti.

Sjá næstu 50 fréttir