Fleiri fréttir

Þyrla að koma með slasaðan vélsleðamann

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti fyrir stundu við Landspítalann í Fossvogi með mann sem slasaðist þegar hann fór á vélsleða fram af 20 metra hengju við Strút, norðan við Mýrdalsjökul, skömmu eftir hádegi í dag.

Keppa í alþjóðlegri gerðardómskeppni

Keppnislið lagadeildar Háskólans í Reykjavík, skipað sjö meistaranemum, hélt til Vínarborgar í vikunni til þátttöku í alþjóðlegri gerðardómskeppni sem ber nafnið Willem C. Vis International Commercial Arbitration Moot.

Vill fleiri málaflokka til sveitarfélaganna

Samfylkingin vill að öldrunarþjónusta, heilsugæsla, málefni fatlaðra, löggæsla og framhaldsskólinn flytjist til sveitarfélaganna sem séu mun betur fallin til þess að annast þjónustu við íbúa en ríkið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu flokkstjórnarfundar Samfylkingarinnar sem haldinn var á Nordica-hótelinu í dag.

Þyrla kölluð út vegna vélsleðamanns sem fór fram af hengju

Tæplega þrítugur karlmaður slasaðist þegar hann fór á vélsleða fram af hengju við Strút, norðan við Mýrdalsjökul, skömmu eftir hádegi í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu og rétt fyrir klukkan hálf fjögur var tekin ákvörðun um að senda hana á slysstað.

Undirskriftasöfnun til stuðnings fyrrverandi sóknarpresti

Sjö hundruð Suðurnesjabúar hafa ritað nafn sitt undir undirskriftasöfnun til stuðnings Sigfúsi B. Ingvasyni, fyrrverandi sóknarpresti í Keflavík, en sérstök valnefnd mælti með séra Skúla S. Ólafssyni í starfið. Málinu var vísað til biskups og mælti hann með því við kirkjumálaráðherra að Skúli yrði fyrir valinu.

Verðbólguskeið framundan á Íslandi?

Formaður Samfylkingarinnar segir að framundan sé verðbólguskeið á Íslandi sem muni standa lengi. Ríkisstjórnin virðist hins vegar ekki ætla að takast á við þá vandasömu hagstjórn sem framundan sé.

Hljótum að stefna að öryggissamfélagi með Evrópu

Ísland hlýtur að stefna að því að eiga öryggissamfélag með Evrópu í framtíðinni. Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, á flokkstjórnarfundi Samfylkingar á Hótel Nordica í dag.

Kredit- og debekort til styrktar ABC-samtökunum

Ný kredit- og debetkort, sem ætluð eru til að styrkja starf ABC-barnahjálparsamtakanna, voru afhent í Smáralindinni í dag. Með kortunum gefst fólki kostur á að njóta víðtæks afsláttar og fríðinda sem taka mið af þörfum barnafjölskyldna, og styrkja um leið börn víðsvegar um heiminn. Ungfrú heimur, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, og leikkonan Helga Braga Jónsdóttir urðu í dag þær fyrstu sem fá slíkt kort afhent.

Horfir fram á annasama daga á næstunni

Tuttugu og átta ára þriggja barna faðir úr höfuðborginni, Snorri Snorrason, var í gærkvöld valinn þriðja Idol-stjarna Íslands í Smáralind. Hvíti kóngurinn, eins og hann er kallaður, tekur sigrinum með stóískri ró en sér fram á langa og annasama daga næstu vikurnar.

Ríkið getur ekki bannað fjölgun álvera

Íslensk stjórnvöld hafa engin lagaleg úrræði til að takmarka fjölgun mengandi iðjuvera í landinu. Þetta segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, en hann telur að það sé nú á ábyrgð íslenska ríkisins að tryggja mengunarkvóta og aðrar mótvægisaðgerðir til að mæta aukinni mengun.

Engin lagaúrræði til að takmarka fjölgun mengandi iðjuvera

Íslensk stjórnvöld hafa engin lagaleg úrræði til að takmarka fjölgun mengandi iðjuvera í landinu. Þetta segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, en hann telur að það sé nú á ábyrgð íslenska ríkisins að tryggja mengunarkvóta og aðrar mótvægisaðgerðir til að mæta aukinni mengun.

Kosið um sameiningu tveggja hreppa á Norðausturlandi

Kosið verður um sameiningu Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps á Norðausturlandi í dag. Hugmyndin vaknaði meðal sveitarstjórnarmanna í hreppunum eftir sameiningarkosningar í haust þar sem íbúar í báðum sveitarfélögum samþykktu sameiningu við nágrannasveitarfélögin.

Róleg nótt hjá lögreglunni

Nóttin var afar róleg hjá lögreglu um allt land. Fjórir gistu fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík vegna mikillar ölvunar og fjórir voru teknir, grunaðir um ölvun við akstur. Einn var stöðvaður á Akureyri vegna gruns um akstur undir áhrifum lyfja, og þá hafði lögreglan í Keflavík afskipti af ökumanni sem talinn er hafa fengið sér neðan í því áður en hann settist undir stýri.

Enn haldið sofandi á gjörgæslu eftir bílveltu

Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bílveltu á Reykjanesbraut er enn á gjörgæslu og haldið þar sofandi enda er líðan hans óbreytt að sögn vakthafandi læknis. Slysið varð um klukkan fjögur í gær og virðist sem maðurinn hafi misst stjórn á jeppa sínum við Grindavíkurafleggjarann og velt honum.

Umfjöllun Dana magnar verðbólgu

Framkvæmdastjóri SA segir að verðbólgan sé allt of há og "Danska árásin" hafi ekki gert Seðlabankanum auðveldara fyrir. Hann bendir á að aldrei hafi verið hægt að lækka verðbólgu með því að hækka laun. Aðhald sé enn brýnna.

Landvinningar VG og Frjálslyndra

Tveir stjórnmálaflokkar sækja á í sveitarstjórnarkosningum í vor óháð öllum prósentutölum. Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Frjálslyndi flokkurinn bjóða fram í fleiri sveitarfélögum nú í vor en fyrir fjórum árum.

Fiskinn minn, nammi nammi namm

Íslendingar borða þriðjungi minna af fiski nú en fyrir sjö árum. Margt ungt fólk sniðgengur fisk í matargerð. Þetta kom fram á fiskiþingi í dag.

Tjöldin fallin í tóbaksversluninni Björk

Tjöldin eru fallin í tóbaksversluninni Björk í Bankastræti eftir að Hæstiréttur komst að því að eiganda verslunarinnar sé heimilt að hafa tóbaksvörur sínar sýnilegar í versluninni. Eigandinn fagnar úrskurðinum og það gera fastakúnnar hans líka.

Slasaðist alvarlega í veltu á Reykjanesbrautinni

Karlmaður um þrítugt sem slasaðist alvarlega í bílveltu á Reykjanesbrautinni í dag er nú haldið sofandi á gjörgæsludeild Landsspítala-Háskólasjúkrahús. Slysið varð á fjórða tímanum í dag.

A-listinn vill ekki einkavæða Keflavíkurflugvöll

A-listinn í Reykjanesbæ telur ekki koma til greina að einkavæða Keflavíkurflugvöll né Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. Þetta segir í tilkynningu frá listanum. Þar segir einnig að að Keflavíkurflugvöllur sé ein af meginstoðum atvinnulífs á Suðurnesjum og því séu hugmyndir um einkavæðingu flugvallarins mjög varhugaverðar, sérstaklega í ljósi þess atvinnuástands sem nú skapist við brotthvarf varnarliðsins.

Kuldaboli hindrar ekki þjóðdans

Þjóðlega klæddur hópur ungmenna lét ekki norðangarra aftra sér frá því að dansa þjóðdansa utanhúss víða um borg í dag. Hér voru á ferðinni nemendur Kvennaskólans í Reykjavík sem héldu sinn árlega Peysufatadag en hann má rekja til sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.

Þóttust geta fjölfaldað peninga með göldrum

Tveir Nígeríumenn hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og varða brotin allt að sex ára fangelsi. Mennirnir sviku út hátt í níu milljónir með því að telja tveimur Íslendingum trú um að þeir gætu fjölfaldað peningaseðla með göldrum.

Sigurður Demetz er látinn

Sigurður Demetz Franzson, óperusöngvari og söngkennari, andaðist að morgni 7. apríl á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík. Hann fæddist 11. október 1912 í St. Úlrik í Grödendal í Ölpunum á landamærum Austurríkis og Ítalíu sem heitir Suður-Tíról, sonur hjónanna Franz og Mariu Demetz.

Sex félög munu skila tapi

Sex félög í Kauphöll Íslands, munu skila tapi á fyrsta ársfjórðungi. Þetta kemur fram í spá greiningardeildar Landsbankans um afkomu 17 félaga í Kauphöll Íslands.

Ingibjörg send til Ísafjarðar

Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, hefur verið skipuð skólameistari Menntaskólans á Ísafirði í eitt ár frá 1. ágúst næstkomandi. Hún tekur við starfinu af Ólínu Þorvarðardóttur sem lætur af störfum í lok þessa skólaárs.

Mun meira tekið af fíkniefnum en áður

Lögreglan á Ísafirði hefur lagt hald á nær tvöfalt meira magn fíkniefna fyrstu þrjá mánuði ársins en hún hefur gert á hverju heilu ári síðustu sjö árin. Ár hvert hefur verið lagt hald á 140 grömm af fíkniefnum að meðaltali en 265 grömm fyrstu þrjá mánuði ársins.

Stal einum bíl og bakkaði á annan

Tvítugur Hafnfirðingur var í dag dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að stela bíl og bakka honum á kyrrstæðan bíl stuttan spöl í burtu.

Má ekki nota upplýsingar um viðskiptavini sem færa sig yfir til keppinautar

Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að Símanum sé óheimilt að misnota aðstöðu sína og beita sérstökum aðgerðum til þess að hafa áhrif á viðskiptavini á einstaklingsmarkaði sem hafa ákveðið að flytja viðskipti sín yfir til Og Vodafone. Úrskurðurinn felur í sér að Símanum er ókleift að heimsækja, hringja í eða senda tölvupóst til slíkra viðskiptavina.

Áfengisneysla heldur áfram að aukast

Áfengisneysla Íslendinga heldur áfram að aukast og þá sér í lagi dagdrykkja. Æ fleiri í aldurhópnum 40 ára og eldri koma til áfengismeðferðar á Vogi vegna dagdrykkju.

Dæmdir fyrir líkamsárás

Þrír ungir karlmenn voru í dag fundnir sekir um líkamsárás. Þeir ruddust í heimildarleysi inn í eldhús Bautans á Akureyri í ágúst í fyrra þar sem tveir þeirra börðu einn starfsmann veitingastaðarins og annar þeirra tók starfsmanninn hálstaki.

Tíminn illa nýttur

Tíminn sem gafst til að aðlaga íslenskan vinnumarkað þeim breytingum sem fylgdu stækkun Evrópusambandsins til austurs var illa nýttur, segir stjórn Samiðnar.

Vísaði kröfu Símans frá dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Símans um staðfestingu lögbanns á því að Helgi Steinar Hermannsson ynni fyrir 365 miðla, sem reka meðal annars NFS. Lögbannið lagði Sýslumaðurinn í Reykjavík á Helga Steinar eftir að hann réði sig til starfa hjá 365 en hann vann áður hjá Skjá einum.

Aukin dreifing á íslenskum sjónvarpsrásum

365 prent- og ljósvakamiðlar og Síminn hafa náð samkomulagi um gagnkvæma dreifingu sjónvarpsefnis. Þar er kveðið á um að báðir aðilar dreifi íslenskum sjónvarpsrásum Digitals Íslands og Skjásins.

Meirihluti vill séra Skúla Sigurð

Meirihluti valnefndar í Keflavíkurprestakalli mælir með því að séra Skúli Sigurður Ólafsson verði næsti prestur í prestakallinu. Ekki náðist þó full samstaða um að mæla með séra Skúla Sigurði og því hefur málinu verið vísað til biskups Íslands.

Bílslys á Reykjanesbrautinni.

Maður var fluttur alvarlega slasaður á slysadeild Landspítalans á fimmta tímanum í dag eftir að jeppabifreið hans valt á Reykjanesbrautinni, rétt vestan við Grindavíkurafleggjarann. Orsök slyssins eru enn ókunn en ökumaðurinn var einn í bílnum og komu ekki aðrir bílar við sögu. Málið er í rannsókn.

Afhenti trúnaðarbréf sitt

Sturla Sigurjónsson sendiherra afhenti Dr. Abdul Kamal, forseta Indlands, trúnaðarbréf sitt í vikunni. Sturla er fyrsti íslenski sendiherrann sem hefur aðsetur á Indlandi.

Kjósa um sameiningu

Íbúar Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps greiða á morgun atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna. Verði sameiningin samþykkt verða sveitarfélögin sameinuð fyrir sveitarstjórnarkosningar undir lok næsta mánaðar. Þá verða sveitarfélög landsins orðin 79 talsins.

Fyrstu Frumkvöðlaverðlaun Icelandair veitt

Íslenskir fjallaleiðsögumenn hlutu í dag Frumkvöðlaverðlaun Icelandair fyrir hugmynd sína Gönguferðir á ís sem á að auðvelda ferðalöngum að komast í beina snertingu við ís.

Markaðsráðandi fyrirtæki brjóti upp starfsemi sína

Skoða þarf hvort brjóta eigi upp markaðsráðandi fyrirtæki. Þetta segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins en það hélt ráðstefnu í morgun á Hótel Nordica þar sem yfirskriftin var „Fákeppni í smærri hagkerfum".

Háskólinn í Reykjavík fer í Morgunblaðshúsið

Háskólinn í Reykjavík flytur hluta starfsemi sinnar í Morgunblaðshúsið í Kringlunni næsta sumar. Skólinn hefur leigt húsnæðið af Klasa, eiganda hússins, og notar það þar til nýtt hús Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýri verður tekið í notkun árið 2009.

Heilbrigðisráðherra ræddi við fulltrúa starfsmanna

Heilbrigðisráðherra kom í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík með stuttum fyrirvara í morgun til að ræða við fulltrúa ófaglærðara starfsmanna. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum eru starfsmenn tíu hjúkrunar- og dvalarheimila á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði í setuverkfalli til þess að mótmæla launakjörum sínum, en verkfallið hófst á miðnætti á fimmtudag.

Vilja kaupa Keflavíkurflugvöll

Þýsk og bresk félög, sem reka marga flugvelli víða um heim, og Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf., hafa nú þegar sýnt áhuga á að kaupa Keflavíkurflugvöll þegar hann verður einkavæddur, eins og utanríkisráðherra boðar.

Spá enn 20 prósenta verðhækkun

Greiningardeild Glitnis spáir því að verðmæti hlutabréfa í fyrirtækjum í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar hækki um tuttugu prósent áður en árið er úti.

Sjá næstu 50 fréttir