Innlent

Snjósleðamaður í vanda norður af Gæsafjöllum

Lögreglan á Húsavík hefur verið kölluð til að aðstoða snjósleðamann sem mun hafa orðið fyrir óhappi í dag norðan Mývatns, nánar tiltekið norður af Gæsafjöllum. Lögreglumenn eru á leið á vettvang en ekki liggur fyrir hversu alvarlega maðurinn er slasaður. Þær upplýsingar fengust hjá Landsbjörgu  að tilkynning hefði borist á fjórða tímanum og óskað eftir að slysavarnarfélagið yrði í viðbragðsstöðu en sú beiðni hafi síðan verið afturkölluð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×