Innlent

Náið samstarf við NATO

Náið samstarf verður haft við Atlantshafsbandalagið um framtíð öryggis- og varnarmála Íslands, þegar Bandaríkjamenn hafi lagt fram útfærslu á því hvernig þeir hyggist halda í heiðri ákvæði varnarsamningsins. Þetta segir Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, og jafnframt að framkoma Bandaríkjamanna í garð Íslendinga geri það að verkum að samstarf þjóðanna verði aldrei hið sama.

Forsætisráðherra er ekki bjartsýnn á framahald samningaviðræðna við Bandaríkjamenn um varnir landsins og útilokar ekki að það komi til uppsagnar varnarsamningsins. Þetta kom fram í erindi sem hann flutti í Háskóla Íslands í dag um framtíðarstefnu Íslendinga í öryggis- og varnarmálum.

Jafnframt að hvergi verði hvikað frá því að varnir Íslands séu sýnilegar og öflugar þótt erfitt væri að sjá hvernig það mætti vera án þess að herþotur væru hér. Því hafi Bandaríkjmenn haldið fram og nú væri beðið eftir því að þeir bæru fram frekari útskýringar.

Forsætsráðherra segir Bandaríkjamenn þurfa að uppfylla stefnu Atlantshafsbandalagsins um loftvarnir og náið samstarf verði haft við bandalagið og þá sérstaklega framkvæmdastjóra þess, Jaap de Hoop Scheffer, þegar áætlun Bandaríkjamanna liggur fyrir.

Enga launung væri á því að framkoma bandarískra stjórnvalda varðandi brottflutning héðan hafi skapað vantraust milli þjóðanna.

Í ljósi breyttra aðstæðna sagði forsætisráðherra að þátttaka íslendinga innan Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Atlantshafsbandalagsins og Sameinuðu þjóðanna yrði efld. Sömu sögu væri að segja um samstarf á vettvangi Schengen, jafnframt því sem þátttaka okkar í friðargæslu, þróunarhjálp og þróunarsamvinnu yrði efld. Utanríkisþjónustan þroskuð og möguleikar til þátttöku í alþjóðasamstarfi. Tækjabúnaðaður Landhelgisgæslunnar yrði stórefldur og einnig Víkingasveit lögreglunnar. Starfið yrði aukið í takt við auknar þjóðartekjur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×