Innlent

TF-SIF sækir slasaðan sjómann

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, var kölluð út klukkan hálffimm í dag vegna slasaðs sjómanns um borð í íslenskum togara. Skipið var statt út af Vestfjörðum þegar slysið varð en ekki er vitað hvers kyns meiðsl mannsins eru, né hversu alvarleg. Áætlað er að þyrlan verði yfir skipinu um hálfsjö leytið en SIF þarf að koma við á Rifi til að taka eldsneyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×