Innlent

Kynþokkafyllsti Vestfirðingurinn valinn

Hér má sjá þá fimm karlmenn sem hlutu flestar tilnefningar sem kynþokkafyllsti Vestfirðingurinn.
Hér má sjá þá fimm karlmenn sem hlutu flestar tilnefningar sem kynþokkafyllsti Vestfirðingurinn. MYND/Bæjarins besta

Kosning stendur nú yfir á milli fimm karlmanna sem hlutu flestar tilnefningar sem kynþokkafyllsti Vestfirðingurinn í netkosningu sem fréttavefur Bæjarins besta hratt af stað í byrjun mánaðarins. Þeir eru Haraldur Jón Jóhannesson, Guðfinnur Ólafur Einarsson, Haraldur Kristinsson, Böðvar Þórisson og Kristján Sverrisson.

Einnig voru valdir fimm kynþokkafyllstu konurnar en þær eru Braga Ósk Bragadóttir, Aðalheiður Óladóttir, Guðrún Ása Magnúsdóttir, Petrína Freyja Sigurðardóttir og Guðrún Birgisdóttir.

Sigurvegararnir hljóta vinninga frá SKG-veitingum, Silfurtorgi og Blómaturninum auk viðurkenningarskjals. Kosningunni lýkur á mánudag og fljótlega eftir það verður tilkynnt hvaða kona og maður þykja kynþokkafyllst á Vestfjörðum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndaröð er úr vöndu að ráða þegar kemur að valinu á kynþokkafyllsta karlmanninum.

Hægt er að kjósa á BB.is og með því að senda póst á netfangið kynthokki@gmail.com.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×