Innlent

Mikil aukning á fíkniefnamálum

Lögreglan á Ísafirði hefur lagt hald á mun meira magn af fíkniefnum fyrstu þrjá mánuði ársins en undanfarin ár að því er fram kemur á vef Bæjarins besta. Það sem af er árinu hefur lögreglan á Ísafirði átta sinnum haft afskipti af mönnum grunuðum um fíkniefnamisferli og lagt hald á rúm 265 grömm af hassi og tæp 30 grömm af amfetamíni. Þetta er töluvert meira magn en áður þekkist fyrir vestan því undanfarin ár hefur lögreglan gerð upptæk um 140 grömm af ólöglegum efnum að meðaltali á ári hverju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×