Innlent

Vændi ekki stundað í húsi við Ármúla

Rannsóknarlögreglan segir fíkniefnaleit lögreglu í húsi í Ármúla ekki tengjast rannsókn á skipulögðu vændi.  DV hefur greint frá því að skipulagt vændi hafi verið stundað í húsinu. Stúlkur sem voru í húsinu þegar húsleit var gerð fyrir um tveimur vikum gáfu, að sögn lögreglu, eðlilegar skýringar á ferðum sínum og höfðu ekki dvalið lengi hér á landi og eru nú farnar úr landi á ný.

Lögregla segir engar vísbendingar hafa borist um að vændisstarfsemi hafi farið þarna fram. Ef slíkar vísbendingar berist, munu þær vitanlega verða rannsakaðar í þaula. Engin vændisrannsókn er í gangi að sögn lögreglunnar og ekki vitað um slíka starfsemi á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×