Innlent

Mikill stuðningur við séra Sigfús

Rúmlega þrjú þúsund manns hafa ritað nafn sitt á stuðningsyfirlýsingu við að séra Sigfús B. Ingvason verði næsti sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli. Það lætur nærri að það sé um helmingur sóknarbarna. Það er á valdi kirkjumálaráðherra hver verður næsti sóknarprestur.

Það liggur nærri að annað hvert sóknarbarn í Keflavíkurprestakalli hafi lýst yfir stuðningi við séra Sigfús Baldvin Ingason á þeim tæpu þremur dögum sem liðnir eru síðan undirskriftasöfnun til stuðnings honum hófst.

Valnefnd mældi með séra Skúla Sigurði Ólafssyni, sem hefur gegnt störfum sóknarprests á Ísafirði á Ísafirði meðan settur sóknarprestur er í námsleyfi. Nefndin klofnaði þó í afstöðu sinni og er hún því ekki bindandi sem fyrr segir. Er því hafin barátta fyrir því að séra Sigfús Baldvin Ingason, sem gegnt hefur unnið við hlið séra Ólafs Odds Jónssonar sóknarprests, fái brauðið.

Nú kemur til kasta Björns Bjarnasonar kirkjumálaráðherra. Ráðherra er því einungis skylt að fara að tillögu valnefndar um hver verði sóknarprestur ef valnefnd er einróma í vali sínu. Svo var ekki í þessu tilfelli og því kemur það í hlut ráðherra að ákvarða hver verður næsti sóknarprestur.

Sambærileg staða við þá sem nú er uppi í Keflavíkurprestakalli hefur tvívegis komið upp síðan núverandi lög tóku gildi. Í bæði skiptin valdi kirkjumálaráðherra þann prest sem meirihluti valnefndar hafði lagt til að fengi brauðið. Ekki náðist í Björn Bjarnason kirkjumálaráðherra í dag og Halldór Leví Björnsson, formann sóknarnefndar Keflavíkursóknar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×